Óþægilega þrengt að sumum styrkhöfum!

 

 Helgi Hjörvar frambjóðandi Samfylkignarinnar hefur fengið rausnarlega styrki á árinu 2006 segir í viðtali við Vísi að greinilegt að styrkjamál verði að koma upp á yfirborðið. „En ég ætla ekki að fjalla um styrki sumra fyrirtækja til sumra einstaklinga nokkrum dögum fyrir kosningar," 

Samfylkingin hefur í kosningabaráttunni komist upp með að komast hjá því að biðja þjóðina afsökunar á hennar þætti í bankahruninu. ,,Við vorum bara svo lítil og saklaus að við vissum ekkert hvað við vorum að gera" sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á landsfundi Samfylkingarinnar og komst upp með það.

 Útrásrvíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson ákveður að koma fram með styrkjamálið í fjölmiðlunum sínum rétt fyrir kosningar til þess að gera sín mál upp við Sjálfstæðisflokkinn.  Frambjóðendur og stuðningsmenn Samfylkingarinar hrópa spilling, spilling einum kór. Síðan fyrir kemur nú fram nú að frambjóðendur Samfylkingarinnar hefa sjálfir fengið afar ríflega styrki frá Baugi og þá ætlar frambjóðandinn bara ekki að fjalla um styrki sumra fyrirtækja til sumra einstaklinga. Þessir sumu einstaklingar eins og Helgi velur að kalla það er m.a. hann sjálfur. Eru þá ekki sumir orðnir jafnari en aðrir.

Einhvern tíma var sagt: ,,Ætli að það sé ekki kominn tími til þess að fara að biðja guð að hjálpa sér"!!

 


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Er það ekki líka styrkur ef satt reynist að Samfylkingin hafi fengið afskrifaða skuld frá baugsfélagi, sumir segja 20 milljónir og aðrir 120 milljónir?

En er engum farið að leiðast þessi kosningabarátta? Hún er ein hin stysta í sögunni en sú al lágkúrulegasta og hatrammleg þar sem jafnt fjölmiðlar og félagasamtök virðast ákveðin í að jarða Sjálfstæðisflokkinn. Ef ausa á skít á Sjálfstæðisflokkinn væri skynsamlegra að fara í bað sjálfur fyrst.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 23.4.2009 kl. 05:42

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Illa upplýstir frambjóðendur.

Svandís veit þó hvað hún er að tala um varðandi ESB aðildarumsókn. V-G,  Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkur gera sér grein fyrir því hvað ESB stendur fyrir.

Hinir flokkarnir nálgast ESB af fullkomnu þekkingarleysi og  ætla bara að prófa að ræða við risann og sjá til hvað hann býður. Hvar hafa þessir frambjóðendur haldið sig undanfarin ár? Hafa þeir ekkert fylgst með fréttum af spillingu og valdníðslu ESB? Hafa þeir ekki hlustað á gagnrýnisraddir almennings í aðildarlöndunum? Að halda það að ESB sé að bjóða íslendingum einstök kjör sem önnur ríki ESB geta ekki látið sig dreyma um, er álíka heimskulegt og að prófa að tala við Kínverja og bandaríkin og sjá til hvort að þessi ríki bjóði íslendingum einhverskonar aðildarsamninga sem eru gjörsamlega frábrugðin allri stefnu þeirra.

Það verður þokkalegt þegar að íslendingar verða kallaðir í ESB herinn sem rætt er um að stofna, og ekki veitir af Evrópuher eftir að Tyrkland er komið inn í ESB, því þá liggja landamæri hinnar sameinuðu Evrópu að Íran og Írak!

En hvað með það þó svo að íslendingar verði í framtíðinni að gegna herskyldu vegna fáfræði Framsóknaflokks Borgarahreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar? Við fáum þó Evru! En mun evran lifa kreppuna af?  Af hverju ekki að bíða með gjaldmiðlaskipti þar til að við erum búin að ná okkur upp úr botninum og heimskreppan gengin yfir? Þá væri upplagt að taka upp þann gjaldmiðil sem er hægt að treysta til framtíðar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband