Af góðu fólki

Þeir sem hafa kynnst Geir Haarde bera honum vel söguna. Ingibjörg naut ekki síður virðingar. Ríkisstjórnin  virtist standa vel  fyrstu vikurnar eftir bankahrunið.  Síðan kom að því ferli sem ráðamenn hefðu átt að koma og ræða við þjóðina og virkja hana til þess að takast á við þann vanda sem við var að etja. Þá heyrðist minna og minna í ráðherrunum og óánægja almennings jókst. Glundroði. Jarðvegurinn fyrir búsáhaldabyltinguna varð til. Hluti óánægjunnar var e.t.v. að fólk fannst að bæði Geir Haarde og Ingibjörg S. Gísladóttir hafi ekki skynjað hvaða upplifun fólks var af þessu hruni. Bæði gerðu þau minna úr þeim erfiðleikum sem almenningur stóð frammi fyrir. Lækkun launa, atvinnumissi, hækkun skulda, lækkun húsnæðisverðs, hækkun afborgana á lánum. Bæði töluðu þau  um 20-30% minnkun kaupmáttar. Er þetta hugsanlega hluti af því sem Páll Skúlason talaði um að atvinnupólíkusar eiga til að fjarlægjast grasrótina.

Bæði Jóhanna Sigurðardóttir  og Steingrímur Sigfússon njóta mikillar virðingar hjá þjóðinni. Þau eru ekki frekar en Ingibjörg og Geir að virkja þjóðina með sér, ekki enn sem komið er. Grunnstýrivextir eru í hæðum sem enginn skilur, öllum til mikils skaða og mikil óvissa ríkir mörg mál. Á sama tíma vex spennan í þjóðfélaginu. Svör við aðgerðum fyrir þá sem eru með erfiða skuldastöðu, eru mjög loðin. Á sama tíma vex óttinn við næsta bankahrun. Viðbrögðin við ábendingum og tillögum benda til þess að fjarlægðin frá grasrótinni sé svipuð hjá Jóhönnu og Steingrími og hjá þeim Geir og Ingibjörgu.

Davíð Oddsson sagði einhverju sinni að það mesta hættan fyrir þá sem leituðust við að hlusta of vel á grasrótina,  væri að fá orm upp í eyrað.

Ef ekki verður hlustað á  þá 319.442 Íslendinga sem bíða eftir lausnum. Þær unnar í samráði og samvinnu, með virkri hlustun,  verður aðalvandamálið ekki ormur í eyra, heldur ný búsáhaldabylting.

 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Ef nú kemur til byltingar er ekki víst að búsáhöld verði látin nægja, Sigurður. 

Hlédís, 4.5.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband