Útstrikanir

Nú veit ég ekki til þess að Össur hafi þegið óeðlilega háa styrki, en samt er hann strikaður út af fjölda samflokksmanna sinna. Ég skil útstrikanir á Guðlaugi, en ekki á Össuri. E.t.v. starfar það  af vanþekkingu minni, en í heildina finnst mér Össur hafa staðið sig vel. Oft líkar mér það sem hann skrifar og segir, en ég geri mér grein fyrir að hann er ekki allra. Þegar Össur kom fram í svartnættinu hjá okkur og sagði að við ættum möguleika m.a. á Drekasvæðinu þá stóð hann sig vel. Össur hefur verið einn af fáum stjórnmálamönnum á þessu ári sem hefur gefið þjóðinni von, bæði með verkum og framgöngu. Ef við gætum kosið menn af öllum listum og úr öllum kjördæmum, væri Össur sannarlega á listanum mínum.
mbl.is Össur var næstur falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef við eigum að slátra öllum sem hafa reint fyrir sér í útrás, þá þurfum við t.d. að ganga að Marel, Össur og CCP.

Það má vel vera að Össur skorti stöðugleika, ekki alltaf sannfærandi en á síðan sínu góðu spretti.

Sigurður Þorsteinsson, 30.4.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Össur var einn af valdamestu ráðherrum í óvinsælustu ríkisstjórn sem setið hefur á lýðveldistímanum. Ég held að það hafi dugað til, enda fengu allir ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar talsvert af útstrikunum. Ingibjörg fékk meira að segja talsvert af útstrikunum þó hún væri í heiðurssæti.

Héðinn Björnsson, 30.4.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband