2.7.2009 | 22:41
Stjarnan - KR
Fór á Stjörnuvöllinn í kvöld til þess að sjá Stjörnuna taka á móti KR. Stjarnan hefur verið að spila firnagóðan bolta á sama tíma og KR ingar hafa átt afar misjafna leiki. Átti von á jöfnum leik. Í byrjun átti Stjarnan heldur meira í leiknum en þeir leituðustu of mikið við að spila boltanum frá vörninni með löngum sendingum fram í stað þess að færa boltann upp í gegnum miðjumennina. KR ingar réðu vel við þetta og því var ekki mikil ógnun við mark KR. Á 31 mínútu er dæmd vítaspyrna á Bjarna markvörð Stjörnunnar, sem úr áhorfendastúkunni virkaði mjög vafasamur dómur. Eftir þetta var jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik hafði Stjarnan heldur undirtökin í leiknum, en KR ingar voru hættulegri í vítateignum. Á lokamínútu leiksins jafnaði Stjarnan eftir mikla pressu. Sjálfsagt sanngjörn úrslit. Spil Stjörnunnar olli mér örlitlum vonbrigðum. Of mikið af löngum sendingum í stað þess að láta boltann fljóta. Stjörnunni hefur farið mikið fram sem liði milli frá því í fyrra. Þá var liðið í ákveðnu basli með að fara upp, en nú er liðið sannarlega eitt af 3 bestu liðum deildarinnar. Þessi leikur var ekki einn af bestu leikjum liðsins í sumar. Það að ná jafntefli þegar lítið gengur upp, er styrkleikamerki. Daníel Laxdal er einn besti leikmaðurinn í Íslandsmótinu að þessu sinni, ótrúlega öruggur leikmaður. Það var hrein unun að sjá hvernig hann hirti boltann af Prinsinum trekk í trekk. Daníel er leikmaður sem er kominn í landsliðsgetu og hlýtur að fá tækifæri fyrr en seinna. Spilamennska Stjörnunnar hentaði hins vegar ekki leikmönnum eins og Ellert Hreinssyni sem sýndi snilldartakta á móti Val. Hjá KR fannst mér Björgúlfur oft sýna flotta takta. Í heildina finnst mér hins vegar KR liðið ekki að vera að sýna neinn topp fótbolta. Skókarleikur er allt of tilviljanakenndur og ekki sannfærandi. Það er eitthvað að hjá KR, félagið er of öflugt til þess að vera ekki með betra lið. Fótboltinn líður fyrir það.
Það var samt gaman á vellinum, mikið fjör, góð stemming. Sannarlega ferðarinnar virði.
Tryggvi tryggði Stjörnunni stig á síðustu stundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Flott skýrsla hjá þér.
Ævintýrið hjá okkur Garðbæingum heldur áfram!
Lifi fótboltinn.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:23
Gaman að sjá að áhugi fyrir knattspyru er að aukast í Garðabænum. Ég var á leiknum líka þó ég hafi verið hinum meginn í stúkunni við þig. Ég ætla því að vera ósammála þér í greiningunni á leiknum. Þó svo Stjarnan hafi staðið sig vel í sumar þá áttu þeir engin svör við sterkri vörn KR í gær og miðja KR hélt uppi mikill pressu og neyddi Stjörnuna til að fara í löng spörk fram á við og slíkt er aldrei sniðugt á mótri hárri og sterkri vörn. Það ekkert athugavert við vítið og meira að segja sjónvarpsspekingar stöð 2 sport töldu þetta klárt víti. Þetta var skemmtilegur leikur og stemmingin var góð á vellinum og aðstæður bara allt í allt fínar. Var jafntefli sanngjörn úrslit? Það fannst mér ekki enda var KR miklu betri allan leikinn en svona er boltinn og kannski verst að KRingurinn Tryggvi Bjarna skuli hafa skorað þetta mark. Samt gaman að sjá nýtt lið koma fram og standa sig jafn vel og Stjarnan.
Ég þakka fyrir gestreisnina í gær og óska ykkur alls hins besta í sumar, nema á móti KR:)
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 16:26
Vilhjálmur eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpinu virðist klárlega vera um víti að ræða. Bjarni Jóhannsson sagði að það hafi verið of mikið stress hjá báðum liðum, og það getur skýrt ástæðuna fyrir því að hreyfanleikinn var of lítil hjá liðunum, sérstaklega hjá Stjörnunni. Bæði lið geta spilað betri bolta. Hins vegar var gaman á vellinum engu að síður.
Sigurður Þorsteinsson, 3.7.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.