Yfirgengilegt hatur!

Af hverju þetta hatur? Nýlega hitti ég mann á miðjum aldri í verslun. Hann spurði afgreiðslumanninn sem var nýbúi á íslensku, en viðkomandi gat ekki svarað. Þá ítrekaði maðurinn spurninguna á íslensku en eftir nokkrar tilraunir þýddi ég fyrirspurnina og afgreiðslan gekk bara vel fyrir sig. Bara kurteisi. Á leiðinni út úr búðinni kom í ljós að samferðarmaður minn gat talað ensku en vildi það ekki og svo kom yfirgengileg ræða um útlendinga. Ég sagði: ,,kona mín er þýsk".  ,,Talar hún íslensku?" spurði maðurinn ,,Reiðbeinandi" svaraði ég.  Það fannst honum allt annað mál, hún væri hluti af okkur. Ég veit hvað það skiptir miklu máli fyrir fólk sem til Íslands flytur að læra málið.  Er samt sleginn yfir hatri mannsins í garð útlendinga.  Nokkru síðar kom ég á félagsmiðstöð eldri borgara. Eftir æfingar sest fólk niður í kaffi til að spjalla um daginn og veginn. Deginum áður höfðu þrjár kínverskar konur fengið synjun á búsetu á Íslandi og þær hentu sér í götuna fyrir framan sjónvarpsmyndatökumenn RÚV.  ,,Hvernig fannst ykkur þetta"  spurði kona á tíræðisaldri. Það urðu kröftugar umræður, þar sem ráðandi skoðun var að vísa ætti þessum konum úr landi. Þá hvæsir kona á næsta borði: ,,Þið eruð helvítis rasistar. Fasistar"! Henni var bent á í rólegheitum að hún gæti tekið þátt í umræðunum, en hún brást hins vesta við. Þá hækkaði sú sem byrjaði umræðurnar róminn og sagði ákveðið; ,,Ég hef búið hérna í rúm tuttugu ár. Hér höfum við skipts á skoðunum, þangað til að þú komst hingað og leyfir þér að þagga niður í fullorðnu fólki". Hvæsrinn rauk út. ,,Hún er hluti af þessu góða fólki sem telur hlutverk að þagga niður í okkur hinum". 

Minnist þegar ég var að byrja koma til Þýskalands átti ég kost á að sækja fyrirlestra um nasismann. Þar var einmitt hatur og þöggun stórt atriði í öfgunum. Svo þegar ég fór til Austur Þýskalands fyrir hrun múrsins að vinna verkefni, kynntist ég því sama. 

Það þyrfti sennilega að búa til meðferðarúrræði fyrir kynþáttahatara og góða fólkið. Svo þetta lið geti verði til friðs.  


Kristrún og armslengdin

Það liggur ekki alltaf fyrir hverju samráð við minnihluta skilar. Það var ekki síst til þess að koma til móts við vilja Samfylkingar og Pírata að svokölluð armslengd frá ráðherra skildi gilda t.d. við þær ákvarðanir sem nú fjalla um þ.e. kaup Landsbankans á TM. Nú heldur Kristrún því fram að Þórdís Kolbrún hafi einmitt átt að vera á kafi í þessum málum og ákvarðanatöku. Annað hvort er þekking Kristrúnar á málinu svona grunn, eða hún ástundar  það sem fyrrum vinur hennar Eiríkur Bergmann kallar populisma. Það er ekki bæði hægt að gera kröfu til Þórdísar Kolbrúnar fármálaráðherra að halda armslendinni frá málinu, og vera síðan öllu megin við borðið.  Það vekur svo athygli hvað Kristrún leggur mikla áherslu á að allt sé upp á borðum hjá stjórnmálamönnum og við gagnrýnum þær áherslur ekki, en það er sérstakt þegar hún sjálf var spurð um hundruð milljóna kaupauka eftir stutta dvöl hennar hjá Kviku banka. Þá átti það að vera hennar einkamál. Sigurjón Þórðarson alþingismaður Flokks fólksins bendir á það í bloggi sínu í dag að það séu þrjú ár síðan Kvika banki og TM sameinuðust. Hugsanlega skýrir ákvarðanir innan Landsbankans risavaxna kaupauka, rétt eins og Kristrún fékk.  Hef engar áhyggjur af því Kristrún  mun fjalla um þennan gróða sinn í umræðum á Alþingi á næstu dögum. Afstaða Þorhildar Sunnu hjá Pírötum kemur ekkert á óvart. Hennar ær og kýr er að pönkast í öðrum flokkum, hún og hennar félagar eru undanþegnar öllum kvöðum eins og siðareglum. Enda vill enginn fá þau með sér í ríkisstjórn. Ekki stjórntæk. 


Hitnar undir Samgöngustofu

Í vikunni var Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra spurður um framkvæmd Samgöngustofu varðandi próf þar sem reyndi á íslenskukunnáttu í leigubílaakstri. Hann varði ekki framkvæmd Samgöngustofu sem er stefnubreyting rétt eins og stefnubreyting Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar málaefni flóttamanna. Sigurður hefur illu heilla stutt þessa undirstofnun sína sem virðist vera í tómu rugli. Þegar Sigurður tók við lá fyrir ,,svört" skýrsla um Samgöngustofnun sem hann sagði ófaglega og pólitíska. Það vakti athugli að sá sem stóð að þeirri skýrslu var Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og fyrrum Alþingismaður. Ef ég man rétt var hann einhverju sinni aðstoðarmaður  Bjarna Benediktssonar. Sigurður Ingi Jóhannssson Samgönguráðherra  segir um framgöngu Samgöngustofu að það sé lágmarkskarfa að Samgungustofa fari að lögum. Um það snýst einmitt hörð gagnrýni á Samgöngustofu hvað starfsmenn hennar hafi litla löngun að fylgja settum lögum eða reglugerðum. Nánast enginn skráðir skemmtibátar lengur á Íslandi, heldur flestir eða allir erlendis. Stofnunin er ekki fær um að afgreiða slík verkefni. Á hennar borði eru miklu verri mál. Er ekki kominn tími til þess að láta taka stofnunina út, og það má gjarnan vera gert með fagmennsku og án flokkspólitískra fingrafara. Ég skora á Sigurð Inga Jóhannsson að sjá um að slík úttekt fari fram. 


Til sigurs?

Sá árangur sem Breiðfylkingin hefur náð í þessum samningum er afar góður. Strax þegar Vilhjálmur Birgisson kom fram í haust og ræddi sínar hugmyndir kolféll ég fyrir þeim. Ekki af ástæðulausu því í námi hafði ég átt í rökræðum í tíma við kennara minn Gylfa Þ. Gíslason um nýja sýn á kjarasamninga. Hann taldi að hugmyndin gæti aldrei gengið upp. Síðar áttum við Gylfi afar skemmtilegar umræður um málið í flugvél á leiðinni til Kaupmannahafnar. Þar rifjaði Gylfi þessar rökræður. Það þarf fleiri til. Í þjóðarsáttinni voru atvinnurekendur meira áberandi en nú. Framkvæmdastjóri SA Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur líka staðið sig mjög vel og með sér reynsluboltann Eyjólf Árna Rafnsson. Var hins vegar fyrir lögnu búinn að sjá lykilmann sem lyfti þessu á hærra plan,  Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ maður með gríðarlega reynslu og visku. Einkenni svona leiðtogastjórnunar er hins vegar sú að það koma margir að þessu verki og þetta er því hörku teymisvinna. Ekki það að það er hægt að ná út úr þessum samningum miklu stærri sigur. Fjalla um það síðar. 


Aðförin

Stefna stjórnmálaafla liggur ekki endilega alltaf skýr fyrir. Hún er ekki einu sinni alltaf skrifuð niður, hún kemur best fram þegar flokkar eru búnir að vera við völd í ákveðinn tíma, þá koma afleiðingarnar í ljós. Hver var raunverulegur vilji flokkana, raunveruleg stefna. Við getum séð þetta t.d. í Reykjavík. Lengst af hefur Samfylkingin ráðið mestu í stefnugerðinni, með þeim koma Píratar þá VG og loks hangir Viðreisn einhvernvegin með og stutt stefnuna og ver meirihlutann falli. Hvað hefur breyst og er það til góðs? Jú kjarnann má t.d. sjá í húsnæðisverðinu. Lagt er áherslu á byggingu lúxusíbúða. Þétting byggðar er einsleit áhersluatriði og svo er hin fokdýra Borgarlína. Hverjir ættu að vera ánægðir jú efri millistétt. Þau hafa efni á dýrðinni. Á örfáum árum hefur stefnan skilað því að ungt fólk sem ekki á ríka foreldra mun ekki geta komið sér upp húsnæði. heilli kynslóð er fórnað. Unga fólkinu okkar. Þessi stefna þýðir líka hærra leiguverð. Þessi stefna er því líka árás á þá sem minnst mega sín. Þessa stefnu er best líst sem Aðförin. Aðför að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Rifjum upp hverjir standa að þessari stefnu. Samfylking sem nú ætar að breyta stefnu flokksins í að verða jafnaðarmannaflokkur. Píratar sem margir flokkuðu sem flokk unga fólksins. Við vitum nú fyrir hvað þeir standa. Dóra Björt Guð­jóns­dóttir odd­viti Pírata kom stefnunni afar vel á framfæri þegar bílastæði voru tekin fyrirvararlaus af nokkrum íbúum í Reykjavík. Hortug viðbrögð hennar við gagnrýni íbúa, lýsti innrætinu. VG var lengi um borð og viðhorfið sjáum viðhorf þeirra þegar Svandís setti hvalveiðibann með eins dags fyrirvara. Þá var gagnrýnt að 150 manns missi sumarvinnuna. Eitt af svörunum sem kom fram, já en þetta eru bara skólakrakkar. Já bara unga fólkið okkar. Hef enga trú á að Framsókn muni verja þessa stefnu. Aðförina að unga fólkinu okkar og þeim sem minna mega sín. 


Meira meira, fleiri, fleiri!

Nú er eins og oft áður ,,allt vitlaust" niður á Alþingi. Það er verið að ræða útlendingamálin. Oddný Harðardóttir veður fram og gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að fara ekki til Gasa að ná í allt liðið. Allir vita að Oddný er fyrst og fremst að ráðast á Kristrúnu Frostadóttur. Á meðan hún lét dæluna ganga sat Þórunn Sveinbjarnardóttir glottandi út að eyrum og eins og púkinn á fjóshaugnum. ,,Láttu stelpukvikindið heyra það". Meira að segja Loga ofbýður harkan og illgirnin í stelpunum.  Við sem munum tíma Oddnýjar í Fjármálaráðuneytinu munum mildina  í hennar tíð þegar hún lét hirða heimilin af 20 þúsundum fjölskyldna á Íslandi. Það gerði hún af sömu áfergju og hún talaði í gær og með bros á vör! Það glöddust fleiri í þessum leikþætti. Ofbeldismanneskjan Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir klósettvörður var í essinu sínu með vinkonu sinni hinni bráðskemmtilegu Þórhildi Sunnu. Stutt frá þeim valhoppaði svo Alþingisfíflið, tilbúinn með 643 spurningar til þess að hrekkja Þingið með. Söng Ríó tríó ekki einhverju sinni Hæ þar á hóli í veislunni góðu? 


Skítapakkið tapaði!

Já það var söngvakeppni. Hvað sem menn segja hafa fram komið í þessari keppni mjög frambærilegir flytjendur í gegnum tíðina og mörg goð lög. Í ár var keppnin öðru vísi. Fram komu flytjendur með sín lög, en svo tók ,,góða fólkið" þátt. Það var pólitíkin. Bara að það sé sagt. Þá finnst mér framgagna stjórnvalda Ísrael viðurstyggileg, en það þykir mér framgagna Hamars líka. Við vorum bara ekkert að kjósa um það. Jú, góða fólkið átti sinn fulltrúa. Palestínumann sem jú ekki bjó á Gasa. Lagið var bara afar slakt og flutningur lítið betri. Góða fólkið vildi að þetta yrði framlag fyrir Ísland. Þar sem keppnin var jöfn, kom ,,góða fólkið" sínum flytjanda og lagi í úrslitin. Að mínu mati báru tvö lög og flytjendur nokkuð af. Það var Hera og síðan VÆB með lagið sitt Bíómynd. Hera er afar góð söngkona, en lagið sem hún flytur er ekki rétt frambærilegt.  Held að ef WÆB hefði komist úrslit þá hefði það unnið. Góða fólkið fórnaði unga fólkinu fyrir öfganna. Rétt eins og það fórnar unga fólkinu fyrir Borgarlínuna. Hef komist að niðurstöðu. ,,Góða fólkið" er ,,skítapakk"!

 


Hopplestin?

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur var spurður um það 2022 hvað honum fyndist um lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Hann spurði á móti hvort menn hefðu ekki áttað sig á að eldgosavirkni hafi tekið við sér á Reykjanesi. Menn gætu ekki verið að tala í alvöru. Í janúar 2023 er fundur með Degi B. Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík þar sem þau kynna ráðstefnu um þetta brýna a verkefni á haustmánuðum 2023. Runólfur Ágústsson sérlegur sérfræðingur meirihlutans í Reykjavík taldi þetta þjóðþrifamál. Hann hefur fengið hundruð milljóna í sinn hlut fyrir hugleiðingar sínar. Einnig hafa verið til skoðunar lestarsamgöngur til Akureyrar og síðan til Súðarvíkur. Það skiptir engu máli þótt fyrir hafi legið niðurstöður  Simens sem vill svo til að er stærsti framleiðandi lesta i heiminum. Simens hafði láðst að kanna hinar séríslensku aðstæður sem herra Runólfur tók að meta í auðmýkt sinni. Við bættist fulltrúi Innviðaráðuneytisins sem fannst þessi hugmynd um lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur afar áhugaverð og brýn. Stór ráðstefna var haldin um málið í október 2023. Niðurstöður ráðstefnunnar eiga auðvitað að birta opinberlega og nöfn þeirra sem að verkefninu komu. Það er jú almenningur sem á að borga brúsann. Samkvæmt óstaðfestum heimildum er nú verið að skoða lausnir ef svo vildi til að hraun myndi flæða yfir Reykjasessbraut. Jú, lestarnar yrðu búnar hreyflum þannig að ef hraun fer yfir brautirnar þá verður á þeim sérstakir öflugir hreyflar sem lyfta lestunum upp og þær fljúga þá yfir hrunið. Þar með er vandamálið ekki leyst því lendingin er vandamálið höggið sem gæti myndast við lendinguna gæti ollið bakmeiðslum hjá farþegum. Því er verið að mæta því með sérlega öflugum dempurum. Þetta yrðu fyrstu hopplestum í heiminum og því þarf að vanda sig vel. Þessi lausn yrði nýjung á heimsvísu. Ef þessi tilraun tekst er talið víst að Dagur B. Eggertsson verður innan skamms ráðherra og þá eflaust ráðherra nýsköpunar og iðnaðar,  annars fer hann að vinna í heilbrigðiserfinu og Pawel Bartoszek verður þá oddviti Viðreisnar í Reykjavík. 


Erum við á móti ESB?

Eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldarinnar einsettu Evrópubúar sér að endurbyggja Vestur-Evrópu. Stefnumiðið var að koma á varanlegum friði í Evrópu, eftir að hvert stríðið hafði rekið annað frá örófi alda. Samstarf þessara ríkja er þó víðtækari en að vera friðarsamtök, heldur er þar líka víðtækt samstarf í viðskiptum og efnahagsmálum. 

Jú við sóttum um aðild að ESB, það var ferð án fjár, og gott lærdómsferli hvernig ekki á að standa að málum varðandi aðildarumsóknir almennt. 

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ákvörðun um ESB eða ekki ESB hafi verið tekin á hlaupum og án þeirrar skoðunar og kynningar sem æskilegt væri. Svo fóru menn bara í skotgrafirnar. 

Hef þau forréttindi að hafa haft nána vináttu og samstarf við forstöðumann virst ráðgjafafyrirtækis í Þýskalandi með mikla reynslu og þekkingu. Hann þekkir líka talsvert vel til Íslands til áratuga. Varðandi Ísland og ESB svaraði hann. ,,Ég vona að sá tími komi að Ísland gagni í ESB. Til þess að það verði raunveruleiki þarf ýmislegt að breytast á Íslandi, en líka í ESB"

Ísland er hluti af Evrópulöndunum og við megum ekki gleyma til hvers EB var stofnað. Umræður á Íslandi um að Ísland muni hafa svo mikil fjárhagslegan hag að ganga í ESB, er á villigötum. Mun batna mikið þegar næg rannsóknarvinna fer fram. Það mun kosta Ísland að gagna í ESB, Ísland er ríkt land. Mér varð hugsað til Uffe Elleman Jensen. Hann var með sömu rósemdarfærslu varðandi Ísland og ESB. 

Næsta ríkisstjórn ætti að efna til vandaðar kynningar og umræðu um ESB. Láta fara fram nauðsynlega greiningarvinnu og enda t.d. með öflugri ráðstefnu þar sem okkar bestu sérfræðingar komi fram, auk gestafyrirlesara. Það mun þroska umræðuna, hver sem niðurstaðan svo verður um að sækja um nú eða ekki. 

Vaxandi stríðsátök gera þennan friðar og öryggisþátt mikilvægari. Í haust reyndi á samstöðu ESB ríkjanna. Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Það kallar á umræðu um saumarf í Evrópu og þá skiptir Ísland líka máli. 

Þegar kosið var um tillögu Kanada um átök Hamars og Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum fékk tillagan Kanada að fordæma bæði Hamars og Ísrael fyrir framgöngu sína meirihluta atkvæða en ekki 3/4 atkvæða. Nokkur ríki hlynnt Hamars greiddu atkvæði gegn tillögunni. Þá tóku ESB ríkin ásamt Bretlandi og Íslandi og sátu hjá þegar fyrst og fremst átti að fordæma Ísraelsmenn. Þá varð allt vitlaust á Íslandi. Þetta vakti athygli í Evrópu. Þegar á reynir fórnið þið Íslendingar samstöðunni með Evrópu og notið svona stórt tækifæri til þess að nota málið til þess að hjóla í einn pólitískan andstæðing. Það gera forystumenn beggja ESB flokkanna svokölluðu. Það er aumt. Það þyrfti að koma einhverjir sem þekkja til íþrótta inn í forystusveitir þessara flokka. Þá kynnast þau drenglindi, sem skiptir miklu máli í íþróttum, en líka í viðskiptum, stjórnmálum og samskiptum milli þjóða. 


Má hún þetta?

Yfirlýsingar tveggja formanna stjórnarandstöðunnar hafa vakið mikla athygli á síðustu dögum. Fyrst steig fram Þorgerður Katrín Gunnardóttir formaður Viðreisnar. Hún sagði að núverandi framlög til útlendingamála væru ekki verjandi. Hún ítrekaði í dag afstöðu sína og sagði að skapa yrði samstöðu um stefnu Þingsins í málaflokknum. Útlendingamálin mættu ekki verða kosningamál. Svo steig Kristrún Frostadóttir fram og lýsti yfir að óheftur innflutningur á útlendingum væri óásættanlegur og gengi ekki upp fjárhagslega. Í ljósi þess að það eru liðnir nokkrir mánuðir síðan bæjarstjórnin í Reykjanesbæ steig fram og sagi að innviðir sveitarfélagsins þyldu ekki meira. Í þingliði Viðreisnar er Guðbrandur Einarsson sem var lengi í bæjarstjórn og nýtur sem slíkur mikillar virðingar. Reykjanesbær er ekki með neinn þingmann en á Suðurnesjum er Oddný Harðardóttir og úr Grindavík er fyrrverandi þingmaður Páll Valur Björnsson og bæði gerðu ekkert með kvartanir bæjarfulltrúa Reykjasessbæjar og og hreinlega gerðu lítið úr yfirlýsingum þeirra. Mismunur á yfirlýsingum Þorgerðar og Kristrúnar er afgerandi. Kristrún kenndi ríkisstjórninni um ófarirnar í málaflokknum, sem Þorgerður Katrín gerði ekki. Afstaða að breyta núverandi útlendingalögum fór illa í nokkra innan Samfylkingarinnar, enda er það breyting á þeirri stefnu sem Samfylkingin hefur fylgt. Það er vissulega rétt hjá Oddnýu Harðardóttur að það sé landsfundar að móta stefnu flokka, bæði Samfylkingar og annarra flokka. Þingmenn eru hins vegar bundnir af því að fara fyrst og fremst eftir eigin sannfæringu, og því eru þingmenn ekki bundnir af stefnu þó að hún hafi verið samþykkt á síðasta landsfundi. Oddný Harðardóttir stígur fram í dag og segir það Landsfundar að móta stefnuna ekki formannsins. Vissulega rétt svo langt sem það nær. Á sama tíma er Helga Vala Helgadóttir dýrvitlaus á hliðarlínunni enda var áberandi að berjast fyrir óheftum innflutningi hælisleitanda. Helga Vala er bara ekki lengur á Þingi og er ennþá mótuð af skófari formannsins þegar hún sagði af sér sem þingmaður. Það liggur fyrir að það er kominn þingmeirihluti fyrir að breyta núverandi innflytjendalögum hvaða afstöðu sem VG svo sem hefur. Hugsanlega hefur sterkur orðrómur að Viðreisn sé á leið í ríkisstjórn, ýtt á meirihluta þingmanna Samfylkingarinnar að taka ábyrga afstöðu í málaflokknum. 


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband