13.7.2009 | 21:34
Gagnrýna Icesave-samning harðlega
Rúv var með þessa áhugaverðu fétt í kvöld. Bæti engu við. Alþingi getur ekki samþykkt þennan samning.
Seðlabankinn gagnrýnir Icesave-samningana harðlega og telur að samkvæmt samningnum geti lánið, þar með öll erlend lán ríkisins, gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga.
Lögfræðingar Seðlabankans gagnrýna Icesave-samninga harðlega í lögfræðiálit sem þeir hafa kynnt þingnefndum. Þeir telja að samkvæmt samningnum geti lánið sem tengist Icesave samningnum og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga.
Fulltrúar Seðlabankans kynntu tveimur þingnefndum í morgun greiningu sína á skuldastöðu og skuldaþoli ríkisins í tengslum við Icesave-samninginn. Þá var lögfræðiálit kynnt nefndunum þremur sem eru efnahags og skattanefnd og fjárlaganefnd. Seðlabankinn biður enn um að þær tölulegu upplýsingar sem gefnar eru séu ekki gerðar opinberar strax.
Í lögfræðiáliti Seðlabankans kemur fram að ekki var leitað til lögfræðinga bankans við samningsgerðina og hafa þeir því ekki áður gefið álit sitt, hvorki á ríkisábyrgðinni né Icesave samningum. Þeir benda á að ekki verði séð að nein tilvísun sé í samningnum til hinna umsömdu Brussel viðmiða um að taka tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og að íslenska ríkið virðist ekki eiga beinlínis rétt á að samningurinn skuli tekinn upp og endursamið. Þá kemur fram í lögfræðiálitinu að greiði fyrirtæki eins og Landsvirkjun eða Byggðastofnun ekki af lánum sínum hærri en 10 milljón pund, á gjalddaga, sem ríkið ábyrgðist, gæti Icesave-lánið og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið.
Í dag kom síðan önnur frétt frá RÚV.
Þingnefndir blekktar
Gagnrýni lögfræðinga Seðlabankans á Icesave-samninginn er persónuleg skoðun lögfræðinganna en ekki formlegt álit Seðlabankans.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir nefndirnar hafa verið blekktar með framferði lögfræðinganna.
Lögfræðingar Seðlabankans funduðu með utanríkismálanefnd í gær og gagnrýndu þar Icesave -amning ríkisstjórnarinnar harðlega. Í gærkvöldi fékk Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, bréf þar sem borið var til baka að þetta væri álit Seðlabankans og þessu lýst sem persónulegu áliti lögfræðinganna.
Árni segir að enginn í nefndinni hafi vitað annað en lögfræðingurinn talaði máli Seðlabankans í fundinum og gagnrýnir þessi vinnubrögð harðlega.
Árni segir það draga mjög úr trúverðugleika álitsins þegar einstaklingur komi fram og tali í nafni vinnustaðar sins, í þessu tilviki Seðlabankans, og komi svo fram síðar og segist ekki hafa verið að tala fyrir hönd stofnunarinnar. Hann segist velta því fyrir sér hvort menn séu þarna á einhverju einkatrippi.
Árni segir að vissulega hafi lögfræðingar rétt á eigin skoðunum en það megi þá ekki koma fram á vegum Seðlabankans.
Árni segir að þegar fólk komi fram í nafni Seðlabankans ljái það málflutningi sínum aukið vægi, það sé verið að blekkja þingnefndirnar með þessum hætti. Árni segist ekki vita hvort um pólitískan tilgang hafi verið að ræða með þessu lögfræðiáliti, hins vegar spyr hann sig hvort fólk átti sig á því að það sé ekki ennþá að vinna fyrir Davíð Oddsson.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Er ekki rétt að bæta þessu við:
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 11:42
Gísli bætti við fréttini í dag. Tel hins vegar að það sé full ástæða til þess að taka ekki á þessu máli af léttúð. Lögfræðingar Seðlabankans eiga að sjálfsögðu að skrifa greinargerðir í réttu nafni.
Sigurður Þorsteinsson, 14.7.2009 kl. 14:33
Gísli smá viðbót. Mér finnst þetta það stórt dæmi að þetta sé ekkert sérstaklega til þess að leika sér með. Sú gagnrýni sem framkvæmd þessara samningaviðræðna hefur fengið vekur upp ugg og upplýsingagjöfin í framhaldinu hefur verið verulega ábótavant.
Athugasemdir Árna Þórs Sigurðssonar fannst mér réttmætar, en þegar hann fór að blanda Davíð Oddssyni inn í þessa umræðu þá hvarf trúverðugleikinn algjörlega í mínum huga.
Sigurður Þorsteinsson, 14.7.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.