23.8.2009 | 15:19
Fundarstjórn Alþingis
Fundarstjórn Alþingis hefur vakið athygli í vetur. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Forseti Alþingis hefur ítrekað misnotað bjöllu forseta, þannig að fundarstjórn hefur sett niður. Það er ekki að ástæðulausu að embætti Forseta Alþingis er metið sem ráðherraembætti. Það skiptir mikli máli hvernig embættinu er beitt. Bjölluspil Ástu Ragnheiðar hefur gert embættið að aðhlátursefni.
Nú tók Álfheiður Ingadóttir við fundarstjórn á Alþingi og Tryggvi Herbertsson fór í ræðustól. Tryggvi sagðium vinnubrögð í Efnahags og skattanefnd væru ,,vítaverð". Álfheiður Ingadóttir gerði athugasemd við það orðalag. Þessi athugasemd fundarstjóra hefur ekkert með eðlilega fundarstjórn að gera heldur er hér um að ræða svokölluð ,,kennaraeinkenni" að ræða en þau felast í því þegar fyrrum kennarar tala niður til fullorðins fólks að ástæðulausu, þar sem kennararnir voru vanir að gera slíkt við yngri nemendur sína á árum áður. Þetta er líka þekkt hjá fundarstjórnum sem lítið kunna fyrir sér, en ofmeta sína litlu þekkingu. Þá verður útkoman oft sérstæð.
Það væri mikilvægt fyrir orðstý Alþingis að þær Ásta Ragnheiður og Álfheiður, héldi sig sem mest frá fundarstjórn Alþingis.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Ástu Ragnheiði var hins vegar greinilega skemmt yfir "ástandi" Sigmundar Ernis á "Ölþingi". Hún kankaðist á við Helga Bernódusson skristofustjóra þegar Sigmundur hélt úti sínu þvoglumælta tali og endurtók 5 sinnum í röð (ég taldi það!) ... snerist á augabragði..."
Fyllerí í ræðustól er greinilega ekki ámælisvert, enda engin lög um það að þú megir ekki tala undir áhrifum áfengis!
Flestir aðrir vinnustaðir hefðu látið viðkomandi taka pokann sinn!Haukur Nikulásson, 23.8.2009 kl. 15:38
Haukur. Hlutleysi er eitt af grundvallarþáttum góðrar fundarstjórnar. Nú veit ég ekki hvað olli framgöngu Sigmundar Ernis. Hafi það verið neysla áfengis, þá hefur fundarstjóri bæði heimild og vald til þess að stöðva umræður, vísa ræðumenni úr ræðustól og meina honum þátttöku í umræðunum.
Sigurður Þorsteinsson, 23.8.2009 kl. 16:22
þessar kerlingar eru að misnota vald fundarstjóra til ritskoðunar. Ef þær halda að þessi framkoma efli veg og virðing þingsins í augum almennings þá er það misskilningur. Þær sem harðast ganga fram í að klingja bjöllunni eru aðhlátursefni en ekki þeir sem aga á.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.8.2009 kl. 16:35
Þetta væri allt miklu einfaldara ef allir reyndu að komast að kjarna málsins og þannig stytt mál sitt.
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:12
Er þetta nú ekki ofsagt, Sigurður? Hvar í fundarsköpum Alþingis hefur forseti heimild til að vísa þingmanni úr ræðustól vegna þessa? Að vísu er ein grein sem skoða má:
59. gr. Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. Skyldi almenn óregla koma upp er það skylda forseta að gera hlé á fundinum um stundarsakir eða, ef nauðsyn ber til, slíta fundinum.
Ertu að tala um óreglu í þessu sambandi?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 12:13
varla kallarðu ölvun annað en óreglu.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 21:56
Gísli þetta með að gæta góðrar reglu hef ég alltaf skilið sem svo, að þingmanni beri að koma fram af virðingu. Þessi stjórnunarþáttur er mjög mikilvægur í stjórn allra funda. Ég held að flestum sé það ljóst að Sigmundur Ernir fór alvarlega yfir mörkin í framgöngu sinni á Alþingi. Hann á að biðjast afsökunar og fá áminningu. Það er miður því ég bind miklar vonir til þess að Sigmundur Ernir geti orðið mjög frambærilegur þingmaður.
Það er hins vegar alveg ljóst í mínum huga að fundarstjóri, í þessu tilfelli þingforseti Alþingis gerði alvarleg mistök að stöðva ekki þessa uppákomu.
Sigurður Þorsteinsson, 25.8.2009 kl. 20:55
Tryggvi Herbertsson notaði engin VÍTAVERÐ orð og bara valdstjóralegt og alls ekki við hæfi af Álfheiði að skipta sér af ræðunni hans. Lýsingin þín á kennara-einkennum er góð, Sigurður og afskipti konunnar VÍTAVERÐ.
Elle_, 30.8.2009 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.