28.4.2009 | 00:18
Lausnin fundin
Þráinn Bertelsson er kominn á þing. Hann kemur ekki auga á siðferðisbrestinn sem er í því að þiggja bæði heiðurslaun frá Alþingi fyrir skriftir og vera á fullum launum sem þingmaður. Þráinn neitar hann að gefa heiðurslaunin eftir og fékk talsvert af útstrikunum fyrir. Borgarahreyfingin sem er víst komin fram sem afsprengi búsáhaldabyltingarinnar, getur ekki samþykkt þá tvöfelndi sem fellst í að vera á töföldum launum, hjá ríkinu. Nú ætlar Þráinn að leita til sér skynsamari manna og fær eflaust þá ráðgjöf að afþakka heiðurslaunin tímabundið. Á meðan Þráinn er á þingi, þá tekur Davíð við að skrifa. Jóhanna fær þá tækifæriti til þess að slá Davíð til heiðurslaunariddara. Þegar allt er komið í hnút, kemur gamli góði Davíð og bjargar málunum.
Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Hvaða siðferðisbresti ? Þráinn er að fá laun fyrir ritstörf sín, sem eru alveg óháð þingsetu hans.
hilmar jónsson, 28.4.2009 kl. 00:22
Obb,bobb,bobb. Var ekki verið að tala um það í búsáhaldabyltingunni að menn ættu ekki að vera í tveimur störfum á þinginu. Held að Þráinn ætti að einbeita sér að þingstörfum eða ritstörfunum. Á þessum tímum,þegar lækka þarf ríkisstarfsmenn í launum, eru menn ekki á tvöföldum launum, og það hjá ríkinu.
Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 00:30
Hversu margir prestar hafa verið á Alþingi Íslendinga gegnum tíðina? Þiggjandi laun frá Ríkinu fyrir messur sínar og jafnframt haft tekjur frá sama Ríki fyrir alþingisstörf sín.
Páll Geir Bjarnason, 28.4.2009 kl. 01:20
Finnst engum sem kaus O það vera hræsni að vera á tvöföldum ríkislaunum. Nei ég bara spyr? Tek fram að ég tók þátt í Búsáhaldabyltingunni og mér finnst þetta á mörkunum svo ekki sé meira sagt. Ég veit ekki betur en ÞB hafi manna harðast gengið gegn ofgreiddum ríkislaunum.
Guðmundur St Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 01:59
Það gerir málstað "rithöfundarins" ekkert betri - þó það finnist aðrir jafnslæmir eða verri en hann og jafnvel sem líka hafa verið í Búsáhaldabyltingunni............
Þetta setur svolítið kusk á O flokkinn...........rithöfundurinn verður ekki "aðal" hann verður "peð "............
Benedikta E, 28.4.2009 kl. 02:49
Ég er MJÖG hissa á ÞB. Fyrir hvað stóð búsáhaldabyltingin ? Jú fyrir spillinguna í landinu, á alþingi eins og að vera á tvöföldum ef ekki þreföldum launum og sumir þeirra á alþingi voru og eru enn í alls kyns öðrum atvinnurekstri. Halló Þráinn !
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 09:00
Páll Geir frændi minn nefnir hér prestana sem hafa verið á Alþingi. Vera má að hann viti þetta- og reyndar líklegt að svo sé. En ég leit nú alltaf svo á að þeir væru í launalausum fríum meðan á setu þeirra á Alþingi stóð. En núna átta ég mig á því að ég er kominn í slæma stöðu. Ég hef nefnilega alltaf haldið því fram að það skipti öllu máli hvað sagt er en ekki hver segði það.
Nú er ég kominn í þá klípu að þegar hneykslast er á peningagræðgi þá tek ég ekki afstöðu með þeim sem það gerir ef hann er sjálfstæðismaður.
En hvað sem mér ætti að finnast um þessi tvöföldu laun Þráins þá finnst mér að hann eigi ekki að afsala sér þessum heiðri. En jafnframt finnst mér að hann ætti að leggja heiðurslaunin í eitthvað annað en að nýta þau til eigin ábata á meðan hann situr á Alþingi.
Árni Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 09:51
Árni ég leit svo á að Þráinn væri að fá heiðurslaun, til þess að geta sinnt ritstörfum. Ef það er réttur skilningur hjá mér, þá er hann nú á launum fyrir tvö störf á sama tíma, það er óeðlilegt. Í stað þess að hann félli út af þessum heiðurslaunalista, væri ekkert óeðlilegt við það að Þráinn færi á biðlista þar til hann færi út af þingi aftur.
Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 11:18
Þingmenn og ráðherrar eiga í ENGUM tilfellum að fá önnur laun en þau sem þeir fá fyrir störf sín sem slíkir. Allt annað er óásættanlegt að mínu mati (sjá blogg mitt lýðræði).
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 28.4.2009 kl. 11:44
Peningar kalla fram okkar innsta eðli sem endranær
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:10
Gylfi það er rangt að peningar kalli fram okkar innsta eðli, hinsvegar kalla sumir á peninga vegna síns innsta eðlis.
Peningar eru ekki af hinu illa! Hinsvegar eru menn sem ásælast þá meira en hollt þykir ekki í góðum málum
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:27
Þráinn þarf ekkert að afsala sér heiðrinum - hann getur einfaldlega beðið um að greiðslur sem heiðurslaunum tengjast verði stoppaðar á meðan hann starfar sem þingmaður fyrir XO. Mér finnst að það sé ekki hægt að afsaka tvöföld ríkislaun, hvorki í kreppu né góðæri. Þetta er mín persónulega skoðun.
Birgitta Jónsdóttir, 28.4.2009 kl. 12:54
Ef ég skil eðli heiðurslauna, þá eru þau umbun fyrir þegar unnin störf! Auðvitað alltaf umdeilanlegt hverjir eru þeirra verðir og hverjir ekki, en eðli þeirra hef ég skilið sem eftirágreiðslu en ekki styrk til óunninna verka.
Kannske rangt mat en sé að fleiri hafa þennan skilning.
Svo má spyrja sig, ef maður á húseign sem maður hefur haft í útleigu áður en maður settist á þing,- er þá siðlaust að þiggja áfram leigutekjur af eigninni ?
Er ekki þessi s.k. Heiður n.k. eign sem menn hafa skapað sér með list sinni, þótt alltaf sé matsatriði hverjum slíkt ber.
Kristján H Theódórsson, 28.4.2009 kl. 13:34
Ekki svo að skilja að mér finnist ekki koma til álita að Þráinn afsali sér þessu tímabundið , en það hlýtur alfarið að verða hans ákvörðun, og lítilmótleg framkoma þeirra sem fóru strax að hamast á manninum með þetta nánast áður en hann fékk að átta sig á breyttri stöðu sinni sem þingmaður.
Kristján H Theódórsson, 28.4.2009 kl. 13:38
Er þá ekki komið að því að allir þeir sem taka sæti á þingi hætti í öðrum strörfum svo sem setu í sveitarstjórnum og nefndum og einbeiti sér þannig að löggjafarstörfum sínum. Þetta mundi þýða að mun fleiri kæmu að stjórnun landsins sem væri gott fyrir lýðræðið og rekstur ríkisins því betur sjá augu en auga.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 14:28
Þráinn er ekkert annað en sannur Framsóknarmaður, þannig að maður skilur vel að hann sjái ekkert athugavert við að þiggja ölmusu fráríkinu.
Jens Sigurjónsson, 28.4.2009 kl. 16:33
Mér sýnist Birgitta Jónsdóttir alþm. hafi komið með lausnina.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:35
Sammála Gísla sem er sammála Birgittu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:14
Þakka málefnalega umræðu. Hér er um að ræða grundvallaratriði, eiga Alþingismenn að þiggja laun eins og heiðurslaun á meðan þeir sitja á Alþingi. Miðað við þá umræðu sem hefur farið fram undanfarna mánuði, þá held ég að það mörgum þætti það óeðlilegt. Það ætti ekki að þýða að Þráinn Bertelsson þyrfti að afsala sér heiðurslaunum til frambúðar. Tek undir lausn Birgittu Jónsdóttur.
Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 17:25
Allt og mikið mál um lítið efni. Ef við erum á þeirri skoðun að eftirlaunafrumvarpið hafu verið dómgreindarleysi þingheims, sumir hafa talað um siðleysi og fleira, þá ættum við að óska Þráni því að hann íhugi að afþakka heiðurslaun listamanna meðan hann er á þingi. Ég vil þó segja að þetta mál er ekki sambærilegt, því að Þráinn hefur ekki sjálfur tekið sér forréttindi, eins og alþingi gerði.
Jón Halldór Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 22:47
Þráinn fékk heiðurslaunin fyrir ritstörf sín sem hann hefur nú þegar innt af hendi. Þau laun hafa ekkert við þingmannslaun hans að gera.
Þráinn Jökull Elísson, 29.4.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.