Hin græna og umhverfisvæna stóriðja

Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Full ástæaða tiil þess að vekja athygli á henni.

ÞAÐ er stundum talað um að í þrengingum fari fólk að hugsa á annan hátt og ýmislegt sem áður þótti gamaldags og hallærislegt fær aftur nýtt vægi. Nú eftir hrunið er rætt á allt annan hátt um frumframleiðslugreinar þjóðarinnar, landbúnað og fiskveiðar og matvælaöryggi landsins og hve mikil verðmæti felast í því að þurfa ekki að nota rándýran erlendan gjaldeyri til þess að flytja inn matvæli.

 

Við getum verið stolt af matvælaframleiðsla okkar hvort heldur er hvað varðar landbúnaðar- eða sjávarafurðir. Hér í uppsveitum Árnessýslu er ein af stærstu matarkistum þjóðarinnar ef svo má að orði komast. Auk hefðbundinnar landbúnaðarframleiðslu er talið að um 80% af grænmetisframleiðslu landsins fari fram á svæðinu. Læknar og næringarfræðingar hvetja þjóðina til aukinnar grænmetisneyslu, ekki að ástæðulausu, því íslenskt grænmeti er í sérflokki bæði hvað gæði og hollustu varðar sem og reyndar flestar íslenskar landbúnaðarvörur.

 

Margir hafa efasemdir um stóriðju og telja að skynsamlegra sé að gera »eitthvað annað« eins og sagt er án mikilla útskýringa eða hugmynda. Hin græna stóriðja, þ.e. grænmetisframleiðslan, er svo sannarlega »eitthvað annað« og á í rauninni ekkert annað sameiginlegt með hefðbundinni stóriðju en það að garðyrkjubændur í ylrækt nota ótrúlega mikla raforku.

 

Sem dæmi má nefna að eitt af stærstu garðyrkjubýlunum á Flúðum notar meiri raforku en Eyrarbakki og Stokkseyri til samans. Gríðarleg hækkun hefur orðið á aðföngum til allrar landbúnaðarframleiðslu á síðustu misserum þ.m. talinn flutningur á raforku en flutningskostnaðurinn einn er talinn hafa hækkað um allt að 25%. Ríkisstjórnin sem nú situr vill kenna sig við náttúruvernd og jöfnuð á sem flestum sviðum. Nú er lag til þess að styrkja »eitthvað annað« sýna athafnasemi og stuðla að því að raforka og flutningur raforku til ylræktar- og blómabænda verði seld þeim á svipuðu verði og gert er til annarrar stóriðju. Einhvers staðar stendur í ljóði »það er munur á athöfn og orðum«. Nú er tækifæri til að standa við stóru orðin, bændum og neytendum til heilla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég tek undir þetta heils hugar enda bloggaði ég um þetta nýlega á minni síðu. Það á að vera sjálfsagt að leitast við að styrkja grænan iðnað og auka þar með sjálbæra framleiðslu með sem flestum og fjölbreyttustu leiðum. Þetta er sameiginleg auðlind og við eigum að nýta hana til að styrkja þessta samfélag innan frá. Girðingar reglugerða á Alþingi að reisa eða fella eftir því sem þörf samfélagsins krefur hverju sinni.

Árni Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Vigdís Ágústsdóttir

Alveg sammála, ég vil lækkun á rafmagni til garðyrkju- bænda, en í leiðinni líka lækkað verð til neytenda.  Þá selst bara meira og allir njóta góðs af, því að ekkert er  betra en íslenskt grænmeti,,Takk.............

Vigdís Ágústsdóttir, 6.11.2009 kl. 22:20

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mikið er talað um atvinnu- og verðmætasköpun. Mér er með öllu óskiljanlegt að starfsgrein eins og garð- og ylrækt fær ekki allan stuðning sem þarf,  sérstaklega hagstætt verð á rafmagni. Þessi atvinnugrein á að sjálfsögðu að sitja við sama borð og stóriðjufyrirtækin. Við eigum auðvitað að framleiða sem flestar matvörur sjálfir og flytja sem minnst inn. Við eigum einnig að fullvinna fiskinn innanlands og skapa þannig miklu verðmætara vöru og fleiri vinnupláss.

En fjölmiðlarnir eru morandi af áróður og meðmæli fyrir nýtt álversævintýri á Suðurnesjum og stefnt er jafnvel í kröfugöngu á morgun. Er það nú!

Úrsúla Jünemann, 7.11.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú veit ég ekki hvað hvert starf við álver kostar, einhversstaðar heyrði ég tölurnar  500-700 milljónir per starf. Spurningin er hvað við gætum skapað mörg störf í gróðurhúsum með því að lækka raforkuverð til garðyrkjubænda. Gæta þarf að því að hugsanlega geta verið einhverjar samkeppnishindranir.

Sigurður Þorsteinsson, 7.11.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband