Hagspá, miðað við hvað?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir sína spá, eftir að rætt hefur verið við fjölda embættismenn. Dekkri spá en Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa áður send frá sér. Þessi spá hlýtur að byggja á einhverjum forsendum. Einhverjum aðgerðum sem stjórnvöld ætla að grípa til. Er þá reiknað með því að gengið sé markvissara í þau verk sem vinna þarf. Verða stjórnvöld sýnilegri? Ætla stjórnvöld að hvetja þjóðina til þess að gera eitthvað, eða þarf þjóðin að horfa á ráðherrana grípa um höfuðið og stynja, þetta er miklu verra en mig óraði fyrir? Smæð þjóðarinnar gefur mikla möguleika til þess að gera hluti betri en ef um stærri þjóðir væri að ræða. Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sýrði frá því að næsta stig aðgerðaáætlana sjóðsins færi í gang sagði Jóhanna að nú færi allt uppávið. Ég heyrði engan taka undir þessi orð, eða yfirleitt taka eftir því hvað sagt var. Það var e.t.v. ekki ætlast til þess.


mbl.is Spá hagvexti eftir 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband