Sérfræðiþekkingin afþökkuð!

Fyrir rúmum þremur árum hitti ég gamlan nemanda minn. Hann og kona hans höfðu verið í sérfræðinámi í Bandaríkjunum, en nú fengið vinnu hér heima. Þau höfðu fjárfest í húsnæði og lífið blasti við þeim. Í dag mætti ég þessum nemanda mínum aftur og þá höfðu aðstæður breyst eins og hjá mörgum öðrum. Kona hans hélt vinnunni en lækkaði umtalsvert í launum og hann hafði misst vinnuna. Þar sem sérfræðimenntun hans hefði átt að nýtast vel við núverandi aðstæður fór hann milli stofnana hjá ríkinu og hjá sveitarfélögunum. Allsstaðar fékk hann sama svarið. Við höfum aðila sem sjá um þetta mál hjá okkur. Oft á tíðum voru það aðilar sem höfðu enga menntun á þessu sviði.

Þegar þú ætlar að byggja hús, þá þarf verkfræðingur að fara yfir útreikninga til þess að meiri líkur séu á að þeir séu réttir. Af hverju virða opinberir aðilar ekki fagþekkingu á öðrum sviðum? Er þetta hugsanlega skýringin á slökum samningi vegna Icesave, opinberir aðilar kunnu meira en sérfræðingar í samningagerð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerður Pálma

Þetta eru íslenskir þjóðhættir,  skýrir og GEGNSÆIR svona hefur undirbúningvinna að farsælu virðingarverðu lífi á Íslandi verið um áratugaskeið, engin stefna, enginn metnaður nema private og persónulegur, þessvegna sitjum við í þessari súpu, og það er ekki verið að undrbúa neina aðra uppskrift. Það þarf ekki flugpróf til þess að fljúga á Íslandi bara galla í stíl við litinn á áklæði sætisins.  

Gerður Pálma, 7.7.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Umhugsunarvert, það er kanski þess vegna sem leifi fékkst fyrir byggingu háhýsisins í Borgartúninu sem nú skyggir á innsiglingarvita sem staðsettur er upp í Sjómannaskóla

Jón Snæbjörnsson, 8.7.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Elle_

Kemur ekki á óvart Sigurður, miðað við seinagang og að því er virðist vanhæfni í ýmsum embættum, þar sem almenningur er oft bara þagaður í hel af þeim, sem hafa það verk að þjóna almenningi þó.  Líka man ég eftir þessu frá Andra Geir Arinbjarnarsyni:
http://andrigeir.blog.is/blog/andrigeir/entry/884007/

Elle_, 9.7.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband