Hverjir borguðu reikninginn?

Fyrirtækið Black Cube var fengið til þess að ræða við son Jóns Gunnarssonar og fá út úr honum upplýsingar um hvalveiðar á Íslandi, leyfi til hvalveiða og allt sem því tengist. 

Það er engu til sparað vinnudýrin gista á einu dýrasta hóteli á Íslandi og borðar þar. Það hlýtur að vera eðlilegt að kannað verði hver eða hverjir  borga reikninginn? Er fjármögnunin innlend eða erlend. Hvað kostar að fá slíkt fyrirtæki til þess að ,,taka menn niður". 

Hefur eitthvað slíkt gerst áður? 

Ef grannt er skoðað þá minnir upplegið nokkuð á þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var veiddur i gildru af RÚV á sínum tíma. Handritið furðu líkt. 

Aftur kemur RÚV upp í hugann, en þá varðandi byrlunarmálið svokallaða. Nú er ekki notuð lyf, heldur áfengi notað til þess að veiða upplýsingar. 

Er gengið á Glæpaleiti aftur komið á kreik? 

 

Það er ljóst að það eru ekki stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eða Miðflokksins sem liggja undir grun að standi að fjármögnun. Tilgátur eru hins vegar komnar fram. 


Vandaðri skoðanakannanir

Það er í raun merkilegt hvað fjölmiðlar virðast taka skoðanakannanir alvarlega. Kemur þar margt til bæði niðurstöður kannana hérlendis í samanburði við niðurstöður kosninga. Það sama má reyndar segja um skoðanakannanir víða annars staðar t.d. í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það er vitað að ákveðnir stjórnmálaflokkar fá meira í kosningum en í skoðanakönnunum og aðrir fá minna. Sjálfur leitaðist ég við að leiðrétta spár til gamans fyrr á árinu. 

Í dag kemur á Visi.is frétt um nýtt líkan undir heitinu Kosningaspá Meitils, einmitt þar sem faglega er leitast við að leiðrétta þær skoðanakannanir sem hafa verið að birtast. 

Niðurstaðan mun síðan breytast því sem nær líður að kosningum. 

Nú er spáin þessi: 

Samfylking 18%

Sjálfstæðisflokkur 17%

Miðflokkur 15%

Viðreisn 14%

Flokkur fólksins 11%

Framsóknarflokkurinn 9%

Píratar 5%

Vinstri græn 4%

Sósíalistar 3%

Lýðræðisflokkurinn 1%

Þetta er áhugavert framtak og spurning hvort Kosningaspá Meitils muni boða nýja faglegri spá. Það segi ég án þess að gera lítið úr þeim aðilum sem hafa verið að vinna að kosningaspám á Íslandi. Niðurstöður fyrri kosninga segja okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fá betri niðurstöður en skoðanakannanir sýna. Það kallar á að leiðrétta þarf þær. Bara það eitt segir okkur að þessar kannanir eru gallaðar. Rétt eins og í forsetakosningunum hérlendis á eftir að gera upp mál við kjósendum. T.d. er byrjað að fjalla um 101 milljóna tekjur Kristrúnar Frostadóttur sem hún taldi fyrst fram sem fjármagnstekjur. Afar óheppilegt. Þá verða fjármál Reykjavíkurborgar og framlag meirihlutans í Reykjavík í húsnæðismálum sérstaklega ungs fólks tekin upp. Þegar er farið að ræða um hlutafjárkaup Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og eiginmanns hennar Kristjáns Arasonar í Kaupþingi, og meðferð þeirra mála. Á Wikipedia voru þau sögð skulda 1700 milljónir í hruninu. Þetta er bara hluti af hverri kosningabaráttu. Þó maður vonist eftir málefnalegri kosningabaráttu þá eru rangfærslur m.a. í efnahagsmálum hreint út sagt með ólíkindum, sem ég reyndar skrifa oftar á þekkingarleysi fremur en populisma. Lítil þekking getur verið hættuleg þekking. 


Breiðablik Íslandsmeistari

Góðu Íslandsmeistaramóti í knattspyrnu lokið með sigri Breiðabliks í Bestu deild karla og áður kvenna. Afar áhugavert lið og góð blanda leikmanna. Þetta er stór sigur fyrir Halldór Árnason þjálfara sem verður ekki talinn reynslumikill sem þjálfari. Ráðning aðstoðarþjálfara til félagsins nýlega er afar skynsamleg ráðning. Þá er Höskuldur Gunnlaugsson verskuldað valinn leikmaður ´Bestu deildarinnar í ár. Mér finnst með ólíkindum hvernig landsliðsþjálfararnir komast hjá að velja hann í landsliðið, ekki síst eftir að Aron Gunnarsson datt út. Alhliða góður leikmaður með einstakan karakter. Til hamingju Breiðablik. 


Eru kennarar jafnari en aðrir?

Kjarasamningar í voru viðleitni til þess að ná þjóðarsátt. Enn og aftur fengu þeir sem verst stóðu mest. Það mun ekki ganga til lengdar því þá hefur það litla þýðingu að afla sér menntunar. Samningarnir skila öllum hins vegar allnokkru, ef þeir halda. Því reynir á þeir sem síðar semja virði ramman. Allir jafnir. Nú eins og áður koma hópar fram sem vilja vera jafnari en aðrir. Fyrst kennarar. Það er sérlega slæmt nú í ljósi umræðna um skólakerfið, og sýnir mikið dómgreindarleysi. Svo koma kröfurnar upp í rjáfri. Borgarstjóri bendir síðan á að veikindadagar og frí eru óásættanleg innan kennarastéttarinnar. Það ástand verður að skoða sérstaklega. Þá er ráðist á borgarstjóra og kennarar hóta uppsögnum. Það er almenningur en ekki kennarar sem á að vera móðgaður. 


Populismi á Austurvelli

Annað slagið hlusta ég á Útvarp sögu. Það kom mér á skemmtilega á óvart að margir þættir á stöðinni eru góðir. Segir okkur að það er vel hægt að bjóða upp á vandaða umfjöllun án þess að vera ríkismiðill. Stöðin mætti vel styðja betur. Rétt um hádegið var þáttur sem var ekki par skemmtilegur. Ragnar Ingólfsson formaður VR og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins. Kom sennilega inn í þáttinn þegar honum var að ljúka, Þau ræddu m.a. verðbólguna, og verðtrygginguna. Umræða á sorglega lágu plani og alveg laus við að þau hefðu þekkingu á málefninu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir situr þó í Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis Ragnar lagði til að eitt útlánaformið þ.e. verðtryggð lán ætti að banna til einstaklinga. Það kom engar útskýringar. Samskonar rökleysa kemur reglaulega frá Hagsmunasamtökum heimilanna.Það hefur verið reglulega borin saman verðtryggð og óverðtryggð lán og þegar til lengdar er litið eru kjörin nokkuð sambærileg. Eini mismunurinn er að afborganir eru jafnháar að raungildi allan lánstímann, en er hærri í óverðtryggðum lánum í byrjun en afborganir lækka að raungildi þeim mun lengra sem líður á lánstímann. Kostulegast var síðan að hlusta á Ásthildi svara einstaklingi sem ekki fékk hækkaðar vaxtabætur. Hún svaraði því til að fólk hefði fengið um 250.00 sem hefði farið inn á höfuðstólinn, sem hefði bara verið verra!!!! að fá. Það er spurning hvort að svona bull ætti að taka fyrir í siðanefnd Alþingis? Þessi tvö keppast svo við að gera lítið úr Ásgeiri Jónssyni og hafa bæði talað um að taka þyrfti fram fyrir hendurnar á honum, eða jafnvel segja honum upp. Þetta verður vart skilið nema sem alvarleg minnimáttarkennd hjá hjúunum. Næst fara þau að gera lítið úr læknisfræðiprófessorum til þess að upphefja sig. Svo kom rúsínan í pylsuendanum, þau ætla að safna saman fólki á Austurvelli í dag. Síðasta samkoma Ragnars Ingólfssonar á Austurvelli var slík háðung að lengi verður í minnum haft. 

 


Grunnnám í hagfræði

Það ætti að vera inntökuskilyrði fyrir ákveðnar stéttir að taka grunnnámskeið í hagfræði. Þingmenn, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fjölmiðlamenn sem fjalli um efhahagsmál. 

 

Í morgun voru stýrivextir lækkaðir um 0,25. Hafði skotið á þessa niðurstöðu nokkru fyrir ákvörðunina. Óbreytt vaxtastig hefði ekki komið mér sérlega á óvart. Þetta var blanda af óskhyggju og tilfinningu. Almenningur getur haft áhrif. Bíðum með stórar framkvæmdir og spörum, leggjum fyrir eða greiðum niður skuldir 

Það þarf meira til. Sveitarfélögin verða að taka þátt í dæminu. Ekki safna skuldum og brjóta land fyrir íbúðahúsnæði. Tökum á bákninu sem hækkar húsnæðisverð og opnum fyrir nýjar ódýrari leiðir til þess að byrja. 

Þá þarf að skoða möguleika lífeyrissjoðanna til þess að koma með nýtt húsnæði bæði fyrir leigumarkaðinn og til sölu 

Þá þurfa aðilar eins og bankarnar að sýna ábyrgð

Þegar aðilar úr verkalýðshreyfingunni tjá sig skiptir það máli. Ragnar Ingólfsson formaður VR tjáir sig um stýrivaxtalækkunina og telur hana of litla og of seint fram komna. Ragnar hefur áður tjáð sig um ákvarðanir í Seðlabankanum og persónugert þær, með að taka þurfi völdin af Ásgeiri Jónssyni. Í hans hópi er kallað eftir því að Ásgeir Jónsson verði rekinn. Þetta er slíkur loddaraskapur og ber vott um þekkingarleysi Ragnars á efnagasmálum. Á sama tíma heyrist lítið í honum þó Reykjavíkurborg standi sig afar illa að sinna eftirspurn eftir lóðum og þá þá ódýrari en þær sem fást með þéttingu byggðar. Þannig er Ragnar að bregðast ungu fólki í VR, því þessi stefna Reykjavíkurbogar hækkar verð á íbúðum og er nú svo komið að nánast aðeins ungt fólk með ríka foreldra sem getur stutt þau fjárhagslega getur eignast íbúðarhúsnæði. Ragnar er því orðið sérstakt efnahagsvandamal, sem m.a. heldur verðbólgunni uppi 


Ritarinn með lausnina?

Það getur verið mjög áhugavert að hlusta á stjórnmálamenn ræða lausnir á vandamálum í efnahagsmálum. Verðbólgan á niðurleið í og lánshæfismat batnar. Opinberir aðilar eru hins vegar ekki bara ríkið heldur líka sveitarfélögin. Kópavogur var að skila rúmlega 500 milljóna hagnaði á síðasta ári, en Reykjavík með 150 milljóna hagnaði. Þá þarf að taka tillit til að t.d. fasteignaskattar eru mun hærri í Reykjavík en í Kópavogi. Ef Reykjavík væri með sömu skattprósentu fasteignagjalda og Kópavogur væri Reykjavík að skila halla upp á tvo og hálfan milljarð. Það kom fram hjá Einari Þorsteinssyni borgarstjóra Reykjavíkur að fjárhagstaðan væri til muna verri en þau hann hefði talið þegar hann var fenginn inn í meirihlutann. Það segir mikið um stöðuna  þegar Reykjavík þarf að skera niður opnunartíma í sundaugum og í félagsmiðstöðum fyrir unga fólkið, á þeim tímum sem við þurfum líka að taka á vanda ungs fólks. Dagur B. Eggertsson er sendur um allan heim til þess að kynna sér hvernig hann hefði átt að stýra Reykjavíkur á árangurríkan hátt. Það vakti athygli þegar Dagur útskýrði að hann hefði getað farið í miklu fleiri ferðir, en samstarfsflokkarnir eru endalaust að benda honum á ný námskeið og nýjar ráðstefnur, það er eins og samstarfsflokkarnir vilji losna við Dag til þess að fá vinnufrið. Reykjavík þyrfti síst á að halda nú að láta birta lánshæfismat borgarinnar. Það jákvæða er að Einar Þorsteinsson er sannarlega að leggja sig fram og það mun öorugglega skila  árangri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom nýlega fram og fagnaði ógurlega að Borgarlínan væri samþykkt með rúmlega tvöfalt hærri áætlun en þeirri sem þau kynntu fyrst. Það var eins og hún hafi unnið í Lottóinu, Niðurstöðu sem mun hækka skuldir Reykjavíkurborgar sem er jú í lagi, það er unga fólkið sem fær að borga reikninginn Ritari Viðreisnar kom fram í Sprengisandi um helgina og lausn hans hvernig taka á vandamálum í efnahagsstjórninni er einföld og skýr. Taka upp Evruna. Lausn Reykjavíkurborgar gæti því verið að taka upp Evruna. Borgarevruna. 


Sleppa sakborgningarnir í RÚV?

Niðurfelling sakamáls á hendur Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, og núverandi yfirmanns hjá Landsvirkjun þarf ekki endilega að sakborningar séu sloppnir Það er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að þetta mál sé upplýst Þetta er ekki ósvipað og að einhverjir séu teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Það að engir í bílnum játi að hafa keyrt ætti ekki að duga til þess að sleppa. Ef enginn játar, eru allir samsekir Er þá nokkuð annað en að setja liðið inn?

Þessi framgagna Þóru og félaga hefur rústað áliti almennings á RÚV, og þar lítið annað hægt  að gera en að loka búllunni.

Ef þau verða síðar dæmd ætlar Þórður Snær Júlíusson þá að taka sér veikindaleyfi frá störfum á Alþingi til þess að fara á Litla Hraun. Hef enga trú á að Kristrún Frostadóttir hafi áhuga á að fá slíkan kalíber til þess að búa til heiðarlegan Jafnaðarmannaflokk á Íslandi. 

Getur Landsvirkjun haft starfsmann eins og Þóru Arnórsdóttur í starfi Það er lykilatriði í almenningstengslum að viðurkenna þegar mistök verða og leggja öll spilin á borðið, eins fljótt og auðið er Ekki fela gögn og reyna að þagga málið niður. 

 Stefán Eiríksson hefur misst allt traust. 

Þetta mál lendir að hluta á Lilju Alfreðsdóttur, en ég er sannfærður um að hún taki þetta verki og leysi á farsælan hátt. 

Það er full ástæða til að taka verk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þegar hún lét breyta RÚV í Ohf Það var óhæfuverk Bara fyrir það eitt ætti hún að taka pokann sinn 

Ef til vill, verða  þessi sóðalegu vinnubrögð sakborninga til þess að RÚV verði lagt niður í núverandi mynd og aðrir fjölmiðlar eflist. Myndi t.d. gjarnan sjá A4 lifna við, Skessuhorn, Útvarp Saga, svo og aðra minni fjölmiðla. Ég játa þó að ég myndi sakna rás eitt á RÚV. 

Verði RÚV ennþá til um næstu áramót, þá eigum við almenningur að geta ráðstafað fjölmiðlaskatti okkar á þá fjölmiðla sem við viljum styðja. Það eigum við að geta gert á skattframtalinu okkar rétt eins og við getum ákveðið hvaða trúfélag við viljum styðja 


Fær Þóra að fylgja RUV strákunum?

Nú ver að líða að því að símaþjófnaðarmálið verði tekið fyrir. Eins og gefur að skilja skjálfa margir á beinunum bæði í Efstaleyti og samstarfaðilar þeirra. Ef þetta lið verður dæmt til að sitja inni, þá má búast við að þau óski eftir að fá að gista á Kvíabryggju. Ef Þóra Arnórsdóttir fær líka fangelsisdóm, þá fær hún sennilega ekki að gista á Kvíabryggju með strákunum heldur verður þá að sitja inni á Hólmsheiði eða Litla Hrauni. Kannski fá þau öll að vera á Hólmsheiðinni. Í morgun kom til mín póstur um að Seðlabankinn hafi kært Þóru, og þar var samstarfsmaður Sigurjón Egilsson. Nennti ekki að lesa þetta og eyddi þessu sem falspósti. Sýndist þetta koma erlendis frá. Kannski er Þóra orðin heimsþekkt fyrir mál sín um allan heim.  


Innfluttir betlarar.

Þeir sem búa í stærri borgum í Evrópu, eða ferðast þangað, þekkja vel betlara sem eru liggjandi á gangstéttum og við verslunarmiðstöðvar. Stórar sjóvarpstöðvar hafa skoðað þessa starfsemi og a.m.k. hluti þessara betlara er gerður út af gengjum. Betlarar hafa m.a. valið sér að vera upp við Nettó í Mjódd. Einn eldri borgari ákvað að fylgjast með konu sem var að betla fyrir sig og þrjú börn sín. Hún bar sig afar aumlega.  Eftir nokkurn tíma kom afar góður maður og fór með konuna inn, og keypti fyrir hana matvæli fyrir um tíu þúsund. Hvað konan var ánægð og þakkaði manninum fyrir. Hún bar pokana eftir nokkra stund út lítinn bíl   Eftir um nokkra stund var hún mætt aftur og bar sig ekki síður illa en áður. Einhverjir gáfu peninga,aðrir vörur.  hún var líka þakklát fyrir peninga. Daginn eftir var hún mætt aftur. Átti ég leið framhjá og þekkti hana af lýsingunni og hún  var jafn aum og deginum áður, og börnin jafn svöng. Sami bíllinn beið hennar á planinu til þess að taka á móti ,,gjöfunum". Bílstjórinn var á litlum sendibíl svona eins og iðnaðarmenn nota. Maðurinn minnti mig frekar á starfsmann öryggisfyrirtækis eða dyravörð, fremur en eiginmann fátæks betlara.  Rétt hjá var harmonikkuleikari og spilaði. Mér þótti hann skila sínu og þakkaði honum með smámynt. Ég gaf ,,betlaranum" ekki neitt, læt ,,góða fólkinu" það eftir. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband