Alltaf sammála

Eftir að hafa vanið mig á að taka frá tíma rétt eftir hádegið til þess að hlusta á Silfur Egils fór ég fyrir nokkrum vikum að spyrja mig hvers vegna ég eyddi tíma í þennan þátt. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað Egill Helgason hefur haldið sér ferskum lengi,og hversu oft hann hefur bryddað upp á góðum atriðum í þáttum sínum. Að undanförnu finnst mér hins vegar komin þreyta í þetta. Fyrir nokkrum vikum stóð ég upp og fór út að labba með hundinn. Það var engin eftirsjá að Silfri Egils, síðan hef ég ekki horft á þáttinn í beinni. Sundum hef ég kíkt á einhver brot úr þættinum, eða jafnvel hluta, en stundum ekki.

Ég leit aðeins á byrjunina á vettvangi dagsins til þess að sjá hvaða gestir væru í þættinum. Gunnar Smári Egilsson, Grímur Atlason, Elfa Logadóttir,  Þór Saari og svo að sjálfsögðu Egill Helgason þáttastjórnandi. Það sem truflar mig er samsetning gestanna. Þetta lið gæti hæglega verið í sama flokknum. Ég játa að mér finnst oft bera á frumlegri hugsun hjá  Grími Atlasyni, en ég nennti ekki að hlusta á vettvanginn til þess að bíða eftir hugsanlegu innleggi hjá honum. Þetta er svona eins og andinn var í MH hér í gamla daga, flestir höfðu sömu skoðanirnar og söfnuðust saman til þess að vera sammála.

 Í mínum huga er hreinasti óþarfi að safna fólki til að rökræða, ef það hefur allt sömu skoðanirnar. Það eru mismunandi skoðanir, áherslur og blæbrigði sem göfga góða umræðu. Ég er að átta mig betur og betur að Egill velur æ oftar skoðanabræður sína í þáttinn. Hann velur viðmælendur til þess að sýna fram á að hann sjálfur hafi rétt fyrir sér. Um hrunið eða bara eitthvað allt annað.

Fyrir mér er Silfur Egils farið af dagskrá, minni dagskrá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég deili þessari skoðun með þér áður missti ég ekki úr Silfur nú skúra ég heldur gólfin hjá mér meðan það er

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.11.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Sigurjón

Sæll Sigurður og Jón.

Ég er sammála að hálfu leyti.  Ég er sammála því að þessi vettvangur dagsins-hluti þáttarins er æði þreytandi oftast nær og þeir sem þar babla kunna oft ekki þá almennu mannasiði að grípa ekki fram í fyrir hverjum öðrum.  Svo vill það oft bregða við að einn viðmælandinn Sjanghæar umræðuna og leyfir engum öðrum að komast að. Gott dæmi er þátturinn þar sem Sveinn Valfells og Kristrún Heimisdóttir áttu bókstaflega gólfið og hinir komust lítt að.  Það ber vott um slaka þáttarstjórn hjá Agli.

Hins vegar kemur á eftir v.d. oft mjög áhugaverður fasi þáttarins, þar sem Egill talar við viðskiptafrömuði, lögfræðinga og fræðimenn um eitt og annað, oft á tíðum mjög skemmtilegt og áhugavekjandi.  Hann mætti mín vegna stytta verulega þennan vettvang dagsins eða jafnvel sleppa honum og eyða meira púðri í menn eins og Hjálmar Gíslason, sem er eitt dæmi um mjög kláran mann sem hefur margt fram að færa, ekki sízt á dögum kreppu og volæðis...

Góðar stundir og kveðja úr hitanum í Thailandi, Sigurjón

Sigurjón, 23.11.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, skrítið, mér finnst alls ekki gaman að skúra, mig langar miklu frekar að skúra eða ryksuga heldur en að horfa á Silfrið.

Sigurjón get alveg tekið undir með þér að sum viðtöl Egils við sérfræðinga getur verið áhugavert. Liðið í vettvangi dagsins er orðið mjög einslitt.

Sigurður Þorsteinsson, 23.11.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband