Hækkun álaga, til að efla atvinnu

Vinstri Grænir hafa verið mikilvægir í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Steingrímur Sigfússon er hörkuræðumaður og hefur haldið uppi öflugu aðhaldi að stjórnvöldum. Eitt mikilvægasta framlag VG er gagnrýni á stundum gagnrýnislausa notkun náttúrunnar m.a. til stóriðju. Í aðdraganda bankahrunsins létu VG vel í sér heyra. Í eldhúsumræðum sem fram fóru á þessum tíma kom skýrt fram að aðeins VG væri nothæfur í þjóðstjórn úr minnihluta. Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir voru í rúst. Því miður var ekki sett á stofn Þjóðstjórn og VG tóku að sér harða stjórnarandstöðu og síðar að skipuleggja búsáhaldabyltinguna.

Þegar minnihlutastjórn hafði verið komið á, var gengið í það mál sem mikilvægast var talið að taka á, þ.e. skipta um Seðlabankastjóra. Ekki það að það skipti þjóðarbúið mestu máli, heldur það var aðalkrafan í búsáhaldabyltingunni. Fyrir þjóðina hefi það skipt mestu máli að jarðvegur yrði skapaður fyrir endurreisn, heimila og fyrirtækja. Það varð að bíða.

Páll Skúlason fyrrum háskólarektor nefndi þá hættu sem atvinnupólitíkusar skapa þjóðinni. Þeir fara inn í eigin heim, fjarri þeim umbjóðendum sem þeir ættu að vera að sinna. Minni á viðtöl við Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þar sem þau gerðu lítið úr þeim vanda sem við var að etja með því að halda því fram að áfallið væri að þeirri stærðargráðu að kaupmáttur yrði sambærilegur og fyrir 2-3 árum. Fáránleikinn verður skýrari þegar ljóst er að nú þarf að skera niður í ríkisútgjöldum um 50-60 milljarða og svo aftur og aftur. Mikil spurning hvort núverandi valdhafar hafi miklu meiri jarðtengingu.

Tillögur VG til atvinnuuppbyggingar bera þess vott að VG hefur verið í stjórnarandstöðu. Oft óraunhæfar og ómarkvissar, aðrar eru áhugaverðar eins og þær að nýta raforkuna til grænmetisframleiðslu. Það er því afskaplega óheppilegt  að á sama tíma og verið er að leggja til atvinnuuppbyggingu á þessu sviði, sé verið að keyra í gegn 25% hækkun raforkuverðs til ylhúsaræktunar. Slíkt gæti keyrt greinina endanlega í þrot. Við það sköðuðust afar fá störf, nema í skilanefndir til að gera garðyrkjubændur upp.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband