Ámælisverð fundarstjórn

Sigmundur Ernir gerði mistök þegar hann kom í ræðustól Alþingis undir áhrifum áfengis. Það hefur örugglega áður verið gert, sem réttlætir ekki framgöngu Sigmundar. Hann hefði átt að fá tiltal vegna þessa eða áminningu. Það voru hins vegar alvarlegri mistök hjá honum að viðurkenna ekki mistök sín, og reyna að ljúga sig út úr hlutunum. Upptaka af atvikinu sýndu það mikið að tiltölulega auðvelt var að sjá hvers kyns var. Við það missir Sigmundur trúverðugleika, sem er mun alvarlegra en að fá áminningu. Sigmundur ætti að einbeita sér að leggja meira á sig í framhaldinu og standa undir þeim væntingum sem  til hans hafa verið gerðar. Trúi ekki öðru en hann geri það.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gerði hins vegar alvarleg mistök að stöðva ekki þessa uppákomu. Það að hún segi að hún hafi ekki tekið eftir neinu athugaverðu við framgöngu Sigmundar Ernis, er alvarlegt athugunarleysi. Það bætir ekki virðingu fyrir hanni sem þingforseta. Áður hafði hún sett niður þegar hún bjölluæfingar sínar fyrr í vetur. Þær sýndu að hún réð ekki við hlutverkið. Framganga Sigmundar Ernis virtist vera undir sterkum áhrifum. Framganga Ástu Ragnheiðar var það hins vegar ekki og í því ljósi ekki síður alvarleg.


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður. Það er stóralvarlegt mál að þingmenn séu fullir í ræðustóli á Alþingi, eða undir áhrifum eiturlyfja hverskonar. Alveg óásættanlegt. Það er þó sýnu verra þegar verið er að fjalla um og taka ákvarðanir um fjöregg þjóðarinnar, Icesave. Mér fannst viðkomandi þingmaður líka undarlegur þegar hann flutti sína jómfrúrræðu og hann baðst líka afsökunar á henni. Ef menn eru komnir í tímahrak með drykkju sína, vegna óheyrilega langs vinnutíma, ættu menn bara að taka sér frí og setja inn varamenn. Varla vandamál að kalla það veikindi. Það tók svo steininn út þegar maðurinn þrætti fyrir drykkjuna vitandi það að fullt af fólki hafði séð hann drekka í golfmótinu fyrr um daginn. Ég sá þetta ekki í beinni, bara í sjónvarpsfréttum, og með fyrirvara þá tek ég upp hanskann fyrir Ástu R. því það eru svo margir furðufuglar á þingi að hún getur varla verið að fella dóma hægri vinstri. Mér dettur nú í hug þegar einn góður þingmaður fór í pontu og fór að kyrja íslenska slagara  Hefði hún átt að vísa honum út og segja hann ölvaðan  En það eru margir á þessari skoðun þinni af mínum Facebook vinum. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.8.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

það var nú síðan aumkunarvert yfirklór á Ástu Ragnheiði að gera frammíköll annarra Alþingismanna að umtalsefni. Ég er að vísu á þeirri skoðun að frammíköll eigi ekki að líðast í þingsal en meint ölvun er langtum alvarlegri.

Það er hins vegar aðeins til ein ásættanleg lending í þessu máli, Sigmundur Ernir verður að segja af sér. Með þessum gjörningi og að reyna að ljúga sig út úr vandanum tortryggir ekki aðeins hann heldur alla aðra þingmenn.

Jóhann Pétur Pétursson, 27.8.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Kolla

Verð að viðurkenna að ég fylgdist ekki með jómfrúrræðu Sigmundar, en ef hann hefur þurft að biðjast afsökunar á henni líka þá er það dapurt. Verð að viðurkenna að ég átti von á að Sigmundur myndi standa sig vel, en hann hefur fyrst og fremst vakið athygli á fremur neikvæðan hátt.

Kenndi fundarstjórn í nokkur ár og geri miklar kröfur til forseta Alþingis. Ef við berum fundarstjórn Alþingis nú í vetur við marga ágætis fundarstjóra eins og Sólveigu Pétursdóttur eða Sturlu Böðvarsson þá stenst Ásta Ragnheiður þann samanburð afar illa. Vanur fundarstjóri hefði tekið á þessu máli mjög snarlega, hann á að gæta að heiðri samkomunnar.

Jóhann ég er sammála þér að mér finnst Ásta Ragnheiður gera óeðlilega lítið úr þessu máli. Frammíköll geta, ef þau eru rétt notuð lífgað fundi, s.s. frammíköll á breska þinginu. Slíkt getur hins vegar farið út í öfgar.

Afsökunarbeiðni Sigmundar er komin og hefði mátt koma án þess að reina að ljúga sig út úr málunum. Hins vegar hefði mér fundist hann mátt fá áminningu frá Forseta Alþingis.

Sigurður Þorsteinsson, 27.8.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Róbert Tómasson

Nítjánda holan getur reynst mönnum erfið, þegar svo er eiga menn að sjá sóma sinn í því að fara heim að lúlla en ekki að mæta á þing og sýna tilburði eins og Sigmundur, og ég er sammála því að fundarstjóri hefði átt að stöðva þessa vitleysu.  Skál, Bermúdaskál. hik

Róbert Tómasson, 28.8.2009 kl. 06:22

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Tek undir að það eru svo margir furðufuglar á alþingi að það má ekki á milli sjá hvort að þeir eru bara svona vitlausir eða fullir og svo hitt að Ásta Ragnheiður ræður ekki við þetta starf frekar en öll ríkisstjórnin við sitt verkefni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.8.2009 kl. 11:41

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hvað segiru var Sigmundur undir áhrifum ALÞINGIS ?  HAHAHAHAHHAHAHAHAAHHA

Brynjar Jóhannsson, 28.8.2009 kl. 13:14

7 Smámynd: Ragnar G

Blessaður Sigurður. Mér fannst meira fréttaefni að Sigmundur hefði verið í veislu hjá MP banka. Af hverju er alþingismaður og nefndarmaður í fjárlaganefnd í veislu hjá MP banka??

Ragnar G, 29.8.2009 kl. 22:32

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ragnar. Hvað menn gera í frítíma sínum og í boði hverra þeir spila golf er þeirra einkamál. Það er hinsvegar stóralvarlegt mál ef menn eru fullir á þingi og ekki síst  þegar rætt er um, og afgreitt frá alþingi, mál sem geta sett þjóðina á hausinn. Ég vil að við atkvæðagreiðslu á þannig málum verði tekin blóðprufa úr þingmönnum og kannað undir hvaða áhrifum þeir eru og setja lög um lyfjanotkun þar sem áfengisnotkun yrði bönnuð líka. Að Sigmundur skyldi þræta fyrir þetta eftir að hafa veríð í veislunni og auk þess í sjónvarpi sýnir bara hvaða álit hann hefur á þjóðinni. Sigurður. Hann baðst afsökunar á ýktri orðanotkun sem hann margendurtók og er kolvitlaus man ekki hvort það var " hvursu á þjóðin að gjalda" eða eitthvað álíka fáránlegt. :) kannski fullur líka þá. kveða Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 29.8.2009 kl. 22:57

9 Smámynd: Ragnar G

Kolbrún. En við erum búin að horfa á það í gegnum árin að alþingismenn og fl. ráðamenn þjóðarinnar þiggja gjafir og önnur fríðindi af stórfyrirtækjum. Við erum búin að horfa á forsetan vera í aftursætinu hjá útrásarvíkingunum valsandi um allan heim leitandi að fyrirgreiðslum með þessum afleiðingum sem við höfum orðið vitni að. Þess vegna er ég að benda á það að það er ekki sæmandi alþingismanni eins og Sigmundi að þiggja boð hjá banka eins og MP banka. Maðurinn er jú í fjárlaganefnd.

Ragnar G, 30.8.2009 kl. 12:46

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ragnar. Ég virði alveg þitt sjónarmið og það er líklega samhljóða áliti flestra í þjóðfélaginu í dag. Ég hef hinsvegar litið þannig á að maður getur tekið þátt í samfélagi sínu á heilbrigðan hátt án þess að misnota aðstöðu sína. Það eru ekki allir glæpamenn. Það er reyndar frekar smekklaust að þiggja slíkt boð undir þessum kringumstæðum og í ljósi þess að við ætlum jú að byggja upp nýtt Ísland og koma í veg fyrir tortryggni hverskonar. Hann hefur eflaust efni á að taka þátt í mótum sem kostar að taka þátt í. Ég hélt reyndar að þessi sukkmót væru úr sögunni enda rosalega 2007 eitthvað . Æ ég held ég sé bara sammála þér líka svona við nánari umhugsun Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.8.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband