Sterkar grunnstoðir Íslands.

Við skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á möguleikum íslensku þjóðarinnar að ná sér út úr þeim erfiðleikum sem við nú erum í, var helsti styrkleiki okkar, sterkar grunnstoðir Íslands. Atvinnuþátttaka var mjög mikil miðað við aðrar þjóðir. Þjóðin ung og vel menntuð. Þá áttum við til auðlindir m.a.  fisk,orku, og vatn.

Með þessa styrkleika er efnahagslífið keyrt niður. Hamast er á að telja þjóðinni trú um að hér sé bullandi verðbólga, þegar hér er engin undirliggjandi verðbólga, og einu hækkanir sem hér eiga sér stað á vöru og þjónustu, stafa af lækkun á gengi og hækkun á opinberum álögum. Samt er talað um að hér ríki verðbólga. Þegar leitað er skýringa þá fara menn undan í flæmingi og tala um hækkanir á verðlagi síðustu 12 mánuði, sögulega verðbólgu, sem hefur jafn mikið með verðbólgu að gera og að skoða hitastig á landinu með því að skoða meðalhita mældan frá áramótum. Þetta er síðan látið réttlæta 12% stýrivexti, sem keyrir atvinnulífið niður.

Samdráttur í efnahagslífinu, sem aukinn er með stjórnvaldsákvörðunum, veldur því að atvinnuleysi eykst og þar með veikist möguleiki þjóðarinnar að rífa sig upp úr öldudalnum. Stjórnvöld gefa síðan út að atvinnuleysi aukist meira en álætlanir hafi sagt til um. Ef ríkisstjórnin gerir ekkert fram á haustið mun atvinnuleysið aukast enn frekar, og þá verður sjálfsagt sagt að það sé einnig umfram það sem áætlanir sögðu til um.

 Hér var um 6% atvinnuleysi um 1992, það kallaði á mikla ólgu meðal þjóðarinnar. Svona lítil þjóð á ekki að þurfa mikið atvinnuleysi og mun ekki sætta sig við slíkt ástand. Ef ekki verður gripið til samræmdra aðgerða, þá gæti atvinnuleysið verið komið í 14-16% með haustinu og þá er mikil hætta á nýrri búsáhaldabyltingu.

Helsta vonin er að Alþýðusambandið og Samtök Atvinnulífsins virðast vera að vinna vinnuna sína og vel það. Á milli forystumanna virðist ríkja traust. Það lofar mjög góðu. Ný störf verða ekki sköpuð í opinbera geiranum, í sveitarfélögunum eða hjá ríkinu. Þar verður bara skorið niður. Ný atvinnutækifæri koma úr grasrótinni og þá þarf að ríkja traust milli aðila og kalla fram bjartsýni. Til þess þarf hvatningu og örvun sem nú vantar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband