Laskaður forseti

Ég veit að það þykir ekki fínt í dag að hafa stutt Ólaf Rangar Grímsson til forseta, en ég gerði það samt. Held að Ólafur hafi gert margt vel og farið óvenjulegar leiðar. Margt af því sem hann hefur beitt sér fyrir hefur skilað sér til aukinna tengsla og til þess að efla íslenskt þjóðlíf. Í ljósi sögunnar held ég að afgreiðsla forsetans á fjölmiðlafrumvarpinu verði metið sem ,,pólitísk mistök" og afgreidd sem núningsviðbrögð milli hans og Davíðs Oddsonar. Ólafur Ragnar veðjaði á útrásarvíkingana og tapaði. Hann er því nú ótrúverðugur sem leiðtogi til þess að leiða þjóðina út úr þeim erfiðleikum sem við nú erum í og lætur því lítið fyrir sér fara. Það er sagt að stjórnandi sem tekur meira en 51% af sínum ákvörðunum sem flokkast undir að vera réttar teljist vera mikilmenni. Ólafur nær því sennilega ekki. Hins vegar er spurningin hvort ekki sé tími til komin fyrir þjóðina að leggja sveðjunum og hnífunum og fara að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem við sannarlega erum í. .... og taka Ólaf Ragnar Grímsson aftur í sátt.  


mbl.is Forsetinn hefur aldrei „hitt þennan mann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Ólafur á að viðurkenna tengsl sín við spillinguna á Íslandi og axla ábyrgð og segja af sér srtax.

Ingvar

Ingvar, 11.6.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þjóðhöfðingi sem lætur lítið fyrir sér fara undir þeim kringumstæðum sem þjóð hans býr við í dag á að segja af sér tafarlaust. Hann er ekki það "sameiningartákn" sem þjóðin þarf á að halda á þessum neyðartímum. Forsetaembættið hefur sett niður og það verður erfitt að rökstyðja það að halda þessum embætti uppi áfram með almannafé.

Við erum hvort eða er að nálgast það að vera hluti af breska common veldinu með Icesave samningunum þannig að við getum allt eins litið á Elísabetu II sem okkar þjóðhöfðingja.

Guðmundur St Ragnarsson, 11.6.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála Ingvari og Guðmundi St. Tilgangslítið embætti og sóun á almannafé.

Björn Jónsson, 11.6.2009 kl. 16:48

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Til þess að embættið virki að nýju þarf að skapa nýja umgjörð. Ólafur hefur í þessu umróti eitthvað misst taktinn.

Sigurður Þorsteinsson, 11.6.2009 kl. 21:37

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sýnir sig einmitt best í þessu árferði að maðurinn er gersamlega úr takt við þjóð sína.  Á tafarlaust að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu og segja af sér. 

Nýjan forseta STRAX !!!

Sigurður Sigurðsson, 12.6.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Zmago

Það var stórslys þegar þessi maður var kosinn  forseti lýðveldisins. Alveg sama hvar á er litið. Sem stjórnmálamaður hafði hann rekist um sem hugsjónalaust rekald og selt sig hæstbjóðanda hverju sinni, sem flokkaflakk hans ber vitni um. Það vissu allir sem vildu vita að það yrði aldrei sátt um hann í forsetaembættinu.  Hann hóf peningaeyðslu  í áður óþekktar víddir og hefur komið óorði á embættið með því að vera einskonar opinber klappstýra útrásarvíkinganna.

Að mínu mati hefur Ólafur Ragnar Grímsson sett svo svartan blett á embætti forseta Íslands að helst vildi ég sjá það lagt niður, og skyldum þess dreift á aðra aðila. Snobbið má missa sig.

Zmago, 14.6.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband