Aðgerðir til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun.

Verðhjöðnun er miklu erfiðari ástand, en verðbólga. Í síðasta mánuði hefði komið fram enn meiri verðhjöðnun, en mikil lækkun íslensku krónunnar leiddi til þess að hér mældist óveruleg verðbólga milli mánaða. Á föstu gengi væri hér vaxandi verðhjöðnun. Við þessar aðstæður kemur frétt á Mbl.is sem segir þjóðinni að það sé 11,9% verðbólga. (Ekki lýgur Mogginn) Það er ekki furða að almenningur  í þessu landi klóri sér í hausnum og skilji ekki upp né niður í hvernig þetta geti staðist. Jú, þetta er verðbólga í ,, sögulegu ljósi", en það er sagt að þannig sé hún reiknuð í fjallahéruðum Noregs. Verðþrónum er skoðuð 12 mánuði aftur í tímann. (munið hrunið er inn í því tímabili). Með þessum rökum gæti ökumaður sem tekinn væri á 120 km hraða í Austur Húnavatnssýslu, mótmælt með þeim rökum því að sýna að meðalhraði hans frá Reykjavíkur og norður væri 84 km.  

Í dag eru háir styrivextir Seðlabankans,  það eina sem kemur í veg fyrir mikla verðhöðnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég bíð spenntur eftir meiri verhjöðnun með tilheyrandi lækkun á höfuðstóli verðtryggðra lána. En ef gengið er notað til að halda uppi verðtryggingunni, er þá ekki verið í reynd að gengistryggja innlend verðtryggð lán? Ef svo er þá er það brot á lögum um vexti og verðtryggingu!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur það skiptir miklu máli á hvaða grunni verðhjöðnun er. Hún getur t.d. verið vegna þess að gengið styrkist, þá lækkar innflutt vara, m.a. hráefni og verð á vöru og þjónustu getur lækkað. Verðhjöðnun veldur því hins vegar að fjárfestar verða tregari til þess að fjárfesta og það þýðir samdrátt og lækkun launa.

Gengið er ekki notað til þess að halda uppi verðtryggingunni. Gengislækkun veldur því hins vegar að innflutt vara hækkar og þar með vara og þjónusta. Neysluvísitalan mælir einmitt hækkun eða lækkun vöru og þjónustu og hefur áhrif á verðtryggð lán. Það stenst alveg lög frá 2001.

Sigurður Þorsteinsson, 3.5.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jújú, þetta hangir auðvitað allt saman á vissan hátt. En hefðbundin merking hugtaksins verðhjöðnun er lækkun á verðlagi, og svo eru mismunandi aðferðir við að skilgreina og mæla það. Hér á landi er miðað við vísitölu neysluverðs eins og hún er reiknuð af hagstofu Íslands, og ef hún lækkar þá lækka um leið verðtryggð lán í landinu. Þar sem húsnæðisverð er einn liður í vísitölunni þá skapast gjarnan vítahringur þar sem sveiflur á húsnæðisverði valda sveiflum á vísitölunni og þar með sveiflukenndum lánskjörum (raunvextir miðað við skammtímaneyslu og eftirspurn). Þannig ýkir verðtrygging húsnæðislána allar sveiflur í hagkerfinu, en þar sem sveiflan upp var ansi há þá er niðursveifla óhjákvæmileg skv. "long-wave economics" og mun t.d. koma fram hér þegar áhrifin af fallandi húsnæðisverði byrja að koma fram af alvöru. Ekki má gleyma að sú vísitala sem er lánunum í dag er í raun og veru að mæla verðlagið fyrir >3 mánuðum síðan og húsnæði féll um tugi prósenta í millitíðinni! Á meðan stóð verðlag í dagvöruverslun nánast í stað en það eina sem hefur verið að hækka á sama tíma er munaðarvara sem enginn kaupir nema ferðamenn. Verðhjöðnun er staðreynd hvað sem tölurnar segja, í hagfræði gleymist nefninlega stundum að taka tillit til þess að tíminn líður og hlutirnir breytast oft á mismunandi hraða.

P.S. Gengistrygging við erlenda gjaldmiðla er hinsvegar óheimil fyrir lán sem veitt eru í krónum, samkvæmt áðurnefndum lögum frá 2001. Samt eru um 190 milljarðar útistandandi af slíkum lánum til íslenskra heimila...

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband