5.4.2025 | 06:53
Kvennaathvarf á allra vörum!
Umræður um heimilisofbeldi er komið á dagskrá og vel það. Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins fór í ræðustól á Alþingi nú nýlega og að ég held hélt jómfrúarræðu sína, sem var ein áhrifamesta ræða sem hefur verið haldið á Alþingi í langan tíma. Kjarkmikil kona sem þorir. Þetta er ekki bara spurning um líkamlegt ofbeldi, heldur líka andlegt. Rétt eins og Piatasamtökin hafa breytt myndinni um aðgerðir vegna sjálfsvíga, SÁÁ um áfengis og vímuefnafíkn eru samtök um Kvennaathvarf að hafa mikil áhrif. Samstarf frjálsra félagasamtaka með stuðningi opinberra aðila bæði getur skilað ótrúlegum árangri. Samstarf um rekstur en líka í aðgerðum sem þarf til þess að bæta ástand.
Hjá Kvennaathverfinu fékk stjórnin afar öflugan framkvæmdastjóra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur og sem leiðtogi fær hún með sér konurnar úr Á allra vörum, með þær Elísabetu Sveinsdóttur, Guðnýu Pálsdóttur og Gróu Ásgeirsdóttur sem hafa sýnt að þær kunna til verka og láta verkin tala. Nú er það okkar að taka til hendinni og styrkja þetta frábæra verkefni. Gera Ísland að aðeins betra landi.
Lýsti reynslu sinni af heimilisofbeldi í ræðustól Alþingis - RÚV.is
16.3.2025 | 14:48
Kennarar og samstaðan í verkalýðsbaráttunni
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins lagði til samstöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir síðustu kjarasamninga að ná bættum kjörum með því að lækka vexti og verðbólgu í þjóðfélaginu. Til þess að þetta næðist kom ríkisstjórnin með ,,pakka" sem gerðu samningana enn hagstæðari fyrir launþega. Þessir samningar voru ekki gallalausir. Þannig tóku ekki allir aðilar í verkalýðshreyfingunni þátt í þeim sem hefði verið betra, og hitt er að ekki er endalaust að hækka þá lægst launuðu umfram aðra. Ástæðan er sú að þá hættir menntun smá saman að skipta máli. Þá hefði verið æskilegra að sveitarfélögin kæmu með öflugri hætti inn í þessa samninga, t.d. með því að taka á hækkunum á lóðum og kostanaði við þá sem standa í byggingu húsnæðis. Þá koma kennarar fram og vilja fá meira en aðrir. Kostnaður við skóla hérlendis er hærri en víðast hvar t.d. í Evrópu, og það sem verra er árangur í skólakerfinu er afleitur. Kem sjálfur úr fjölskyldu þar sem faðir minn var kennari og síðar skólastjóri. Þá voru kennarar vel launaðir, meginþorri þeirra karlmenn. Svo fóru að koma inn í greinina konur sem höfðu eiginmenn sem fyrirvinnu. Þeim þótti mörgu óþægilegt að vinna fullan vinnudag í skólanum og vildu bara vinna hluta vinnunnar heima. Þetta varð krafa kennara. Árangurinn fór niður. Man umræðuna með þessari þróun munu laun að sjálfstöðu lækka í takt við vinnuframlag. Þessi skerðing á vinnuframlagi hefur verið stór hluti af baráttu kennara í gegnum tíðina. Þetta endar sjálfsagt með því að kennarar fái full laun fyrir ekkert vinnuframlag! Svo er settar hindranir fólk með góða menntun og reynslu, fær ekki vinnu sem kennarar því þá kemur hindrunin kennslu og uppeldisfræði. Í leikskóla þarf fimm ára háskólanám til þess að vera leikskólakennari. Þetta er galið. Það er mikil eftirspurn eftir iðnaðarmönnum og að sjálfsögðu á skólakerfið að mæta þeirri þörf að geta skólað iðnaðarmenn, sem það getur ekki. Af hverju í ósköpunum á almennur kennari að hafa hærri laun en iðnaðarmenn? Auðvitað þurfum við að taka þessa verkalýðsbaráttu og fara í mat á störfum launþega. Miðað við það mat hefðu kennarar ekki átt að fá neina fyrirframgreiðslu fyrir launahækkun, heldur skerðingu fyrir launalækkun í framtíðinni. Þeir sem nenna ekki að vinna eiga ekki að fá viðbótargreiðslu. Letidýrin sem skrá sig veika í tíma og ótíma á að taka af launaskrá. Það er kominn tími að kennarar fari að bera samfélagslega ábyrgð.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2025 | 08:36
Öryggismál Landsvirkjunar í ólestri?
Landsvirkjun er eitt af mikilvægustu fyrirtækjum okkar. Það er mikilvægt að slíkt fyrirtæki hafi siðferðisreglur og öryggismál fyrirtækisins í lagi. Nú er liggur einn starfsmaður fyrirtækisins
undir grun að hafa tekið þátt í innbroti, glæpsamlegu atferli með hópi fólks sem einnig liggur undir grun um samstarf á slíkum vettvangi. Slíkur hópur ef sekur er, myndi kallast glæpagengi. Telur stjórn og stjórnendur fyrirtækisins það ásættanlegt að á meðan starfsmaður Landsvirkjunar tekur ekki þátt í því að upplýsa málið, sem hún er m.a. sökuð um, sé á sama tíma starfandi hjá fyrirtækinu? Gæti Þóra komið upp einhverju gengi innan Landsvirkjunar til þess að hjóla í einhverja viðskiptavini sem henni eða einhverjum er ekki að skapi? Það er skýlaus krafa að þetta byrlunarmál verði upplýst.
Viðskipti og fjármál | Breytt 16.3.2025 kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2025 | 21:08
Fyrsta lið Arnars
Þá hefur Arnar Gunnlaugsson valið sinn fyrsta landsliðshóp í knattspyrnu karla. Sumt rökrétt og annað gagnrýnisvert. Aron Gunnarsson hefur á undanförnum árum verið mjög mikilvægur fyrir liðið karakterlega séð, en getulega er hann farinn að dala talsvert og hefur lítið spilað. Því miður er hans tími liðinn. Annar leikmaður sem hefur hreinlega verið að spila illa fyrir landsliðið er Jón Dagur Þorsteinsson og spilar líka lítið með sínu liði. Það er áberandi hversu illa hann stendur sig varnarlega með landliðinu. Nánast farþegi varnarlega. Þórir Jóhann Helgason kemur óvænt inn, en hann stóð sig vel á sínum tíma. Hefði hiklaust valið Höskuld Gunnlaugsson inn sem varnartengilið í landsliðið að þessu sinni, besti leikmaður úrvalsdeildar á síðasta ári. Þá finnst mér vanta skallamann í framarlega á völlinn. Þegar spilum við lið sem halda boltanum betur en við, og við þurfum t.d. að hreinsa í vörn frammávið þá vinna Orri og Andri Lucas fáa af þeim boltum, ólíkt t.d. Kolbeini Sigþórssyni hér áður fyrr. Hann vann marga slíka bolta og gat komið boltanum á samherja á meðan liðið var að færa sig framar. Þetta gefur líka möguleika á að breyta um stíl í sóknarleiknum ef með þarf. Willum getur sannarlega skilað því hlutverki, auk þess að vera líka mjög vel spilandi. Var lengi að vona að Emil Atlason fengi einhver tækifæri. Þó Gylfi sé ekki valinn að þessu sinni er það mitt mat að hans tími sé ekki liðinn. Það sýndi hann þegar hann kom inná í síðustu leikjum. Er ósammála Arnari varðandi val á fyrirliða, þar hefði Höskuldur Gunnlaugsson verið sterkara útspil. Leikmaður með reynslu, mikla greind og þroska. Eiginleikar sem Aron Gunnarsson skilaði landsliðinu hér áður.
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.3.2025 kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2024 | 22:05
Endurtalning
Farið var fram á endurtalningu í Kraganum í s.l. kosningum. Ef rétt er að um örfá atkvæði var að ræða þegar tveir þingmenn féllu út af þingi, finnst mér full ástæða fyrir endurtalingu. Finnst þessi ósk réttlæta endurtalingu.
7.12.2024 | 19:07
Möguleikar á framförum?
Það er verið að setja saman nýja ríkisstjórn, og kristaltært að það mun takast. Helstu hindranir eru yfirlýsingar frá frambjóðendum Fokks fólksins um það sem á að leysa og hvernig. Þetta er bara ekki svona auðvelt. Meginþorri þjóðarinnar eru hægri sinnaðir jafnaðarmenn. Sem þýðir að vilja efla atvinnulífið, styðja frumkvæði þaðan, helst frá einstaklingum og minni fyrirtækjum. Síðan að styðja þá sem minna mega sín. Komandi ríkisstjórn getur vel mætt þessu. Það gerist ekki með því að ráðast að lífeykissjóðskerfinu enda átti eftir að hugsa það betur. Þetta með að reka Ásgeir Jónson eða fara að ráðskast með hann afgreiddi Inga Sæland sem tómt bull. Hún ræður öllu. Einn af frambjóðendum Flokks fólksins er Ragnar Ingólfsson, hann fer mikinn en hann hefur líka sína styrkleika. Hann hefur komið að Bjargi íbúafélagi og hann hefur komist að sömu niðurstöðu og Félagi sextíu ára og eldri, lóðaverð á Höfuðbogarsvæðinu er of hátt. Það þýðir ekki að lóðir á þéttingarreitum séu endilega á of háu verði, en það hefur ekki verið brotið nýtt land með ódýrari lóðum. Þar ber Reykjavíkurborg mesta ábyrgð. Þetta kemur mest niður á ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Það vill svo til að meirihlutastjórn Reykjavíkurborg hefur verið Samfylking, Viðreisn og Píratar. Þá spiluðu VG líka með. Framsókn kom inn fram og lögðu áherslu á að bjóða nýjar lóðir, og það er ástæða til þess að gefa þeim tækifæri Ef ný ríkistjórn kemur með húsnæðisstefnu þar sem boðið eru upp á að ungt fólk, og þeir sem minna mega sín geti eignast eigin íbúð er það gott mál. Þá þurfa sveitarfélögin, ásamt stéttarfélögunum og lífeyrissjóðunum að spila með. Það þýddi gjörbreytta stöðu og stefnu.
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.12.2024 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2024 | 21:43
Kosningar og framhaldið.
Hressilegar kosningar að baki. Piratar, Sósíalistar og VG hverfa af sviðinu, og kom það ekki alveg á óvart. Átti von á betri úrslitum hjá Framsókn, en það sem var verst var að Willum Þórsson hverfur af þingi, þrátt fyrir mjög góða frammistöðu í heilbrigðisráðuneytinu, þá er mikil eftirsjá af Lilju Alfreðsdóttur. Mitt mat er að Sigurður Ingi Jóhannsson hefði átt að vera búinn að stíga til hliðar sem formaður. Að missa forystuna í Suðurlandskjördæmi eru skýr skilaboð. Valið hefði örugglega orðið á milli Willums og Lilju.
Hef kynnst vinnubrögðum í einum af undirstofnunum Innviðaráðuneytisins Samgöngustofu. Góð þjónusta þegar kemur að skráningu bifreiða, en þegar kemur að flugi og siglingum tekur annað við. Minni fyrirtæki og einstaklingar í rekstri eru beittir hreinu ofbeldi, þar sem virðing einstakra starfsmann t.d. fyrir stjórnsýslulögum eru afar takmörkuð. Slíkt framferði er algjörlega óásættanlegt í nútíma samfélagi. Í stjórnsýslulögum er skýrt að ef opinberir starfsmenn brjóta stjórnsýslulög í samskiptum við einstaklinga og fyrirtæki sem þau þjóna. Viðurlögin gætu orðið háar sektir eða fangelsisvist. Brýnt er að næsti innviðaráðherra ásamt Umhverfis og samgöngunefnd láti fara fram úttekt á stofnuninni og taki þar til.
Glæsileg útkoma hjá Kristrúnu og Samfylkingunni og gott yfirbragð á flokknum. Viðreisn fær hörkukosningu. Flokkur fólksins er sigurvegari hvað varðar auglýsingar og kynningu enda fengu marga þingmenn. Það er misskilningur að það sé hægt að gera allt fyrir alla og það helst strax. Sumt af loforðunum flokksins er einfaldlega ekki framkvæmanlegur. Loforðaflaumurinn hafði yfirbragð ofurtrúar á populisma. Þetta gæti gert flokknum mjög erfitt fyrir þegar kemur að stjórnarmyndun.
Viðskipti og fjármál | Breytt 2.12.2024 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2024 | 10:36
Efnahagsmálin - húsnæðismálin.
Pawel Bartozek frambjóðandi Viðreisnar segir frá því í bloggi sínu: Við í Viðreisn höfum á fjölmörgum fundum fundum í verslunarmiðstöðum landsins spurt gesti og gangandi: Hvað liggur þér mest á hjarta?. Niðurstaðan var afgerandi. Vextirnir og verðbólgan er það sem fólk vill tala um. Skoðanakannanir staðfesta þetta. Það eru efnahagsmálin sem liggja fólki mest á hjarta. Aðrar skoðanakannanir fá aðra niðurstöðu, húsnæðismálin!
Greinendur eru nokkuð sammála, húsnæðisverð hefur rokið upp og hækkar þess vegna verðbólguna, því húsnæðiskostnaðurinn er inn í verðbólgumælingunum. Æ fleiri eru búnir að finna aðalsökudólginn. Eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu hefur komið með þá stefnu að ung fólk þurfi ekki að eiga húsnæði, geti bara leigt eins og gert er víða í Evrópu. Þessi nýja stefna er bara í engum tengslum við vilja Íslendinga. milli 80 og 90% Íslendinga vilja eignast sitt eigið húsnæði.
Almenningur vill ekki leiguliðastefnu meirihlutans í Reykjavík s.l. 10 ár. Lengst af sátu í honum Samfylking, Viðreisn, Píratar og VG. Sl rúm tvö ár kom Framsókn inn í staðinn fyrir VG. Með því markvisst að brjóta ekki nýtt land t.d. þegar Breiðholtið var byggt, er verið að bjóða nánast eingöngu upp á þéttingarstefnu, sem skilar mun dýrari íbúðum. Forráðamenn ASÍ sögðu í vikunni, Það er verið að byggja íbúðir og húsnæði í Reykjavík sem væri ekki að biðja um af fólkinu. Of stórar og of dýrar íbúðir. Síðan er verið með skilyrði og kvaðir, of fá bílastæði og ekki íbúðir á neðstu hæð. Í umræðunni er að taka þurfi skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg með lögum.
Pegar Pawel segir fólkið vilji ræða um efnahagalsmál þarf hann að skilja hvað fólkið er að segja. Hann endar blogg sitt á:
Its the economy, stupid. Já, hlustum á almenning. Þá þarf að breyta um stefnu. Húsnæðismálin eru stór hluti efnahagsmála.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 23:31
Viðreisn kemur út úr þögninni
Það þótti mörgum áhugavert að sjá hvernig Samfylkingin jók fylgi sitt framan af ári. Hæst mældist Samfylkingin með yfir 30% fylgi. Flokkforystan sagði sem minnst, á meðan ríkisstjórnarflokkarnir voru ósammála um mörg mál Flokksformaðurinn sagði baraa sem minnst. Hún hafði hins vegar byrjað að grisja í flokknum. Fyrst flaug Helga Vala út af þingi, og síðan lak aftökulistinn út. Þrátt fyrir pirring, gátu almennir flokksmenn ekki kvarað svona fylgi hafði ekki sést áður. Nokkrar grunnlínur voru þó lagðar. ESB aðild var ekki eitt af aðalmálunum. Svo kom að því að koma með punkta um Efnahagsmálin, og þá var ljóst að árangur og stefnan í borgarmálunum gat ekki farið með stefnu Kristrúnar Frostadóttur um árangur í Landsmálunum. Það mátti öllum vera ljóst að Dagur B. Eggertsson var ekkert velkominn um borð í landsmálin. Uppstillingarnefnd virti vilja Kristrúnar að vettugi og sprengjan hlaut springa. Fram að þessum tíma var Samfylkingin í forystu og Kristrún líklegasta forsætisráðherraefnið. Þá kemur næsta sprengja Þórður Snær Júlíusson mætir í Spursmál hjá Stefáni Einari Stefánssyni. Þetta var það síðasta sem Kristrún Frostadóttir og Samfylkingin mátti við.
Það er að gerast fleiri hlutir. Verkalýðshreyfingin er að gera sér grein fyrir að þéttingarstefnan í Reykjavík og Borgarlínan er að koma í veg fyrir að ungt fólk geti eignast eigið húsnæði. Hjá meirihlutanum í Reykjavík hefur komið æ sterkar fram að slík stefna sé algjört óþarfi. Það sé alls ekki stefna alls staðar í Evrópu. Á Íslandi hefur þetta verið lykilstefna, og meira að segja Stefán Ólafsson hefur komið með þá kröfu að aðilar í Eflingu geti eignast sitt eigið húsnæði
Við þessar aðstæður fer Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir með Viðreisn fram úr Kristrúnu og Samfylginni. Þorgerður orðin forsætisráðherrafenið. Ekki endilega mikið fagnaðarefni á öllum stöðum.
Við þessi tímamót ákveður Þorgerður Katrín að koma fram með stefnu Viðreisnar. Forystusauðurinn verður jú að vita hvert á að stefna.
Fyrsta málið er að lækka verðbólgu og vexti. Þetta er erfitt mál Fyrir Þorgerði Katrínu. Hún er guðmóðir Meirihlutans í Reykjavík og þéttingarstefna Reykjavíkurborgar er ein aðal ástæðan fyrir hárri verðbólgu og vöxtum. Þetta er jafn slæmt áhersluatriði og íbúðaál ungs fólks. Þorgerður Katrín gagnrýnir skuldastöðu ríkisins á sama tíma og skuldastaða Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum
Áður en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur við sem forsætisráðherra verður hún að útskýra fyrir okkur kjósendum hvernig henni tókst að greiða ásamt eiginmanni sínum rúm 1700 milljónir . Á Wikipedia segir: Í 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslenska bankakerfisins, er fjallað um þá stjórnmálamenn og maka þeirra sem höfðu heildarlánastöðu sem var hærri en 100 milljónir króna. Nafn Þorgerðar Katrínar og eiginmanns hennar er þar ofarlega á blaði en heildarlán hennar og eiginmanns hennar námu nærri 1700 milljónum króna. Þorgerður Katrín sagði af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og tók sér tímabundið hlé frá þingstörfum þann 17. apríl 2010.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2024 | 22:07
Reykjavíkurmódelið
Nú þegar vika er til kosninga er margt sem bendir til að Reykjavíkurmódelið verði einnig í landsmálunum. Samfylking og Viðreisn myndi ríkisstjórn, og þá sennilega með Framsókn. Píratar eru að mestu í kafi þessa dagana og litlar líkur til þess að þeir komi manni á þing. Hverju má búast við? Ungt fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af húsnæðislánum, því stefnan í íbúðamálum unga fólksins er þegar til. Unga fólkið getur bara leigt, nema börn ríka fólksins. Ef litið er til reynslunnar af þessu formi í borgarmálunum, er ástæðulaust að vera með bjartsýni. Skuldasöfnun verður dyggð, og skattar verða hækkaðir. Lofaorðalistinn er langur.
Það vakti athygli að það var ekki samstaða í fyrsta málinu. Viðreisn studdi ekki að Stefán frá Glæpaleiti yrði endurráðinn sem útvarpstjóri. Sagan segir að Þorgerður Katrín Gunnardóttir hafi hugsað sér stöðuna og hafi ætlað að hætta sem formaður Viðreisnar en Samfylkingin hafi ekki tekið það í mál að Þorgerður yrði útvarpsstjóri. Samfylkingin lítur á RÚV sem sitt vígi. Þorgerður er víst komin með kalda fætur varðandi rekstarfyrirkomulagið á RÚV. Hún greiddi atkvæði gegn ráðningu Stefáns í stöðuna og vildi auglýsingu.
Viðskipti og fjármál | Breytt 24.11.2024 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10