18.1.2011 | 00:48
Næsti formaður VG
Það verður að teljast líklegt að þegar stjórnin fari frá, hætti Steingrímur Sigfússon sem formaður. Að öðrum kosti er líklegt að VG endi eins og Frjálslyndi flokkurinn í höndunum á Guðjóni Arnari. VG vann ótrúlegan kosningasigur síðast, en búast má við talsverðu fylgistapi næst. Ástæðurnar eru margar. Sú fyrsta er að Steingrímur Sigfússon reyndi að knýja Icesavesamninginn í gegn. Umburðarlyndi VG við umsókninni í ESB og síðan aðgerðarleysið í uppbyggingu atvinnulífsins að nýju.
Þinglið VG skiptist í tvennt. Fjórir sterkir einstaklingar sem ráðherrar. Steingrímur, Katrín, Svandís og Ögmundur. Órólega deildin Atli, Lilja, Ásmundur og Guðfríður og svo einhverjir sem enginn man eftir að séu á þingi.
Af sveitarstjórnarmönnum koma þrír upp á borð.
Listinn er eftirfarandi.
1-3 sæti Katrín Jakobsdóttir kom ung inn í varaformannsembættið. Hún er vel liðin og gæti leitt VG inn í nýja tíma. Komin með reynslu og gæti náð sáttum innan flokksins, sem er algjör nauðsyn.
1-3 sæti Ögmundur Jónasson, hefur meiri tilfinningu fyrir grasrótinni en flokksforystan hefur. Hefur skapað sér stöðu innan VG sem enginn þorir lengur að hrófla við. Gagnrýninn en þykir jafnframt refur í pólitík.
1-3 sæti Lilja Mósesdóttir einn vinsælasti þingmaðurinn í dag. Ef flokkurinn nær ekki sáttum við Lilju, er líklegt að hún stofni sinn eigin flokk og sá gæti orðið stærri en VG. Hún hefur virðingu langt útfyrir VG. Fagleg kunnátta í efnahagsmálum meiri en allir þingmenn og ráðherrar VG hafa til samans.
4. Svanhvít Svavarsdóttir. Eiturbeittur stjórnmálamaður og þrælmælsk. Hún hefur þurft að hafa hægt um sig, eftir að faðir hennar ákvað að nenna ekki lengur að hangsa með Icesave. Gæti náð vopnum sínum að nýju, en getur ekki beitt sér nú.
5. Ásmundur Einar Daðason. Formaður Heimsýnar. Öflugur baráttumaður sem fer eftir eigin sannfæringu. Ásmundur er efni í topppólitíkus. Hann hefur spilað vel úr sínum spilum í vetur og nýtur virðingar langt út fyrir raðir VG.
6-7 Atli Gíslason fer ótoðnar slóðir og hefur skapað sér sess. Hefur reynslu og staðfestu.
6-7 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mjög óvenjuleg og greindur þingmaður. Getur verið óútreiknanleg en góð teymismanneskja.
8 Þorgrímur Guðbjartsson fyrrum oddviti í Dalabyggð. Vann stærsta sigur VG í sveitarstjórnarkosningum. Mjög hugmyndaríkur hugsjónarmaður, skarpgreindur og kunnáttumaður til verka.
9. Karl Tómasson sveitarstjórnarmaður í Mosfellsbæ. Hefur þótt fara óvenjulegar leiðir til þess að ná árangri og þannig náð mörgum góðum málum fram.
10. Árni Þór Árnason þingflokksformaður VG og fyrrum borgarstjórnarfulltrúi úr Reykjavík. Við hann voru bundnar talsverðar vonir, en hann haldið illa á möguleikum til að ná sáttum innan VG. Gæti verið á útleið.
11. Ólafur Þór Gunnarsson bæjarstjórnarmaður úr Kópavogi. Fékk eitt atkvæði, með umsögninni. Hann er læknir og því hlýtur eitthvað að vera í hann spunnið. Önnur umsögn. Minnir á rakka sem hefur verið laminn ílla sem hvolpur, ofurhlýðinn. Gæti haft hæfileika til þess að lyfta sér úr þessari aumkunarverðu stöðu.
Langlíklegast er að Steingrímur stigi til hliðar og Katrín Jakobsdóttir taki við. Til þess að halda VG saman verður að taka Lilju inn í flokksforystuna. Kjósi Katrín ekki að fara í formanninn er Ögmundur mjög heitur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.1.2011 | 00:27
Næsti formaður Samfylkingarinnar?
Allir flokkar eru nú komnir í startholurnar að ganga til kosningar. Ríkisstjórninni er gefið líf í 2-4 mánuði og þá verði sett upp bráðabirgðastjórn fram að kosningum. Vegna þessa er kominn pirringur í flokkana, þar sem margir kandídatar eru komnir með formanninn í magann. Vandamálið er að aðeins einn formaður verður valinn og hinir verða þá að lifa í voninni að ,,þeirra tími muni koma".
Ég fékk sérfræðinga í flokkunum til þess að spá í spilin. Listaðir voru þeir sem helst kæmu til greina og þá helst litið til Alþingis og sveitarstjórna, en einnig leitað til atvinnulífsins.
Talað hefur verið um að Samfylkingin sé í miklum forystuvanda, þegar listinn er skoðaður eiga þeir talsvert af góðu fólki. Vandinn er helst sá að þeir sem koma helst til greina skortir heldur meiri reynslu.
Þrjú röðuðu sér á toppinn.
1-3 Guðbjartur Hannesson hefur komið afar öflugur inn sem félagsmálaráðherra. Nýtur traust og virðingar með framgöngu sinni. Gæti komið Samfylkingunni í aftur í ríkisstjórn með öfgalausri framkomu.
1-3 Bryndís Hlöðversdóttir nýráðin rektor á Bifröst. Nýtur virðingar bæði á vinnustað og einnig á Alþingi. Hvíld frá Alþingi talin hafa styrkt hana frekar en hitt. Mjög frambærileg.
1-3 Kristrún Heimisdóttir fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur . Skelegg, beitt og kemur sínum málstað fram á skýran hátt. Hún hefur veika stöðu að koma sér á framfæri.
4 Gunnar Svavarsson fyrrum formaður fjárlaganefndar. Naut traust langt út fyrir sinn stjórnmálaflokk. Vel liðin og glöggur. Með mikla reynslu.
5-6 Dagir B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Mörgum finnst hann hafa misst flugið. Notar of oft, of mörg orð án þess að koma innihaldi til skila. Fylgistap í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafa einnig hafa reytt margar fjaðrir af honum.
6 Lúðvík Geirsson fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Með mikla reynslu og nýtur virðingar.
7. Össur Skarphéðinsson kemur í sjöunda sætið, þrátt fyrir að hann vilji alls ekki verða formaður. Sennilega er það rétt hjá honum að hann sé ekki rétti maðurinn, en Össur hefur mikið vald í flokknum og mun eflaust hafa talsvert um það að segja hver verður valinn. Er með skemmtilegri og öflugri mönnum þegar hann vill það við hafa.
8-9 Ragnheiður Hergeirsdóttir fyrrum bæjarstjóri Árborgar. Röggsöm og áhugaverður stjórnmálamaður.
8-9 Magnús Orri Schram. Mjög efnilegur þingmaður. Helsta von þeirra sem vilja toga flokkinn örlítið til hægri. Hefur komið vel út á sínu fyrsta þingi.
10-13 Árni Páll Árnason, var talinn eiga góða möguleika í formannsslag, en tekist of oft illa upp sem félagsmálaráðherra. Kemur vel fyrir, en dettur síðan niður á samskiptaplan sem hæfir ekki formanni í stjórnmálaflokki.
10-13 Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur oft komið vel út, en síðan hverfur hún á milli. Þykir ekki nógu afgerandi.
10-13 Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra. Á ágæta kafla, en vantar nokkuð á að verða formaður.
14. Björgvin G. Sigurðsson verður ekki formaður, en á góða punkta.
Líklegasta niðurstaðan er að Guðbjartur Hannesson verði valinn formaður eins og staðan er í dag. Það styrkir stöðu hans að það er talið stutt í að kosið verði. Í dag er hann nærtækastur, en hann er er líka valkostur sem fylkingar innan Samfylkingarinnar eru líklegar til þess að sættast á.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2011 | 19:03
Oddvitaraunir
Margir sem bjóða sig fram til sveitarstjórar hafa harla litla hugmynd um hvað bíður þeirra. Stundum er fyrst farið út í prófkjör eða raðað er niður á lista, en sjaldgæft er að um persónukjör, en þá hafa engir listar boðið fram. Hvort sem fram fer prófkjör eða raðað er á lista, þarf að velja oddvita hafi fleiri en einn komist í sveitarstjórn. Það getur verið efsti maður á lista, sem oftast er, en getur líka verið einstaklingur valinn af stofnunum viðkomandi flokks eða bæjar eða sveitarstjórnarfulltrúunum.
Mjög útbreiddur misskilningur er hvað fellst í því að vera oddviti. Margir halda að oddviti sé einhvers konar einræðisherra sem eigi að taka allar ákvarðanir fyrir fulltrúana. Ástæða þessa misskilnings er eflaust sá að oft velst reynslumesti einstaklingurinn í hverjum sveitarstjórnarflokki sem oddviti. Sá hefur reynslu og þekkingu, sem oft gerir honum auðveldara að taka ákvarðanir. Önnur skýring er að í öfgahópum lengst til hægri og því miður lengst til vinstri og langt inn að miðju stjórnmálanna er lýðræðishefðin afskaplega lítil og vilji til alræðislegra stjórnarhátta mikill.
Staðreyndin er sú að í oddvitahlutverkinu fellst afar lítið vald, nema fulltrúarnir í sveitarstjórn ákveða annað. Hver og einn fulltrúi í sveitarstjórn er kjörinn og ber að fara eftir eigin sannfæringu. Ef einstaklingur í sveitarstjórn ákveður að yfirgefa flokk sem hann er kjörinn fyrir, þarf hann ekki að hætta í sveitarstjórn heldur getur haldið áfram, annað hvort sem utan flokka eða gengið í annan flokk.
Ef tveir fulltrúar eða fleiri eru fyrir sama stjórnmálaflokk ræða þeir oftast saman um afgreiðslu þeirra mála sem fyrir liggja í sveitarstjórn. Þeir geta komist að sameiginlegri niðurstöðu, en þeir geta líka verið með misjafnar áherslur og t.d. komið með breytingartillögu eða tillögur. Þegar fulltrúar stjórnmálaflokks í sveitarstjórn eða á Alþingi eru alltaf sammála um allar tillögur til lengri tíma, er mjög líklegt að skoðanakúgun ríki innan hópsins og skiptir þá litlu hvort einn fulltrú sé til staðar, eða fleiri. Þetta er veikleikamerki sem oft kemur ekki fram nema á löngum tíma. Kemur oft fram í því að þeir sem taka við af oddvita, algjörlega ónothæfir enda aldir upp þar sem hlýðnin er aðaleinkenni.
Oddvitar sem uppgötva að þeir hafi ekki verið kosnir einræðisherrar, fyllast oft vanmáttarkennd. Slíkt getur farið á sálina á fólki, og skapað margvísleg vandamál, háan blóðþrýsting, skapsveiflur, svefnleysi og kyndeyfð. Þetta getur orðið vítahringur, sem erfitt getur verið að komast út úr nema með meðferð og fræðslu. Fræðslu um lýðræði og lýðræðislegar venjur og hefðir. Þá getur ráðgjöf í sjálfstyrkingu komið að gagni. Stjórnmálamenn verða að læra að vinna með lýðræðið og nota það, slíkir stjórnmálamenn flokkast þá undir að vera leiðtogar, en því ná afar fáir stjórnmálamenn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2011 | 22:53
Bara 250% hækkun, voða lítið.
Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó kom í afar stutt viðtal í þáttinn Í bítið einn morguninn, þar sem þessi 250% hækkun á barnagjöldum var rætt. Jú, rökin voru m.a. klínk vandamál. Hækkun úr 100 krónur í 120 krónur, mikið vandamal. Þrír peningar, hundraðkall og tveir tíkallar. Betra að hafa þrjá hundraðklalla og einn fimmtíukall, fjóra peninga. Fjölmiðlastúlkan skildi þetta alveg. Svo var strætó mikið ódýrari en í nágrannalöndunum (Reynir ræddi ekki launamálin í þessum löndum) Þá var það sett fram sem rök, að einu sinni hefði gjöldin fyrir börnin verið lækkuð, en það ekki skilað sér! Fjölmiðlastúlkan spurði engra krefjandi spurninga, en hló, skellihló, því lífið er jú svo skemmtilegt.
Í nágrannaríkjum okkar yrði svona hækkun ekki tekið með neinum vettlingatökum. Neytendur og fjölmiðlamenn tækju á málinu af hörku. Fólk gæti farið og mótmælt fyrir framan höfuðstöðvar Strætó.
![]() |
Níu ára barni með skólatösku vísað úr strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.1.2011 kl. 06:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2011 | 23:40
Skúbbið hennar Láru.
Lára Ómarsdóttir þráir það að geta skúbba með fréttir. Henni hættir hins vegar til að láta kappið fara með sig í gönur, og varð þess vegna að segja af sér sem fréttamaður hjá Stöð 2, er hún ,,bjó til frétt" og var staðin að verki. Snautlegt. Maður skildi nú ætla að Lára lærði af mistökunum og hún færi að temja sér vandaða fréttamennsku.
Í kvöld birtist á fréttavef RÚV frétt skrifuð af Láru, sem fær mann til þess að hugleiða af hvaða hvötum sumir fréttamenn semji fréttir.
Fréttin sagði frá því að Rannsókn Efnahagsbrotadeildar á svokölluðu Lífeyrisjóðsmáli í Kópavogi væri lokið. Í lok fréttarinnar kemur fram að engar frekari fréttir séu í málinu, né komið fram hvort ákært yrði. Sem sagt ekkert nýtt að frétta. Jú, Lára Ómarsdóttir notaði tækifærið til þess að misnota RÚV og sagði:,,Lánveitingar sjóðsins til bæjarins voru til rannsóknar í kjölfar kæru Fjármálaeftirlitsins en Gunnar Birgisson sat þar beggja vegna borðs." Tilgangurinn var sem sagt að sparka í Gunnar Birgisson áður en Lára færi heim til að gefa börnunum að éta. Til þess að tryggja árangurinn var mynd af Gunnari með fréttinni.
Þeir sem þekkja til málsins vita að fjórir bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar voru í stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, þeir Flosi Eiríksson núverandi endurskoðandi hjá KPMG, Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Gunnar Birgisson starfandi bæjarstjóri og Jón Júlíusson. Þessir fjórir vöru því allir báðu megin við borðið. Það spaugilega við dæmið var að með ákvörðun þeirra félaga björguðu þeir sjóðnum frá hruninu og ávöxtun sjóðsins alveg til fyrirmyndar.
Bæjarfulltrúarnir ályktuðu um þetta í byrjun, en þegar þeim varð ljóst að störf þeirra gætu varðað við lög, reyndu þeir Flosi, Ómar og Jón að kenna framkvæmdastjóra sjóðsins og Gunnari um yfirsjónirnar. Það var hins vegar afar óheppilegt að framkvæmdastjórinn var afar nákvæm í fundarritun sem kom sér afar illa fyrir þá félaga. Síðan er þetta mál búið að hanga yfir stjórninni ásamt framkvæmdastjóranum. Þremenningarnir létu síðan segja framkvæmdastjóranum upp störfum, sennilega fyrir nákvæmnina.
