23.9.2009 | 07:14
Sama tilfinning
Fóstur sem tilheyrði öðrum foreldrum, komið fyrir í legi konu vegna rangrar ákvörðunartöku. Við sem þjóð erum með svipaða tilfinningu, sótt var um aðild að ESB og stór hluti af orku stjórnkerfisins er að vinna að því, þrátt fyrir að nánast tvöfalt fleiri séu inngöngu en þeir sem eru henni meðfylgjandi. Nú er stjórnkerfið á fullu að svara 2600 spurningum frá ESB bákninu og margir gera lítið annað. Næsta stig er víst miklu skemmtilegra því þá verða sendar hingað 1500 litabækur. Svo setur ESB fyrir verkefni reglulega næstu tvo árin. Allt til þess eins að við segjum að lokum, ,,nei takk ómögulega, sama og þegið". E.t.v. getum við gefið þennan undirbúning til einhverrar þjóðar sem vill fara inn. Bjölluat, var að mörgu leiti góð samlíking, nema nú höfum við verið nöppuð og erum látin vinna í garði nágrannans sem refsing. Vond tilfinning.
![]() |
Rangt fóstur í glasafrjóvgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Mér þykir þú seilast langt í villandi samanburði. Í máli þessa fólks, þá var um mistök að ræða, ekkert annað.
Alþingi Íslendinga samþykkti umsókn Íslands um aðild að ESB. Almenningsálitið hefur sveiflast talsvert undanfarið til aðilildar Íslands að ESB, en það hefur oftast verið jákvætt.
Þeir einu sem hafa vonda tilfinningu fyrir ESB eru sérhagsmunaklíkunar á Íslandi. Allir aðrir væntanlega góða tilfinningu fyrir ESB, og þeim kostum sem það mun færa íslendingum.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:58
Sæll Jón, þó að nokkrir þingmenn VG hafi greitt þessari tillögu atkvæði sitt, þá gáfu þeir upp að þeir myndu ekki samþykkja samning um inngöngu í ESB. Aðild hefur því ekki meirihluta a þingi.
Þeim mun meira sem kostir og gallar ESB hafa verið kynntir hér innanlands, hafa fleiri snúist gegn aðild. Nú vill aðeins 1/3 þjóðarinnar ganga í ESB, og þegar farið verður að sprauta fólk fyrir svínaflensunni þá mun þeim fækka umtalsvert.
Sigurður Þorsteinsson, 23.9.2009 kl. 15:19
Ef að þjóðin samþykkir aðild Íslands að ESB. Þá hefur slík afgreiðsla meirihluta á þingi, nema þá að VG vilji taka stöðu gegn ákvörðun þjóðarinnar.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:26
Sæll Jón
Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, eru engar líkur til þess að þjóðin samþykki samninga við ESB, heldur þvert á móti kolfelli slíka samninga. Þá munu þingmenn VG fagna óskaplega.
Sigurður Þorsteinsson, 23.9.2009 kl. 16:13
Sæll Jón,
Ég kalla það ekkert annað en mistök að sækja um aðild að ESB. Eini munurinn liggur í því að þessi mistök eru gerð vísvitandi.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 19:14
Sigurður, það hefur alltaf verið sveifla á þessu fylgi, samt sem áður þá mun þjóðin líklega kjósa með aðild að ESB. Enda eru háir stýrivextir og annað slíkt ekki líklegt til árangurs hjá andstæðingum ESB.
Arnar. Þú hlítur að hafa rök máli þínu til stuðnings. Ég er ekki að sjá þau þarna. Hvar eru rökin ?
Jón Frímann (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 00:46
Sjálfsögðu héf ég mín rök, ég veit samt ekki hvað þú værir mikið tilbúinn að hlusta á þau þar sem þú hefur þegar gert þér upp hugan á öðru máli.
Ég ætla samt að byrja á því að ég er ekki hardcore-anti-esb-sinn. Ef aðstæður og efni benda til þess að það sé okkur í hag að ganga í ESB þá mundi ég að sjálfsögðu sjá það sem vænan kost. Ég er hinsvegar ekki sammála því að við eigum að sækja um bara til þess að sjá hvað er í boði því líkt og ég hef sagt frá því þessi umræða fór af stað og Olli Rehn lét hafa eftir sér í viðtali við fréttablaðið, að þá liggur alveg fyrir hvað er í boði. Hann sagði jafnframt að miklar undanþágur væru ekki líklegar til að komast í gegnum ESB þingið þar sem aðrar þjóðir myndu gráta það ef við fengjum undanþágur sem þeir hafa ekki fengið.
Í öðru lagi þá tel ég að íslensk framleiðsla og iðnaður gæti átt undir högg að sækja ef evrópskur kemur hér haftalaus inná markaðinn. En við skulum ekki gleyma því að ESB var stofnað sem milliríkjasamband um tollfrjáls viðskipti í evrópu og það er í grunninn það sem sambandið er.
Í þriðja lagi þá getum við ekki átt von á neinni aðstoð frá ESB til að laga vandan, en margir halda því fram að með inngöngu í ESB séum við að stíga skref í átt að bættum efnahag.ESB ríki eru í kreppu líka og þeim hefur öllum verið beint til AGS. Meðal atvinnuleysi innan ESB er líka að jafnaði meira en það er á Íslandi í dag. Lífeyriskerfi ESB er gegnumspítingarkerfi og í ESB er fólksfjölgunin 1,5-1,8 börn á hvert par. Það þýðir að eftir 50 ár munu vera helminngi fleiri að þiggja lífeyri heldur en greiða í gengum kerfið.
Í síðasta lagi þá er það léleg tímasetning að fara inn ESB núna þegar allt er í volæði hérna. Við höfum lélega samningastöðu, iðnaðurinn má ekki við höggi og síðast en ekki síst umsókn er kostnaðarsöm sérstaklega á tíma sem að stjórnmálamenn mættu frekar nota í að koma heimilum og fyrirtækjum til hjálpar.
ESB aðild er mál sem má alveg bíða í 5-10 og ef niðurstaðan þá er að við höfum ávining að aðild þá þá er um að gera að sækja um.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:49
Ein spurning hérna; hver er þessi Jón?
Anna Guðný , 26.9.2009 kl. 23:21
Sæl Anna, Jón hefur sennilega hætt á blogginu, því hans innlegg virðist hafa þurrkast út. Ekki eyddi ég þeim, því ég þoli vel að aðrir hafi aðrar skoðanir en ég. Oft lærir maður af öðrum sem hafa aðra nálgun en maður sjálfur.
Sigurður Þorsteinsson, 27.9.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.