1.9.2009 | 23:23
Er bloggumræðum miðstýrt?
Ég hef í allnokkurn tíma verið sannfærður um að bloggumræðum sé miðstýrt að hluta. Í dag var frétt á Mbl.is Meirihluti á móti ríkisábyrgð.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/01/meirihluti_a_moti_rikisabyrgd/
Tvær bloggfærslur skáru sig algjörlega út.
Magnús Helgi Björgvinsson
Fylgi ríkisstjórnarflokkana eykst!
Þriðjudagur, 1. september 2009
Þetta er nú það sem vekur meiri athygli í þessari könnun.
Eins vekur athygli að þeir eru helst á móti ríkisábyrgð sem segjast ekki hafa kynnt sér samningana. En um 40% segjast ekki hafa kynnt sér icesave samningana. Og þeir sem hafa kynnt sér málið vel voru frekar jákvæðari gagnvart ríkisábyrgð.
Og eins kemur fram í þessari könnun að meirihluti taldi að hagur okkar hefði verið verri ef við hefðum ekki samþykkt ábyrgð á icesave
En sem sagt framsókn er að dala í fylgi en furðulegt að 28,8% vilja aftur fá Sjálfstæðisflokkinn til valda. Þrátt fyrir allt sem
hefur gerst.
Síðan kemur færsla frá Gísla Baldvinssyni
Fylgi ríkisstjórnarinnar eykst
Alveg dæmalausir hjá Mbl.is Passa mjög vel með sinni sígildu þöggun að eftirfarandi komi fram:
Fylgi stjórnarflokkanna eykst meðal kjósenda samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. 49% styðja ríkisstjórnina; örlítið fleiri en þegar síðast var spurt. 27% segjast myndu kjósa Samfylkinguna 2% fleiri en síðast. 22% styðja Vinstri hreyfinguna grænt framboð 3% fleiri en síðast. Fylgi við Framsóknarflokkinn minnkar hins vegar um tvö prósentustig og er nú 15%. Fylgi við Borgarahreyfinguna minnkar jafn mikið og er nú 6%. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar óbreytt 29%. 2% myndu kjósa aðra flokka en þá sem eru á þingi. Gallup spurði tæplega 5 þúsund kjósendur um fylgi við flokkana og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Könnunin var gerð á síðustu fjórum vikum tæplega 60% svöruðu.
Sama fyrirsögn, sama myndskreyting, nánast sama innihald, á skjön við alla aðra sem blogga um fréttina. Tilviljun? Nei, þeir Gísli og Magnús, ásamt nokkrum félögum sínum virðast sammála um alla hluti. Þetta er FLOKKURINN, þar sem skoðanir FLOKKSINS eru skoðanir meðlimanna. Allir þingmenn Samfylkingarinnar studdu Icesave, án fyrirvara. Það voru lýðræðissinnaðir þingmenn í VG sem þorðu að hafa aðrar skoðanir en flokksformaðurinn.
Báðir þessir bloggarar Gísli og Magnús, flokksauðir Samfylkingarinnar fylgdu flokkslínunni alla leið Icesavemálsins í gegnum þingið. Töldu eðlilegt að Icesave yrði samþykkt í byrjun. Óséð og án fyrirvara. Minnihlutinn á þingi skipti ekki máli. Þegar í ljós kom að ekki var meirihluti fyrir því, þá átti að reyna að ná samstöðu allra þingmanna. Þá var allt í einu þörf fyrir samráð. Síðan kom gagnrýni úr þjóðfélaginu frá sérfræðingum þá var gert lítið úr slíkum ábendingum.
Skyldu þessir flokksauðir líka fá línu frá flokknum hvað þeir eigi að borða í morgunverð?
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Eru ekki fleiri sauðir í þessari sauðahjörf þeirra bloggvina? Núna er kominn tími á réttir og enginn leið að vita hvaða óþverri þeim verður gefinn þegar þeir koma heim í hús.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 09:36
Þessar niðurstöður um fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu eru úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 29. júlí til 26. ágúst, skv. smáa letrinu undir vefsíðu Capacent Gallup. Hún endar sem sagt tveimur dögum áður en stjórnarflokkarnir keyra Icesave-málið í gegn á Alþingi gegn mikillli andstöðu þjóðarinnar. Það eru til nýrri kannanir en þessi (þótt þessi hafi vissulega verið víðtækari, með 4.745 manna úrtaki, en svarhlutfall raunar aðeins 57,4%), kannanir sem sýna meira fylgistap vinstri stjórnarinnar. Hrósið ekki sigri, vinstri menn!
Jón Valur Jensson, 2.9.2009 kl. 10:12
Það er löngu ljóst að staffið á mbl stýrir algerlega hvað fær að sjást og hvað ekki...
Ef við tökum félaga JVJ... hann hefur einu sinni verið settur í skammarkrók fyrir ljóst skrif... svo beint á forsíðuna aftur.
Aðrir með mun fallegri skrif eru bannaðir endanlega.
mbl er partur af gamla íslandi, augljóst.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:43
Er ekki náhirðarelítan alltaf á forsíðu mbl.is. Óneitanlega miðstýring þar.
hilmar jónsson, 2.9.2009 kl. 12:29
Því má bæta við, að fréttamenn Rúv (jafn-hlynntir og þeir oftast eru vinstri flokkunum) sáu glögglega það, sem vakti mesta athygli í þessar Gallup-könnun: 63% andvíg ríkisábyrgð á Icesave. Icesave-Ólafur og sossarnir eru hins vegar í þeim hópi 24% Íslendinga, sem hlynntir voru ríkisábyrgðinni. Þeir hafa naumast kvartstuðning þjóðarinnar við þá landssvikastefnu sína, og jafnvel sá stuðningur mun hverfa eins og dögg fyrir sólu, þegar Icesave-samningurinn fer að bíta, enda veita fyrirvarar Alþingis og forsetans enga vörn í sjálfum sér.
Nú verða aðrir að taka til varna, en sú nýja sjálfstæðisbarátta mun standa yfir í áratugi. Mótherjarnir eru Bretar, Hollendingar, Samfylkingin og Vinstri grænir, það er morgunljóst. Út af með þessa menn af þingi og úr öllum embættum.
Jón Valur Jensson, 2.9.2009 kl. 12:35
Ég tók nú eftir því fyrir kosningar að nánast alveg eins bloggfærslur komu frá nokkrum sjálfstæðismönnum..... aftur og aftur.
Bloggið er greinilega nýtt á skipulagðan hátt til áróðurs.... því miður.
Anna Einarsdóttir, 2.9.2009 kl. 23:20
Anna ef nánast alveg eins bloggfærslur komu frá Sjálfstæðismönnum þá er það jafn slæmt. Ef þú gætir bent mér á nokkur dæmi væri ég þér þakklátur.
Finns hins vegar alltaf klént í umræðum þegar einhverir eru staðnir að verki að gera slaka hluti að benda á aðra og segja, já en þeir gerðu það líka! Það minnir mann á barnaskólarökræðu.
Sigurður Þorsteinsson, 3.9.2009 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.