18.4.2009 | 09:47
Sendum Norðmanninn heim
Í ESB er verið að ræða um 0 % vexti, í Bretlandi eru þeir 0,5% en á Íslandi eru stýrivextir 15,5%. Stýrivextir eru eitt af helstu stjórntækjum til þess að hafa almenn áhrif á spennu í efnahagslífinu. Ef spennan er of mikil eru vextir hækkaðir til þess að fá fyrirtæki og einstaklinga til þess að draga úr framkvæmdum eða eyðslu. Aðrar aðgerðir hins opinbera þurfa að vera samhljóma, t.d. fresta vegagerð ofl. Í miklum samdrætti eru vextir lækkaðir til þess að örva fyrirtækin og heimilin til þess að framkvæma og eyða.
Ísland er sennilega í versta niðursveiflutíma allra tíma, og þá rekum við peningamálastefnu með 15,5% stýrivöxtum. Sem þýðir að Seðlabankinn gefur þau skilaboð út í þjóðfélagið að við eigum að minnka eftirspurn og draga úr eftirspurn eftir fólki í vinnu. Ein af skýringunum sem gefnar eru fyrir þessari ákvörðun Seðlabanka er að verðbólga síðustu tólf mánuði séu um 16%. Þetta viðmið er út úr öllu korti í ljósi bankahrunsins og gengishrunsins. Gengishrun þýðir að allur innflutningur hækkar og öll erlend aðföng sem fyrirtækin þurfa í sína framleiðslu. Að sjálfsögðu hækkar þá vara og þjónusta í íslenskum krónum. Verðbólga innanlands mótast nú aðeins af tveimur þáttum, breytingum á gengi og þessum fáránlegu stýrivöxtum. Margir halda að verðbólgu þurfi að meta síðustu 12 mánuði, þetta er algjörlega rangt. Verðbólga er oftast metin sem prósentuhækkun yfir ákveðið tímabil, sem getur verið mánuður, tveir þrír eða fleiri, en í ljósi þeirra atburða sem hér hafa dunið á þjóðina má öllum vera ljós að mælikvarði á verðbólgu með að meta hana 12 mánuði aftur í tímann er ónothæfur. Það er nú þegar enginn undirliggjandi þrýstingur sem kallar á verðbólgu, og því ættu stýrivextir að vera hér eins og í öðrum ríkum nærri núllinu, til þess að örva efnahagslífið.
Þessar ákvarðanir eru í höndum Seðlabanka og ríkisstjórnar, með samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það að við höfum ekkert með málið að gera er einfaldlega rangt. Ef AGS krefst þess að okkur að keyra efnahagslífið niður, eigum við að henda AGS út og slíta samskiptunum við þá.
Síðasta ríkisstjórn var gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi og að hluta til algjörlega með réttu. Ákvaðanir nú í vaxtamálum eru ekki slæmar, þær eru skemmdarverk gagnvart heimilunum og fyritækjunum í landinu. Skorturinn á kjarki til þess að lækka stýrivexti er blaut tuska í aldlit þeirra 18 þúsunda sem ganga um atvinnulausir. Með aðgerðarleysinu er verið að segja að atvinnuástandið eigi að verða mun verra. Gagnrýni Davíðs Oddsonar á núverandi Seðlabankastjóra var ósmekkleg að mínu mati. Í ljós hefur komið að sá hópur sem ríkistjórnin hefur valið til þess að fara með þessi mál hefur algjörlega brugðist. Nú er vetarfríinu lokið og kominn tími til þess að senda Seðlabankastjórann aftur heim til sín til Noregs.
Evruvextir fara ekki í núllið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér!
Þessu til viðbótar verður að segja að sú útreikninga á vísitölunni má mjög draga í efa. Hvernig er hægt að horfa til verðhækkana á varningi sem engin viðskipti eru með. Hvernig geta hækkanir á allskyns varningi orðið til þess að lán hækki þegar engin viðskipta fara fram með þennan varning og þau eru alls ekki hluti af þeirri "neyslu" sem fram fer í þjóðfélaginu.
Hér er um helsjúkt fyrirbæri að ræða!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.4.2009 kl. 09:53
Guðbjörn
Hárrétt, vísitölugrunnurinn miðast við neyslu gærdagsins sem er allt annar. Neyslan hefur gjörbreyst eftir hrun. Aðalatriðið er að við búum við atvinnulíf sem er í stórhættu. Af einhverjum ástæðum eru björgunaraðgerðir nánast ekki hafnar, og endurlífgun verður mun sársaukameiri síðar ef ekki er gripið strax í taumana nú.
Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 14:43
Sammála!
Hef á tilfinningunni að Ísland sé ekki í sama Hagkerfi og restin af veröldinni heldur í öðru Sólkerfi.
Sorglegt að horfa á ættjörð sína nánast tekna af lífi.
Jóhann I Axelsson, 18.4.2009 kl. 18:16
Hverjir skyldu nú hafa tekið ættjörðina af lífi Jóhann ?
Finnur Bárðarson, 18.4.2009 kl. 19:37
Mér finnst dálítið vond samlíkin að taka ættjörðina af lífi. Við lifum hér og munum lífa hér. Hér hafa verið gerð alvarleg mistök í stjórn þjóðarbúsins og efnahagsmála. Við getum sáralítið gert í því nema greina þau mál. Við getum hins vegar gert í því sem verið er að vinna í nú, s.s. peningamálastefnu og meðhöndlun þeirra fjármuna sem ríkið hefur umleikis. Það er verkefni dagsins í dag. Þá framkvæmd má gagnrýna harðlega.
Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2009 kl. 20:28
Ég vil endilega benta þeim á sem ætla að kjósa FLokkinn sinn að enn er möguleiki á að raða á listann, svo að það er ekki öll von úti enn:
Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?
Var að stofna áhugamannahóp á Facebook um málefnið:
http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.4.2009 kl. 07:07
Þetta erallt svo auðvelt hjá þér! Ef að AGS hlýðir ekki þá bara hendum við honum út! Og eigum þar með engan gjaldeyrisforða, engir vilja fjárfesta hjá okkur, engin vill lána okkur og hvað svo. Þú veist að hér eru á annað hundrað milljarðar í Jöklabréfum og ríkisbréfum sem eiga rætur sínar í útlöndum. Ef að við fellum niður vexti þá kemur ógnarpressa á peningamálakerfið að komast burtu. Því að líkur eru á að krónan falli þá um tugi eða hundruð prósenta í viðbót.
Svo minni ég þig á að það er ekki seðlabankastjóri sem ræður vaxtalækkunum heldur peningamálanefnd bankans sem í eru:
Svein Harald Øygard seðlabankastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoëga prófessor.
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.4.2009 kl. 15:15
Magnús: Þessi orð þína segja margt um nautheimsku almennings og ofurfordæminguna sem var hér í janúar. Davíð Oddssyni var kennt um allt sem kom frá Seðlabankanum; honum einum.
Guðmundur Björn, 19.4.2009 kl. 23:52
Eftir bankahrunið s.l. haust voru geysierfið verkefni sem biðu síðustu ríkistjórn. Það bætti ekki úr skák að Ingibjörg Sólrún var veik og því ekki um samhelta ríkisstjórn að ræða. Þegar á leið, stóð Geir Haarde ekki undir þeim leiðtogakröfum sem til hans voru gerðar og tómarúm skapaðist sem VG nýttu sér til hins ýtrasta.
Þegar aðstæður sköpuðust tóku VG og Samfylking við stjórninni, en þó ekki fyrr en Samfylking hafði gert upp innbyrðis vígamál. Stóra málið ríkisstjórnarinnar var að koma Davíð Oddsyni úr Seðlabankanum, enda kom skýrt fram að hann var talinn höfuðástæða hrunsins. Nýr maður var kallaður í Seðlabankann ásamt peningamálanefnd og hafi Davíð verðskuldað gagnrýni, sem hann sannarlega verðskuldaði, hefur tekið einstaklega ákvarðanafælið batterí og það er á ábyrgð þessarar vinstri stjórnar. Rétt eins og við stóðum uppi með skort á leiðtogahugsun, þá tók ekki betra við. Jóhanna Sigurðardóttir er eins og Geir Haarde mikil afbragðsmanneskja, en ekki leiðtogi.
Það er ekki í lagi að reyna að telja sér trú að yfir 22% raunstýrivextir séu eðlilegir í samdráttarskeiði eins og við stöndum frammi fyrir. Það að reyna að koma með rök fyrir slíkum ákvörðunum fyrir aðra, lýsir miklu dómgreinarleysi og þekkingarskorti. Ákvörðun um slíka vexti við núverandi aðstæður bera vott um hugleysi, ákvörðunarfælni, framkvæmdin er skemmdarverk á íslensku efnahagslífi.
Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2009 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.