21.9.2009 | 07:26
Gagnrýnin umfjöllun óskast
Af einhverjum ástæðum virðist sem umfjöllun um íslenska fasteignamarkaðinn sé æði oft mjög yfirborðskennd. Oftar en ekki kemur Ingibjörg Þórðardóttir formaður fasteignasala fram í fjölmiðlum, og mat hennar virðist oft þjóna þeim tilgangi einum að reyna að örva sölu. Þegar fólk er að kaupa eða selja eignir er oftast verið að sýsla með aleigu fólks og því mikilvægt að fjölmiðlar fjalli um þennan málaflokk af árbyrgð. Það verður að gera á annan hátt en að endursegja gagnrýnislaust boðskap formanns fasteingasala.
Fasteignamarkaðurinn loksins að taka við sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Efnahasmál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
var einmitt að hugsa þetta sama - ámælisverð sölumennska ?
Jón Snæbjörnsson, 21.9.2009 kl. 09:46
Ert þetta ekki frekar ámælisverð blaðamennska. Þetta er eins og svo margar fréttir hérlendis upplestur á tilkynningum frá hagsmunaaðilum. Ef upp kemur frétt t.d. um fasteignir þá er farið í símaskrána og flett upp á fasteignir og upp kemur Félag fasteignasala og hringt í þá. Þetta er nú líklega skýringin á því að flestar alvöru fréttir frá Íslandi koma núna úr erlendum fjölmiðlum. Íslensku blöðin hafa þó verið nokkuð dugleg við að þýða slíkar fréttir.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 10:37
Alveg sammála
"Fréttir" sem innihalda einungis eitt sjónarhorn ættu í raun ekki ad kallast fréttir, heldur auglýsingar eda jafnvel áródur og thyrftu ad vera merktar sem slíkar.
Jón Finnbogason, 21.9.2009 kl. 10:37
Er ekki orðið tímabært að rannsaka þátt fasteignasala á síhækkandi verði fasteigna í "góðærinu", ég er hræddur um að slík rannsókn myndi leiða ýmislegt grunsamlegt í ljós, hagsmunir þeirra voru ótvíræðir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.9.2009 kl. 11:28
Mér fannst upphrópunin dálítið ótrúverðug í ljósi hins almenna ástands og hugsanlega bara neyðarkall þeirra sem lifa af prósentum.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 17:05
Yfirleitt er í fasteignum fólks fólgin allt það sem eftir er af hreinni eigin fólks. Það er því ábyrðarhluti að ,,leika sér" með upplýsingar á þessu sviði, í von um smá viðbótartekjur.
Gylfi ég hef alltaf átt þann draum að verða ríkisstarfsmaður sem ekki verður sagt upp, heldur aðeins settur á smá viðbótarskattur á alla hina, til þess að standa á bak við tekjur mínar.
Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2009 kl. 18:12
Þetta á ekki bara við um fasteignir, þetta á meira og minna við um allar fréttir íslensku fjölmiðlana. Það er ekki oft sem blaðamenn setjast niður og greina mál og útskýra á mannamáli. Þeir mæta í hópum á hina og þessa blaðamannafundi þar sem þeim er lesinn pistillinn og þeir reyna að skrifa niður eins rétt og þeir geta. Úr þessu koma þessar nauðaómerkilegu og oft á tíðum illskiljanlegu fréttapistlar. Ég held hins vegar að fasteignasalar beri ekki ábyrgð á fasteignaverðinu. Bóla sem hljóp í fasteignamarkaðinn var vegna þess að framboð af peningum jókst meira en markaðurinn þoldi og það var á tímabili skortur á íbúðarhúsnæði á markaðnum. Núna er þetta öfugt og þá lækkar verðið. Fasteignasalar stjórna ekki þessum öflum.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.