29.6.2009 | 20:44
Þjóðaratkvæðagreiðsla
Eitt af því sem núverandi ríkisstjórn ætlaði að gera var að auðvelda aðgang þjóðarinnar að ákvarðanatöku. Var ekki verið að tala um 15% viðmið í því sambandi? Nú er stórmál í gangi og ef ekki þjóðaratkvæðagreiðsla nú, hvenær þá? Í stað þess að neyða þá stjórnarþingmenn að greiða atkvæði gegn samvisku sinni, er gráupplagt að leyfa þjóðinni að segja sína skoðun. Nú reynir á lýðræðisást Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Getum staðið við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Sæll. Það verður enginn þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-samningin það hentar ekki þeim sem nú stjórna.
Rauða Ljónið, 29.6.2009 kl. 20:52
Þeir hugsa þá ekki mikið um hvað hentar þjóðinni best og meirihlutinn vill.
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2009 kl. 22:03
Voru það ekki Sjálfstæðismenn sem komu í veg fyrir stjórnarskrárbreytingar nú rétt fyrir kosningar þannig að hægt væri að vera með þjóðaratkvæðagreiðslur?
Sigurður Haukur Gíslason, 29.6.2009 kl. 23:14
Skrítið að menn halda að ríkisstjórnin treysti ekki þjóðinni til þess að meta hvað henni er fyrir bestu.
Ef Sjálfstæðismenn stöðvuðu frumvarpið, er þá nokkuð annað að gera en dusta rykið af því núna. Ef þjóðaratkvæðagreiðsla á við þá á það við um Icesave og aðildarumsón um ESB.
Sigurður Þorsteinsson, 29.6.2009 kl. 23:26
Það þarf að efna til kosninga ef breytingar á stjórnarskrá eiga að taka gildi. Ég sé nú ekki að núverandi stjórnarflokkar boði til kosninga nú.
Sigurður Haukur Gíslason, 29.6.2009 kl. 23:34
Ef mig misminnir ekki þá snérust stjórnarskrárbreytingarnar sem XD var á móti ekki um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það þurfti aldrei að breyta stjórnarskránni í því skyni.
Kolbrún Hilmars, 29.6.2009 kl. 23:47
Kolbrún, þig misminnir. Lestu þetta.
Sigurður Haukur Gíslason, 29.6.2009 kl. 23:59
Sigurður, ég er jafnnær eftir fréttatilvísunina þína - en stjórnarskráin, eins og hún er/var, fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslur eins og sjálfsagðan hlut; bæði í 11.grein og 26.grein. Hvaða breytingar vildi þáverandi minnihlutastjórn gera á stjórnarskránni varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu?
Kolbrún Hilmars, 30.6.2009 kl. 00:22
Um þetta snerist málið:
- Að afnema varanlega vald til að gefa eða selja einkaaðilum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.
- Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli kosninga með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.
- Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði um hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga.
Sjálfstæðisflokkurinn var á móti öllum þessum breytingum á stjórnarskráni og Björn Bjarnason var tilbúinn að halda þúsund ræður til að stöðva þessar breytingar.Sigurður Haukur Gíslason, 30.6.2009 kl. 00:54
Sigurður Haukur, lestu frumvarpið um breytingar á stjórnarskránni. Þar er hvergi talað um að færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá heldur þingmönnum. Varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur er sérstaklega tekið fram í frumvarpinu að ekki megi halda þjóðaratkvæði um lög sem varða þjóðréttarlegar skuldbindingar.
Ríkisstjórnin hefur annars í hyggju að setja lög um ráðgefandi þjóðaratkvæði og verður frumvarp þess efnis lagt fyrir þingið bráðlega. Tilgangurinn með því er að sögn að gera þjóðinni kleift að segja álit sitt á stórum málum. Hvað er því til fyrirstöðu að það verði gert varðandi Icesave þegar lögin hafa tekið gildi sem væntanlega er ekki langt í að gerist??
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 09:39
Hér má lesa frumvarpið: http://www.althingi.is/altext/136/s/0648.html
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 09:40
Hjörtur! Hér kemur texti úr frumvarpinu.
80. gr. laganna orðast svo:
Alþingi skal láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög eða málefni sem varðar almannahag ef 15 af hundraði kjósenda krefjast þess. Atkvæðagreiðslan skal fara fram innan þriggja mánaða frá því að staðfest krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu liggur fyrir.
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er bindandi þegar hún fjallar um gildi tiltekinna laga og meiri hluti gildra atkvæða er fylgjandi tillögu sem borin er upp, þó minnst 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá. Þó er ekki hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.
Nánari reglur um málsmeðferð varðandi kröfu kjósenda og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar skulu settar með lögum.
Ef þessi texti var ekki nógu góður af hverju settust þið Sjálfstæðismenn ekki niður með stjórnarflokkunum og reynduð að finna lausn í stað þess að hóta að flytja þúsund ræður.?
Það hefði komið sér vel fyrir ykkur núna.
Sigurður Haukur Gíslason, 30.6.2009 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.