14.6.2009 | 09:46
Garðyrkjustóriðja?
Er það raunhæft að byggja hér upp ræktun á grænmeti í stórum stíl með áherslu á rafmagnslýsingu? Þessu hefur verið slegið fram, en málið virðist ekki hafa verið krufið, hvorki í fjölmiðlum eða á opinberum vettvangi. Þetta mál hefur örugglega verið skoðað í stofnunum samfélagsins sem ættu að vera að skoða atvinnuuppbyggingu. Fyrir nokkru átti ég spjall við garðyrkjubónda og það kom mér mikið á óvart þegar hann sagði mér að hann borgaði hærra rafmagnsgjald fyrir gróðurhúsið, en til eigin heimilis.
Það væri áhugavert að einhver fjölmiðlanna tækju þetta mál og fjölluðu um hversu raunhæfir möguleikar okkar eru á þessu sviði.
Styrkir innlenda matvælaframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Vatnið og hreinleikinn á Íslandi er ómetanlegt. Í sumum löndum er skólp hreinsað sjö sinnum til að hægt sé að drekka það. Er ekki viss um hvað vatnið er hreinsað oft til að vökva ræktun.
Íslenskt grænmeti er nánast lífræn ræktun af bestu gæðum í heiminum. þetta er ein af mörgum gullkistum Íslands. Verðum að styðja við garyrkjubændur. Megum ekki láta orkuveitu þjófana eiðileggja þann möguleika.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2009 kl. 11:04
Ég hef sagt í mörg ár að þegar við stöndum á kambabrún eigi að blasa við okkur upplýst gróðurhús svo langt sem augað eygir og okkur eiga að mæta trukkar í massavís á leið til Keflavíkurflugvallar, fullir af afurðum.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 13:02
Mikið er ég sammála þessu og vonandi taka einhverjir með meira vit en ég á þessu upp á því að skoða þetta fyrir alvöru. Er svo sannfærð um að við gætum ræktað svo miklu fleiri tegundir ef gróðurstöðvarnar fengju rafmagnið á svipuðu verði og álið.
Kidda (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 15:55
Nefndin mun víst hafa hliðskipað Spánverjum allan lávörugrænmetismarkaðinn í ES. Má nú kaupa lávörugrænmeti t.d. frá Almeríu á Íslandi. Grænmetisframleiðsla Dana er ekki upp á marga fiska í dag.
Nefndin í ES mun einnig sjá fyrir sér sameiginlegt orkuflæði net um alla álfuna, þar sem dreifing er boðin út á hverri efnahagseiningu [Seðlabanka léni] eða skipt niður á 3 samkeppniaðila. Nefndin mun svo tryggja orkuverð inn í netið það lægsta hugsanlega á hverjum tíma til að styrkja samkeppnifærni fullframleiðslunnar og hátækninnar á meginlandinu. ES er nú í samkeppni við Kína, Indland,....
Þeir sem eru innvígðir skilja að daga ódýrrar raforku og gefins eðalvatns til Íslenskra launaþræla er senn á enda. Því þetta skekkir búsetusamkeppni sjónarmið ES. Sama grunn orkuverð um alla Sameininguna. Er sjálfsögð réttlætiskrafa hjá innlimuðum ríkjum ES og Íslenskum krötum.
Við þurfum að segja upp regluverkinu sem fyrst og gefa alþjóðasamfélagin skýr skilboð um að Ísland ætlar ekki að einangrast í ES [Gömlu geldu Nýlenduveldin] sem innhalda 9% heimsbyggðarinnar. EFTA borgar sig ekki heldur lengur þegar ES er orðin svona dýr.
Alþjóða auðhringir eins og Álverið í Straumsvík eru spes verkefni Nefndarinnar í Brussel sem hliðskipar með tilliti til hagsmuna heildar meðlimaríkjanna.
Allt þetta má lesa út úr samningunum ES sem nú eru runnir saman í eina risastjórnskipunarskrá . Auðvitað verður sá sem les að vera yfirmeðalgreind og fæddur á meginlandinu. Menn sjá og heyra ekki það sem þeir þekkja ekki.
Júlíus Björnsson, 14.6.2009 kl. 20:06
Nokkuð ljóst að ef að vaðið verður af stað í þetta á svipaðann hátt og farið var í laxeldið og loðdýraræktina á sýnum tíma, verður þetta flopp á svipuðum nótum. Annars er engin spurning að fara að huga að því að búa garðyrkjubændum lífvænleg skilyrði og gefa þeim næði til að byggja upp þennan atvinnuveg.
smg, 14.6.2009 kl. 21:47
Maður sem starfaði áratugum við loðdýrarækt í Danmörku sagði mér að stærstu mistök Íslendinga hefðu verið þau að halda að það væri bara hægt að hoppa sisvona inn í loðdýraræktina með enga reynslu að baki.
Hann sagði að greinin væri þannig að áratuga reynsla væri nauðsynleg til að vera samkeppnishæfur.
Ómar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 21:53
Ef við byrjum á því að lækka raforkuverðið til garðyrkjunnar er það gott fyrsta stig. Hins vegar er ég sannfærður um að þarna eigum við góða möguleika.
Sigurður Þorsteinsson, 14.6.2009 kl. 21:55
Skoðaði risagróðurhús í Bretlandi nú um daginn, þar sem þeir hafa grafið stærðar tjarnir til að safna vatni. En þar er vatnið dýrt. Bloggaði um þetta og sendi link á frétt frá BBC
kveðja Rafn.
http://corvo.blog.is/blog/corvo/entry/892316/
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 22:02
Ómar, við erum ekki að tala um neina allsherjarlausn. Það er hins vegar komin ákveðin reynsla og þekking hér innanlands. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að lækka raforkuverðið til þessara aðila innanlands og leyfa þessari atvinnugrein að þróast. Ef markaður er fyrir þessar vörur erlendis er það áhugavert og ber að skoða.
Sigurður Þorsteinsson, 15.6.2009 kl. 07:21
Það ætti að vera forgangsmál að lækka raforkuverð til gróðurhúsabænda.
Árni Gunnarsson, 17.6.2009 kl. 12:56
Spánverjar sjá um að framleiða Tómata í ES. Pólverjar halda utan alifuglarækt. Hliðskipunarmarkmið ES Nefndarinnar. Ætli ráðstjórnarútibúið á Íslandi skynji ekki framtíðina betur en við sem erum ekki með annan fótinn í Brussell.
Þjóðarvilji er fyrir því að lækka raforkuverð til lífvænnar framleiðslu hollustu sem nýtist þjóðinni allri. Þessi vilji virðist vera glæpur hjá ráðamönnum síðustu 30 ár?
Júlíus Björnsson, 17.6.2009 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.