Af hverju vildi Samfylkingin ekki VG í stjórn?

Það hefur vakið talsverða athygli að við upprifjun á hruninu í fyrra að Ingibjörg Sólrún hafnaði því að mynduð yrði þjóðstjórn og VG tekin inn í stjórnina. Fram kom að Geir Haarde og Steingrímur Sigfússon höfðu fundað, þannig að vonast var til að samstaða næðist. Í kosningabaráttunni hafði VG mælst lengi vel með meira fylgi en Samfylkingin. Steingrímur notaði þetta óspart og það fór óstjórnlega í taugarnar á Ingibjörgu Sólrúnu. Það kom því ekki svo á óvart að Ingibjörg Sólrún ákvað að fara í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, fremur en að mynda vinstri stjórn. Togstreitan á vinstri vægnum er meiri og djúpstæðari, en margur heldur. Samfylkingin valdi frekar að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur héldu áfram í ríkisstjórninni við hrunið, í stað þess að fá alla að borðinu, bara til þess að halda VG utan ríkisstjórnar. Öllum hefði þó átt að vera ljóst að þjóðstjórn hefði myndað þá samstöðu sem við þurftum á að halda sem stjórn.

Þegar litið er til baka sést hversu hugmyndin að þjóðstjórn var í raun góð tillaga. Innan VG er vilji til þess að í þessu ástandi sem við nú erum í, taki flokkarnir höndum saman og vinni að lausnum með hag þjóðarinnar í huga, en fari ekki í hanaslag. Af og til kemur þó Steingrímur og æsir stjórnarandstöðuna með fullyrðingum sínum. Stjórnarsamstarfið er komið að fótum fram. Ráðherrarnir orðnir þreyttir og mislagðar hendur. Þeim er vissulega vorkunn því verkefnið er stórt. Það er líklegt að ef stjórnarflokkarnir taki alvarlega á efnahagsvandanum, þá skapi þeir sér miklar óvinsældir. Ekki er ólíklegt að uppúr sjóði, þegar líða tekur á veturinn. Því er spurningin hvort stjórnarsamstarfið verði ekki látið slitna á Icesave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Svarið er ESB

Offari, 1.10.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Það er ekkert skrýtið að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram.

Það er engin í ríkisstjórninni starfi sínu vaxin.

Jens Sigurjónsson, 1.10.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband