Búsáhaldabylting no. 2 ?

Úrlausnarverkefnin hrannast upp fyrir komandi ríkisstjórn. Mörgum þeirra hefur verið frestað, en þau bíða úrlausnar. Framsóknarflokkurinn  kom með 20% niðurskurðarleiðina. Sú tillaga hefur fengið stuðning frá m.a. Lilju Mósesdóttur og Tryggva Herberssonar, en tillögunni hefur verið hafnað af ríkisstjórninni. Einhver greinargerð kom um þessa tillögu frá Seðlabanka en í hugum margra hefur lítil rökræn umræða farið um þessa leið, eins og hún lá fyrir, breytta eða aðrar leiðir sem fara þarf.

Það er mjög mikilvægt að komandi ríkisstjórn leggi fram einhverja áætlun. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þar sem hún virti ekki þau viðvörunarljós sem kviknuðu. Upplýsingar til almennings voru af of skornum skammti og jarðvegurinn skapaðist fyrir búsáhaldabyltinguna. Atvinnupólitíkusarnir okkar voru of svifaseinir og virtust ekki vera í jarðsambandi. Vonandi tekur ný ríkisstjórn við sér, annars gæti önnur búsáhaldabylting verið á leiðinni strax í sumar eða næsta haust.


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Já takk

Alexander Kristófer Gústafsson, 2.5.2009 kl. 08:51

2 identicon

20% niðurfelling er arfavitlaus hugmynd. Fólk verður að fara að sjá það. Við eigum ekki að fara fram á neitt minna en 100% niðurfellingu. Efnahagskerfið okkar milli 2001 og 2008 var falskt. Peningar voru teknir af vinnandi fólki og færðir til valdhafa (lesist: auðvaldsins). Hvers vegna á enn að greiða af arðránum og svikum?

Sanngjarnast væri að allar vaxtagreiðslur frá því krónan var sett á flot árið 2001 myndu reiknast burt frá höfuðstóli hvers láns (sé einhver afgangur ætti að endurgreiða hann til lántakandans). En réttast væri að afskrifa öll lánin. Byrja upp á nýtt.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Sævar Einarsson

100% niðurfelling og ekkert minna. Það er búið að afskrifa stæðstan partinn af þessum lánum við erlenda lánveitendur, þeir sitja uppi með sitt tap en samt eigum við að borga einhverjum öðrum af lánum sem búið er að afskrifa ? ... ég hugsa um spaugstofunn og hinn Nýja Guðjón sem skuldar ekkert

Sævar Einarsson, 2.5.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Við þurfum að fá bráðabyrgðalausnir í gang til að skapa svigrúm til að vinna langtímalausnir. Ekki bráðabyrgðalausn ofan á bráðabyrgðalausn eins og með gjaldeyrishöftin sem dæmi. Með því að virka slíkt skapast svigrúm til að vinna að stórum lausnum sem gerir ekki illt verra. Þessi 20% niðurskurðaleið er upprunalega komin frá Tryggva (allavega sagði hann það á einhverjum fundi sem ég var á) en framsókn tók hana upp síðar.

Þetta ESB rugl er að tefja margar aðgerðir hér. Fyrir mitt leyti segi ég bara drullið ykkur í aðildarviðræður og hætið þessu tuðri. Það er ekki eins og þjóðin fái ekkert um það að segja, við þurfum að staðfesta samningin þegar hann er klár. Þetta verður aldrei eins manns ákvörðun eins og að styðja í Íraksstríðið á sínum tíma. Tvöföld atkvæðagreiðsla er bjánaleg í því samhengi. Við heyrum bara annaðhvort neikvæða eða jákvæða hluti um ESB og í hverjum einasta fréttatíma kemur eitthvað nýtt sem ruglar okkur algjörlega í ríminu.

Ég er þó ekki menntaður í neinu viðskipta tengdu og persónulega finnst allt þetta vera bara en eitt tækið til að gjörsamlega rugla öllu upp. En 100% niðurfelling hljómar illa eins og 20% leiðin. 20% leiðin fyrir mér virkar frekar eins og bráðabyrgðalausn til að skapa svigrum fyrir betri lausnir. Nákvæmlega það sama finnst mér um skattastefnu VG. Ég vill fyrst vita hvar hún setur þessi "hátekjumörk" því það eru meiri líkur á því að þessi skattþrep geti knésett fleiri fjölskyldur heldur en annað.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 2.5.2009 kl. 16:29

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ef við ætlum að gera kröfur til stjórnvalda um aðgerðir, þá er jafn mikilvægt að þær kröfur séu raunhæfar og að við viljum raunhæfar aðgerðir hjá ríkisstjórn. Áhugavert væri að fá umfjöllun um innihald tillagna frá Umboðsmanni neytenda, Tryggva Gíslasyni. Ljóst að verkefnið er ekki auðunnið.

Sigurður Þorsteinsson, 2.5.2009 kl. 17:33

6 Smámynd: Katrín Halldórsdóttir

Lausnin á vandanum: Hvers vegna fara fyrirtæki á hausinn ? Það eru svo fá sem kaupa frá þeim, miðað við áður. (hvert fóru þau ?)

Best væri að aulýsa landið fyrir ferðamenn til að fá fleiri einstaklinga í landið, til að kaupa meira úr verslunum.

Ekki eiga almennir borgarar að greiða fyrir upplogna vixla í bönkunum. Þau taka afleiðingunum sem að var logið. Svo þá þarf ekki að hækka skatta einhverstaðar.

Katrín Halldórsdóttir, 2.5.2009 kl. 20:50

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hugmyndir Lilju voru í mörgum atriðum mjög frábrugðin Framsóknarleiðinni. Ég er reyndar á þeirri skoðun að nauðsynlegt að fara einhverja niðurfærsluleið.

Það kemur að þeim tímapunkti hjá mjög mörgum fjölskyldum að það verður ekki laus lengur að greiða af lánum íbúða. 

Það verður bara tóm vitleysa. 

Það þarf ekki margar fjölskyldur til að setja allt á hliðina á ný. Almenningi hefur verið sýnt ótrúlegt ofbeldi með því lánafyrirbæri sem nú tíðkast í þessu landi

Kristbjörn Árnason, 2.5.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband