Er RÚV með gengi innanhúss?

Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir sagði frá að hingað séu byrjaðir að koma glæpahópar eða glæpagengi frá Norðurlöndum. Þá hefur komið fram að slík gengi hafa komið annars staðar frá t.d. frá Albaníu. Glæpagengi er allt annars eðlis en einstaklingar í fíkniefnavanda sem brjóta af sér til þess að afla peninga fyrir næsta skammti. Glæpagengi er mun alvarlegra mál þá taka einstaklingar sig saman oft allsgáðir og skipuleggja glæpi. Takist það er oft farið í stærri verkefni. Nú vill svo til að til rannsóknar er meint saknæmt athæfi þar sem starfsmenn RÚV og fleiri taka þátt. Fer að liða að því að ákvarðanir verði teknar hvort ákæra eða ákærur verða lagðar fram. Innan RÚV hafa sumir sem nefndir hafa verið til sögunnar hætt hjá RÚV eða færðir til í störfum. Ef yfirmenn þeirra vissu af refsiverðri framkomu, var það þá tilkynnti til lögreglu? Ef yfirmenn vissu af slíku athæfi og ekkert gert hafa þeir tengst málinu. Einn af þeim sem hætti störfum er fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sú fór til Landsvirkjunar. Það hlýtur að vera afar óþægilegt fyrir Landsvirkjun að hafa starfsmann í ábyrgðarstöðu án þess að vita hvort viðkomandi starfsmaður er sekur eða ekki. Það er mjög brýnt að niðurstöður liggi fyrir sem fyrst. RÚV getur ekki búið við þann grun að rækta glæpagengi innanhúss. Hvort sem er til glæpsamlegra verka, til þess að níða niður einstaklinga eða til pólitískra óhæfuverka. 


Starfsmenn RÚV vilja stofnuna feiga.

Það er eins og talsverður fjöldi starfsmanna RÚV vilji leggja stofnunina niður. Þetta eru aðallega starfsmenn eða fyrrum starfsmenn fréttastofu og umræðuþátta. Það gera með óvönduðum vinnubrögðum, hlutdrægni og oft hreinum áróðri. Hvað segðu menn ef aðrir starfsmenn ríkisstofnana myndi hegða sér svona almennt. það gengur ekki upp að aðilar sem eiga að vera í þjónustu við almenning séu með áróður og leiðindi.   Játa að það eru þættir t.d. á Rás 1 og tónlistarþættir sem eru verulega vel gerðir. Það geta starfsmenn einkastöðva líka gert. Við eigum afburða fréttamenn þeir eru bara fæstir á RÚV. Síðasta útspil Heiðars Arnar Sigurfinnssonar og útvarsstjóra Stefáns Eiríkssonar segja okkur hvers konar ruslakista RÚV er orðin. Nokkrir starfsmenn og fyrrum starfsmenn bíða  að öllum líkindum dóms. Það verður áhugavert hvort stjórn RÚV setur Heiðar Örn og Stefán í frí, eða finna störf innan RÚV á meðan uppsagnarfrestur þeirra líður. Við eigum að geta farið inn á Island.is og sett fjölmiðlaskatt okkar á þá fréttaveitur sem við viljum fá okkar greiðslur. 


Niður með verðbólguna

Það átti að vera sameiginlegt verkefnið að ná verðbólgunni niður. Því miður taka ekki allir þátt. Bankarnir taka sig til og hækka vexti á verðtryggðum lánum. Það er misskilningur að eina hlutverk fyrirtækja sé að græða. Samfélagsleg ábyrgð skiptir líka máli. Nú ættu þeir bankar sem hafa hækkað vexti að draga þá hækkun niður í einhvern tíma. Sveitarfélögin eiga ekki að bjóða út lóðir og selja til hæstbjóðanda. Sveitarfélögin rétt eins og ríkið verða að sýna aðhald í rekstri og stoppa gæluverkefni. Innviðaráðuneytið á nú tækifæri að ná árangri í umgjörð húsnæðismarkaðarins, en einnig að koma með lausnir á þeim sem eiga við greiðsluerfiðleika að stríða. Þá þurfa lífeyrissjóðirnir að koma að dæminu. Ef það er raunverulegur vilji að ná verðbólgunni niður þá er það sannarlega hægt. Síst en ekki síst þurfa valdagráðugir stjórnmálamenn að hætta að blaðra um allt sé að fara til andskotans þrátt fyrir að það séu að koma kosningar. 


Í moldviðrinu

 

Á undanförnum vikum hefur embætti Ríkissaksóknara verið mikið til umræðu. Ríkissaksóknari og Varríkissaksóknari hafa deilt í fjölmiðlum. Þetta er afar óheppilegt en getur líka verið til góðs. 

Vararíkissaksóknari fær áminningu í starfi fyrir rúmum tveimur árum fyrir það sem Ríkissaksóknari metur að Vararíkissaksóknari hafi notað óvarlegt orðalag um þróun mála. Þarna hafi Vararíkissaksóknari talað óvarlega um samkynhneigða. Dómsmálaráðuneytið gerði ekki athugasemdir við þessa áminningu. Efnið er hins vegar umhugsunarvert eiga flóttamenn að fá sérafgreiðslu vegna þess að þeir séu samkynhneigðir, eða jafnvel segjast vera samkynhneigðir. 

Núverandi á er hvað má Vararíkisaksóknari tjá sig um innflytjendur eftir að vararíkissaksóknari hefur fengið lífhótanir ásamt fjölskyldu sinni 

Í málið blandast svo að Vararíkissaksóknari kemur því á framfæri að þegar hann hafi fengið þessar hótanir hafi Ríkissaksóknari ekkert gert í málinu. Þetta er alveg sér dæmi og fjallar um hæfi Ríkissaksóknar sem stjórnanda. 

Málið fór jú fyrir Dómsmálaráðuneytið sem margir segja að hafi komið með Salómonsdóm

Það er alveg eðlilegt að lögmenntaðir menn tjái sig um þennan úrskurð Dómsmálaráðherra, en það er er mjög umhugsunarvert hvort eðlilegt sé að Ríkissaksóknari tjái sig um málið opinberlega. Hún segir málið moldviðri sem Varríkissaksóknari hefur þyrlað upp. Hún hefur áður tjáð sig um efasemdir um að Vararíkissaksóknari hafa fengið meira en eina lífhótun. Í ljósi þess að hún hefur ekki afneitað að hún hafi ekki stutt Vararíkissaksóknara varðandi hótanir, þá hún í afar óheppilegri stöðu. 

Eftir situr að Dómsmálaráðuneytið þarf að beita sér í að koma á eðlilegu ástandi hjá embætti Ríkissaksóknara. Það fjallar bæði um hvað embættismenn mega tjá sig um opinberlega og hvort koma þurfi upp vettvangi þar sem starfsmennirnir keti komið ábendingum á framfæri. Hins vegar er líka ljóst að embætti ríkissaksóknar þarf á aðstoð að halda varðandi eðlilega stjórnarhætti og aðstoð í mannlegum samskiptum. Það er mikilvægt að innflytjendur, samkynhneigðir fái ekki ástæðu til að ætla að þeir fái ekki jafna stöðu á við aðra varðandi afgreiðslu frá ákæruvaldinu, en þá líka að hatur milli kynja stjórni ekki hvernig mál séu afgreidd hvorki hvað varðar ákærur, en líka á vinnustaðnum. Bera ekki bæði Ríkissaksóknari og Vararíkissaksóknari bera ábyrgð þá því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp? Er ekki alveg sð skilja Sigríði Friðjónsdóttur þegar hún bregst undirmanni sínum með því að styðja hann ekki þegar hann fær líflátshótanir, þá bregst hún fyrst og fremst sem stjórnandi og maður. Þá fer hún að þrugla hvort hótanirnar hafi verið ein eða fleiri. Minnir mann á fyrrverandi biskup, sem reyndi að benda á aðra þegar hún hafði misst allt traust. Hvernig hún ætlar að ávinna sér traust að nýju geri ég mér ekki grein fyrir. Það verður erfitt. 

 


Hatur á körlum

24 október 1975 var dagur gleði, og sigurs. Fyrsti Kvennafrídagurinn á Íslandi. Yfir 90% kvenna fengu frí  til þess að fjalla um réttindamál sín. Það voru ekki bara konur sem fögnuðu, heldur meginþorri karla samfagnaði þeim í virðingu. Þessi dagur hafði mikil áhrif þannig var Vigdís Finnbogadóttir kosin sem Forseti Íslands 1980, Kvennalistinn bauð fram til Alþingis 1983, fjöldi kvenna á Alþingi fjölgaði umtalsvert og áhrif fóru um allt þjóðfélagið. Viðhorf sem oft voru æði karlæg breyttust hægt og bítandi. Man að einhverjum 20 árum síðar fjölluðu nokkrar af frumkvöðlunum um þróunina og þótti sem að um bakslag hafi orðið. Ein af skýringunum var að 1975 var þetta breið, fjöldahreyfing en á nokkrum árum voru komnar harðlínu vinstri konur í framlínuna, með meiri hörku og hatri. 

24 október 2023 var síðan boðað til funda, í stað Kvennafrídags var kominn Kvennaverkfall sem þær Inga Auðbjörg Straumland og Sonja Þorbergsdóttir skipulögðu. Lágpunktur dagsins var þegar Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga öskraði á gestina ítrekað  ,,Fokk feðraveldi". Þetta var ekki lengur samstöðufundur heldur hatursumræða, sem við eigum jú lög um. Ef Guðbjörg hefði öskarað ,,fokk innflytjendur", eða ,,fokk Gyðingar eða Palestínumenn" hefði hún eflaust verið handtekin og sett inn, en af því að hún öskraði ,,fokk feðraveldi" þá kunnu menn ekki við að kæra hana, en það hefur lögregluyfirvöld átt að gera. Næstu daga logaði þjóðfélagið, ekki bara karlar voru ósáttir heldur líka konur. Spurning hvort ekki enn sé hægt að fara yfir málið með dómstólum. 

Þegar karlalandsliðinum í fótbolta og handbolta fór að ganga mjög vel og þjóðin tók á móti þeim með þúsundum, minnti mikið á kvennafrídaginn 1975, þá fundu margir fyrir undirliggjandi hatri. Gekk svo langt að hópur kvenna krafðist þess að fá að velja landsliðin eða a.m.k. útiloka þá sem þær vildu ekki hafa í liðunum. Svona Vók sprengja.

Deilur Ríkissaksóknara og Vararíkissaksóknara virðist ver byggð a.m.k. að hluta á svona hatri. Vararíkissaksóknari fær lífshótanir bæði sjálfur og fjölskylda hans, vegna starfa sinna. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðnings Ríkissaksóknara vegna þessara hótana. Ef rétt er, þá er það með ólíkindum. Deildur þeirra fjalla líka um það hvað Vararíkissaksóknari má segja opinberlega um mál, og þar finnst mér Helgi Magnús Gunnarson túlki heimildir sínar allt of rúmt. Það má vel koma á lokuðum vettvangi þar sem reynsla, þekking, og skoðanir saksóknara, dómara og fleiri í viðkvæmri stöðu getur komið fram, en við þurfum að hafa þá tilfinningu að allir séu jafnir fyrir dómi. Ríkissaksóknari gerir lítið úr ábendingu um aðgerðaleysi sitt í málefnum Varasaksóknara með gera ágreining hvor slíkar hótanir hafi verið fleiri eða færri. Ef aðgerðarleysi hennar sem yfirmanns á við rök að styðja ætti gæti hún auðveldega fengið áminningu. 

Mál fyrrverandi Biskups koma upp í hugann þegar kemur að hatri til karla. Hvert málið á fætur öðru þarf að leysta til þess að hreinsa upp eftir þennan fyrsta kvennbiskup. 

Í ljósi málefni Ríkissaksóknara vekur athygli að mál Albert Guðmundssonar knattspyrnumanns, fer fyrir dóm á næstu dögum. Á fyrri stigum þess máls var það mat þeirra sem um málið fjallaði að því yrði vísað frá. Þeirri niðurstöðu breytti Ríkissaksóknari Sigríður Friðjónsdóttir. Þetta ferli er óþægilegt í ljósi máls Varasaksóknara og Ríkissaksóknara. 

 

 


Kemst hann á Alþingi ?

Það er áhugavert að sjá hverjir ætla sér á Alþingi og hvernig þeir vinna til að kynna framboð sín. Nú skal fara á Austurvöll Fyrst er farið í bítið og fjallað mikið um efnahagsmál orsakir og afleiðingar, sem stenst ekki einu sinni hagfræði 301 í fjölbrautaskólanum. Það hjálpar til að Lilja og Heimir eru ekki sterk á svellinu hvað varðar efnahagsmál og þá er hægt að fullyrða hvað sem er. Jú svo skal halda á Austurvöll og verður þá þeim þætti sem keyrir upp verðbólguna mótmælt. Þá þarf að skamma sveitarfélögin. Allir sem fylgjast með þjóðmálum vita að það verður varla minnst á þann þátt. Annar aðalþáttum sem keyrir upp verðbólguvæntingar eru fólk sem  bullar um málið og hefur til þess enga þekkingu. Snáðinn sem vill komast á þing er því orðinn ein aðal ógnun við heimilin í landinu. 


Blíhúðun og óboðleg þjónusta.

Góður hópur aðila, eigendur einkaflugvéla, smábáta, bæði skemmtibáta og til fiskveiða, svo og eigendur báta og skipa í rekstri í ferðaþjónustu, héldu kröftugan fund um gullhúðun varðandi innleiðingu á EES-reglugerðum, svo og aðkomu hins opinbera og framkomu gagnvart einstaklingum og meðalstórum og smáum fyrirtækjum. Þótti mörgum gestum þar að opinberir aðilar neyttu aflsmunar, og þótti í flestu þröngt fyrir dyrum.

Í þessari umræðu kom flugmaður, eigandi einkaflugvélar, með einstaklega áhugavert innlegg þar sem hann sagði frá því að Samgöngustofa hefði nýlega ætlað að svipta hann tímabundið einkaflugmannsréttindum sínum.

Starfsmenn stofnunarinnar vísuðu í EES-reglugerðir máli sínu til stuðnings. Hann tók sig til og las reglugerðirnar sem hann hafði átt að brjóta gegn og komst þá að því að þau ákvæði sem áttu að hafa verið brotin áttu við um stórar þotur sem flytja fólk milli landa og heimsálfa en ekki litlar heimasmíðaðar einkaflugvélar eins og þá sem hann hafði flogið.

Það var ekki síður áhugavert að heyra hvernig starfsmenn Samgöngustofu brugðust við. Í stað auðmýktar og eftirsjár urðu viðbrögðin vart skýrð á annan hátt en sem hroki og hefndaraðgerðir. Nokkuð sem nokkrir aðrir fundarmenn höfðu sjálfir kynnst frá Samgöngustofu.

Skráning báta og skipa er svo ævintýri út af fyrir sig. Þeir sem geta velja oftar en ekki að skrá skip sín erlendis. Ef breyta þarf um skráða áhöfn, t.d. um helgi, er það ekki hægt þar sem þá eru starfsmenn Samgöngustofu í helgarfríi. Oft eru gefnir upp símatímar sem eru vel skornir við nögl, en þá þýðir lítið að hringja, því það er undir hælinn lagt hvort svarað sé.

Hvalaskoðunarskipi var úthlutað svæði til að sigla á, sem átti sér hvorki stoð í lögum né reglugerðum. Rekstraraðili skipsins lét reyna á þetta fyrir dómi og skipstjóri skipsins vann fullnaðarsigur.

Samt sem áður tilkynnir Samgöngustofa brot skipsins til Landhelgisgæslunnar, sem fer og siglir skipinu í land þrátt fyrir að fyrir liggi dómur. Í átta skipti hefur þetta verið endurtekið og kærum alltaf vísað frá enda liggur fyrir dómur í málinu.

Nú í síðasta skiptið dró Samgöngustofa kæru til baka til þess að setja á fyrirtæki skipsins stjórnsýslusekt fyrir að brjóta reglur sem dómstólar hafa hafnað að standist.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samgöngustofa fær harða gagnrýni fyrir einelti og valdníðslu. Fyrrverandi innviðaráðherra ákvað að stinga svartri skýrslu um stofnunina undir stól án þess að koma því í verk að fara í úrbætur á því sem þegar lá fyrir að þyrfti að lagfæra. Þannig er verið að gefa leyfi fyrir áframhaldandi einelti og valdníðslu.

Eftirlitsaðilarnir eru hins vegar fleiri. Nú er tækifæri fyrir samgöngunefnd Alþingis að láta taka Samgöngustofu út, til að í framhaldinu verði hægt að taka til í stofnuninni og hún fari að sinna þjónustuhlutverki sínu.


Bjálfaákvörðun á menningarnótt!

Fyrir ekki svo löngu var boðið frítt í strætó á laugardaginn sem við köllum á menningarnótt. Mjög margir tóku strætó og margir kyntust almenningssamgöngum. Þetta gekk bara ágætlega. Kostnaðurinn við þennan rausnarskap við íbúa á höfuðborgarsvæðinu var smáaurar, ekkert sem skipti rekstur sveitarfélöganna nokkru máli. Svona til þess að sýnast var þessi auma nýja  ákvörðun tekin. Ef nokkur vilji hefði verið hægt að fara í smá aðhald í rekstri sveitarfélaganna. Ég spurðist aðeins um þessa ákvörðun og fékk það svar að margir hafi komið að ákvörðuninni. Var hugsað til máltækisins. Því verr duga/gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. 


Meirihlutasamstarf í Reykjavík í andaslitrunum!

Mjög líklegt er að þeir flokkar sem standa að meirihlutanum í Reykjavík muni slíta samstarfi á næstu dögum.  Hvert hneykslismálið hjá Degi B. Eggertssyni fyrrum borgarstjóra á eftir öðru kemur upp á yfirborðið og það vita allir að tími uppgjörs er kominn. Var sjálfur með fyrrum framkvæmdastjóra hjá einu stærsta lögfræði og endursoðandafyfirtæki í Evrópu og hún var spurð um orlofsmál Dags B. Eggertssonar og svarið var einfalt. Það kom einu sinni svona mál upp á mitt borð, og það var spurning um að fresta töku á orlofi í eitt ár. Hún fékk harða gagnrýni að slíkt yrði látið átulaust Lá þó fyrir bókun allra aðila um að slíkt yrði leyft. Tíu ár, þið verðið að leita til landa eins og Nigeríu, Úganda eða Namibíu. Í fjölmiðlum kemur fram Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem er oft réttilega er kölluð guðmóðir meirihlutans í Reykjavík. Marga undrar tilvist Þórdísar Lóu Þorhallsdóttur í forystu fyrir Viðreisn í Reykjavík. Þórdís vissi ekkert um Reykjavík þegar hún byrjaði í Borgarstjórn og hún þykir ekki hafa bætt við sig neinni þekkingu síðan. Hún hefur það sem formaður Viðreisnar telur hins vegar vera mikilvægast í stjórnunarstöðu, píku. Saga Þorgerðar Gunnarsdóttur er ekki fögur, enda kom hún aldrei til greina sem formaður Viðreisnar við stofnun flokksins og þegar ferill hennar verður skoðaður, er það eina von Viðreisnar að hún hypji sig þaðan sem fyrst. 


ESB kosningamálið?

Nú finnum við að undirbúningur fyrir næstu alþingiskosningar er kominn í gang. Samfylkingin ákvað að hreinsa til í sínum málum og henti ESB aðildinni út af borðinu. Ljóst er að  að aðildarumsókn nú ef slík yrði samþykkt á Alþingi gæti ef allt gengi upp þýtt Ísland fengi hugsanlega umsóknina samþykkta  eftir 15 til 20 ár. Þannig að aðildarumsóknin skilar engu í lausnum á vandamálum líðandi stundar. Er þá málið ekki dautt. Nei einn lítill flokkur Viðreisn sér sín tækifæri að veifa þessu spili. Þeir kjósendur Samfylkingarinnar sem eru með ESB  á trúarforminu, munu hugsanlega færa sig yfir til Viðreinar sem eiga því auðveldara að halda sér á þingi. Þó ólíklegt verði að telja að ESB aðild verði aðal mál komandi kosninga, Heldur útlendingamálin, verðbólgan og húsnæðismálin. Það sem keyrir verðbólguna mest nú er húsnæðisþátturinn og þá er Viðreisn í vondum málum. Reykjavík hefur hlutfallslega staðið sig verst af sveitarfélögunum, miðað við stærð afleitlega. Það lóðaframboð sem meirihlutinn í Reykjavík hefur boðið upp á er fyrst og fremst lóðir af þéttingarsvæðum, sem þá þýðir á mjög háu verði. Þessi stefna er hrein aðför að ungu fólki og þeim sem minna mega sín, því húsnæðisskortur hafur mikil áhrif á leiguverð húsnæðis. Til þess að gera vont mál verra hefur sömu flokkar og hafa staðið fyrir skorti á hagstæðum lóum, hafa líka tekið þátt í að opna landamæri Íslands fyrir pólitískum flóttamönnum. Viðreisn, Pítatar og Samfylking bera mesta ábyrgð á þessu ástandi, og reyndar einnig VG þó þeir hafi gefist upp á samstarfinu við þessa flokka. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband