30.5.2009 | 09:51
Áríðandi auglýsing
Auglýst er eftir Röddum fólksins og leiðtoga hreyfingarinnar Herði Torfasyni. Hörður kom fram á laugardagsfundum í vetur, í misjöfnu veðri og kom skilaboðum frá fólkinu í landinu til ráðamanna. Þúsundum saman þyrptist fólkið á Austurvöll með spjöldin sín, pottana og pönnurnar og kallaði óhæf ríkisstjórn, seðlabankastjórann burt. Síðan kom ný ríkisstjórn og nú spratt vonin fram. Nú skildi taka á málunum. Síðan eru liðnir margir mánuðir og það eina sem fólkið hefur fengið í hendurnar er biðin. Fólkið vill aftur koma á Austurvöll. Því er auglýst eftir Herði Torfasyni. Síðast þegar til hans fréttist, var að hann sást laumast inn í þingflokksherbergi Vinstri Grænna, sem lengi hefur verið kallað ,,Byltingin". Síðan hefur ekkert til hans heyrst né spurst. Raddir fólksins eru vaknaðar aftur, og nú er leiðtogans leitað. Vonir eru bundnar við að hann finnist fyrir næsta fund. Þó eru til efasemdarraddir sem telja að Hörður eigi ekki afturkvæmt og vísa í að ,, Byltingin étur börnin sín".
Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Orð í tíma töluð. Afskipti þessa gamla trúbadúrs voru með ólíkindum. Hann sökkti skipinu og nú mega farþegarnir bara drukkna.
Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 11:06
Er nokkur ástæða til að blanda HT í málið.
Geti menn ekki skipulagt mótmæli án HT, þá segir það ekkert um hann, bara dálítið um okkur hin.
Páll A. Þorgeirsson, 30.5.2009 kl. 11:58
Oh the irony......
Baldur Hermannsson, 30.5.2009 kl. 12:02
Sigurður hvernig líst þér á að bera kyndilinn og standa fyrir mótmælum fólksins? Af hverju á allt að standa og falla með Herði Torfasyni. Það er ekki alltaf hægt að standa á hliðarlínunni og krefjast...stundum verður maður sjálfur að taka af skarið og gera það sem manni finnst þurfa að gera. Að krefjast þess að einhver annar sjái um málin er ekki leiðin...nú verða allir sem tiltækir eru að leggja sitt af mörkum til að ná fram langþráðum breytingum. Bretta upp sínar eigin ermar og láta til sín taka.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.5.2009 kl. 13:35
Þetta er nú spurning um að hafa handritið, en ég hef reynsluna að hafa tekið þátt í leikritinu sem einn leikenda. Nú er búið að sýna okkur myndina frá Argentínu og svo sá ég líka svona mynd frá Lettlandi. Þegar gögnin um Austurþýsku leyniþjónustuna voru gerð opinber kom í ljós svona leikritahandrit sem notuð voru í uppákomum í Vesur-Þýskalndi. Þar mátti líka drepa. Nú þarf að skipta út óvinunum og setja nýja inn. Það þarf nýja leikara í aðalhlutverkin, nýja kóra, nýja potta og nýjar pönnur. Bara nú verður erfiðara að fá almenning til þess að taka þátt í leikritinu án þóknunar.
Mér fannst Hörður Torfa alltaf vera sannur í list sinni og nýtur virðingar sem slíkur. Ég á enn eftir að sjá að hann hafi bara verið aumur flokksauður. Það kemur í ljós hvort Hörður kemur í leitirnar.
Sigurður Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 14:27
Aumur flokksauður er fínt orð þegar það á við. Hvað er annars að frétta af bæjarmálunum í Kópavogi?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.5.2009 kl. 18:35
Ég þakka það mikla traust sem mér er sýnt, með þeirri hvatningu að taka við við að stýra Röddum fólksins í komandi búsáhaldabyltingu no. 2. Held samt að Kjartan sé að láta liggja að kandídötum í þessa stöðu og þá hljóta það að vera Gunnar Birgisson sem lætur jú verkin tala, eða þá Guðríður Arnardóttir sem hefur mikla reynslu af mótmælum og með ómetanleg fjölmiðlatengsl. Treysti þeim báðum í verkefnið.
Mér eyddi einni færslu, en þar sagði bloggari frá því að skömmu eftir að Hörður Torfa hvarf, hafi fundist bein í Byltingarherberginu í Alþingishúsinu. Ég eyddi þessari færslu. Þá bætti hann við að síðar hafi komið í ljós að þetta hafi verið kjúklingabein og því ekki af Herði. Eyddi þessari færslu líka. Hörður verður að koma í leitirnar, árlegir hljómleikar hans mega alls ekki falla niður. Hörkufínn trúbador hann Hörður.
Sigurður Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 23:16
Sigurður minn... Hinir árlegu tónleikar Harðar Torfasonar verða væntanlega í haust eins og venjulega. Hann hélt aukatónleika í mars sl. til að reyna að bæta sér upp tekjutap vetrarins. Hann var nefnilega upptekinn í allan vetur af því að standa fyrir mótmælafundum. Það var meiri vinna og meira álag en nokkur getur ímyndað sér sem ekki hefur reynt sjálfur.
Raddir fólksins héldu áfram að mótmæla þar til mæting á fundina lognaðist út af (á síðasta fundinn mættu ekki nema um 40 manns) - eða þar til að mig minnir í mars. Talsvert löngu eftir að nýja stjórnin tók við. Þá var fólkið sem staðið hafði að fundunum orðið ansi lúið og þurfti að sinna ýmsum málum sem þurft höfðu að sitja á hakanum í allan vetur - sumum aðkallandi.
Ef einhver(jir) vilja mótmæla, sem raunar er ekki vanþörf á, er um að gera að hafa frumkvæðið að því eins og Hagsmunasamtök heimilanna gerðu síðasta laugardag. Varst þú þar? Öllum er frjálst að standa fyrir mótmælafundum. Það þarf ekki Hörð Torfason til.
Ég legg til - eða réttara sagt tek undir tillögur annarra hér að þú takir á þig rögg sjálfur og efnir til mótmælafunda. Við þurfum t.d. að mótmæla íhlutun AGS, háum stýrivöxtum, verðtryggingu lána, krefjast stjórnlagaþings, þrýsta á persónukjör - og svona mætti halda áfram.
Þú getur sjálfur valið stað og stund, haft dagleg mótmæli, vikuleg... hvað sem þér dettur í hug. En mundu bara að hafa samráð við lögregluna til að loka götum og... ja, ekki beint að veita leyfi en samráð er nauðsynlegt. Gættu að því að ef þú leigir sendibíl fyrir svið og hljóðkerfi þá kostar það um 2-300.000 hvert skipti svo þú skalt muna eftir söfnunarfötunum. Svo skaltu taka frá mikinn tíma í viku hverri fyrir fjölmiðlaviðtöl, skipulagsfundi með samverkamönnum, til að svara endalausum straumi símtala frá fólki sem vill öðruvísi mótmæli, aðrar áherslur, skamma þig fyrir linku og aumingjaskap, hrósa þér fyrir framtakið o.s.frv. Gerðu líka ráð fyrir heilmiklum tíma í að lesa allan tölvupóstinn sem streymir til þín og sumum verðurðu einfaldlega að svara. Svo skaltu búa þig undir þó nokkrar svefnlausar nætur í hverri viku vegna áleitinna pælinga um næsta fund, ræðumenn, kröfur, áherslur - "er ég á réttri leið eða rangri", spyrðu sjálfan þig.
Að lokum geturðu búist við því að missa vinnuna af því þú sefur á vaktinni vegna þreytu, sinnir ekki starfinu sem skyldi af því þú ert annars hugar - eða bara að vinnuveitandinn kæri sig ekkert um að hafa mann í vinnu sem stendur fyrir mótmælafundum - hvað svo sem þeir ganga út á.
Ég mæti.
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:42
Ég gleymdi einu:
Búðu þig undir að vera spyrtur við alla stjórnmálaflokka. Eftir dyntum og hentugleikum gagnrýnenda hverju sinni. Það þýðir ekkert fyrir þig að mótmæla því allir aðrir vita miklu betur en þú hverjar þínar pólitísku skoðanir eru og hvaða flokka þú aðhyllist. Þú getur líka vænst þess að vera sagður á launaskrá hjá þeim. Og þá krossar hver við þann flokk sem honum sýnist og hlustar ekkert á neinar mótbárur.
Gerðu líka ráð fyrir að missa vinnuna út af þessu - eða jafnvel vinina.
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:45
Sæl Lára mín. Ekki geri ég lítið úr vinnu Harðar Torfasonar varðandi útifundina. Þykist þekkja allvel til hvað til þarf, þó að lýsing þín sé afar góð fyrir sporgöngumenn Harðar. Stjórnvöld brugðust fyrst og fremst í því að upplýsa þjóðina um stöðuna og aðgerðir og það kallaði á óánægju, sem nú er að magnast upp af sömu ástæðum.
Löngu fyrir búsáhaldabyltinguna var fyrirséð hvert stefndi, samt rumskuðu ráðamenn ekki. Ráðgjöf hafði engin áhrif. Göran Person hafði reynslu í því að vinna sig út úr svona kreppu. Hann varaði við kosningum. Samt fórum við í kosningar. Öllum var ljóst að ganga yrði í mjög erfiðar aðgerðir þegar líða tæki á árið. Eina leiðin til þess að stjórnmálaflokkarnir hafi þor til þess að taka á þeim málum án þess að skekkja flokkapólitíkina, var að mynda þjóðstjórn. Það var ekki gert, og því stöndum við frammi fyrir ónógum aðgerðum og slakri upplýsingagjöf. Stjórnarflokkarnir eru þegar farnir að finna fyrir því að vinsældir þeirra fara ört dvínandi. Það er jafnljóst nú og var í vor, að jarðvegurinn fyrir næstu búsáhaldabyltingu er kominn. Nú er ekki tíminn fyrir flokkapólitík, heldur samstilltar aðgerðir. Samt reiknar enginn með að stjórnmálamennirnir okkar breyti til. Raddir fólksins hafa hins vegar ekki þagnað.
Sigurður Þorsteinsson, 31.5.2009 kl. 00:12
Ég bíð þá eftir að þú auglýsir mótmælafund og eins og ég sagði hér áður - ég mæti. Við höfum nægu að mótmæla - eða krefjast ef við köllum þetta kröfufundi. Eða standa saman um ef við köllum þetta samstöðufundi. Allt eftir "smag og behag."
Ég er alveg sammála þér um upplýsingaskortinn. Hann var algjör hjá hrunstjórninni, bráðabirgðastjórnin var öllu skárri og sú sem nú situr sinnir upplýsingagjöf alls ekki nógu vel. Að minnsta kosti ekki fyrir minn smekk. Við vitum jú að verið er að rannsaka mál hjá Rannsóknarnefnd, Efnahagsbrotadeild, Fjármálaeftirliti og Sérstökum saksóknara - en upplýsingar um mál og gang þeirra eru af skornum skammti. Leynd er skiljanleg upp að vissu marki, en til að fá þjóðina með sér verður ríkisstjórnin að upplýsa um miklu meira en gert er. T.d. um stöðu þjóðarbúsins, samvinnu við eða stjórn AGS og fleira og fleira. Stjórnin stendur sig illa í upplýsingagjöfinni. Hvað sem sagt var forðum þá er fólk ekki fífl - a.m.k. ekki allir - og við VITUM að verið er að leyna okkur mikilvægum upplýsingum. Mótmælum því.
Raddir fólksins fóru fram á utanþingsstjórn, ekki þjóðstjórn. Það var þeirra mat að ekki væri á flokkana treystandi og utanþingsstjórn væri skásti kosturinn. Ég er ennþá á þeirri skoðun að skipa hefði átt utanþingsstjórn a.m.k. fram á haustið. Kosningar í vor hefðu kannski virkað ef boðað hefði verið til þeirra í nóvember. En það var ekki gert eins og við vitum.
Ég er sammála því að flokkapólitík á ekki við núna. Alls ekki. Samt er þrasað á flokkspólitískum nótum á þinginu og eina undantekningin er Borgarahreyfingin.
En geturðu sagt mér hvenær var viðtal við Göran Persson í sjónvarpinu? Ég er búin að leita dyrum og dyngjum í lagernum mínum og finn ekkert viðtal við hann. Manstu í hvaða þætti það var - eða var það í fréttum?
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.5.2009 kl. 00:35
Göran Person kom hér að mig minnir rétt um 10-12 desember, viðtalið við Göran Person var á RÚV 16 desember 2008, svo voru viðtöl við hann í Mbl. og víðar.
Sigurður Þorsteinsson, 31.5.2009 kl. 08:27
Sænski krataforinginn Göran Persson var hér og sagði margt spaklegt. Hann lauk sérstöku lofsorði á Davíð Oddsson og benti á hvílíkt lán það væri fyrir Ísland að hafa jafn snjallan mann í starfi seðlabankastjóra. Hann minnti á reynslu Svía af bankahruni, sem varð fyrir ca 2 áratugum og hvatti Íslendinga til þess að taka versta skellinn strax - ekki bíða átekta eins og varð ofan á hérlendis.
Baldur Hermannsson, 31.5.2009 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.