Fréttamennska Láru Ómarsdóttur er tegund sem þjóðin gertur alveg verið án í náinni framtíð.
Frétt RÚV: http://www.ruv.is/frett/rannsokn-efnahagsbrotadeildar-lokid
Bloggar | Breytt 14.1.2011 kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2011 | 23:05
Djarfur tangó tekinn í Bæjarstjórn Kópavogs.
Hluti ESB sinna hafa miklar ranghugmyndir um sambandið. Víst er Þýskaland öflugasta landið í ESB, en hópur ESB sinna er aðeins komin að lestri í sögu Þýskalands rétt eftir 1930 og hefur tekið ástfóstri við sterkan foringja þessa tímabils og hefur tekið upp svarta frímerkið sem einkennistákn. Svarta frímerkið er límt á rétt undir nef aðdáendanna.
Í dag var bæjarstjórnarfundur og þá komu alræðistaktar foryngjans góðkunna vel fram.
Það byrjaði á því er Guðríður Arnardóttir tók Ármann Ólafsson á teppið. Ármann hafði gert sig sekan um að segja frá áherslum Sjálfstæðisflokksins í samningaviðæðum við meirihlutann varðandi fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir 2011. Ármann átti ekki að fjalla um neinar áherslur, og ekki heldur næsta árið. Ármann játaði innlimun minnihlutans í meirihlutann fullum trúnaði og auðmýkt. En hann hafi bara verið að koma áherslum síns flokks á framfæri.
Fyrirlitning Guðríðar á Ármanni fór ekki fram hjá neinum. Guðríður ber aðeins virðingu fyrir einum bæjarfulltrúa, Gunnari Birgissyni. Það er e.t.v. ekki rétt að tala um virðinu, væri réttara að tala um aðdáun, dýrkun.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom aðdáun Guðríðar fram í því að hún vildi vísa Gunnari á dyr, við umræðu um leigusamning Sjálfstæðisflokksins við Kópavogsbæ. Við þessa tilraun tók Guðríður sveiflu, sem hvað nautabani sem er gat verið stoltur af. Guðríður tók ekki eftir setu Ármanns á fundinum, enda skipti hann ekki nokkru máli.
Á fundi nú kom til tals tillaga um að Kópavogsbær tæki að sér kostnað fyrir þrjá bæjarfulltrúa, vegna einkamáls þeirra. Fundarstjórinn Hafsteinn Karlsson var einn þeirra sem málið varðaði og vílaði hann ekki fyrir sér að taka til máls, þó bullandi vanhæfur væri. Hafsteinn er jú bæði skólastjóri og bæjarfulltrúi, eitthvað sem flestum þykir siðleysi á hæsta stigi. Veitir sjálfum sér eftirlit.
Fundurinn sjálfur mótaðist af þekkingarleysi bæjarfulltrúana á fundarsköpum og vanhæfni til þess að taka faglega á málum. Það sem stendur uppúr er djarfur einka tangó forseta bæjarstjórnar, dans sem hún verður að dansa ein.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2011 | 23:09
Lekinn!
Trúnaður er mikilvægur. Oft er sagt að alþjóð veit er þrír vita. Það á ekki alltaf við. Leynd skiptir miklu máli t.d í heilsugeiranum. Við og ættingjar okkar veikjumst og leitum til heilsugæslunnar vitandi að mikill trúnaður ríkir þar. Ekki algjör, en mjög mikill. Við leitum til bankans okkar og yfirleitt er ríkir þar trúnaður um viðskipti, þó alls ekki alltaf. Í stjórnkerfinu þarf oft að ríkja trúnaður, en við þekkjum það að það gerir það ekki. Þrátt fyrir þetta er trúnaður sannarlega mikilvægur á mörgum stöðum til þess að samfélagið virki.
Svo kemur að því að þessi trúnaður er misnotaður. Aðilar aðhafast eitthvað, sem setur þeirra hagsmuni ofar almannahagsmunum og slíkt er ekki upplýst, vegna trúnaðar. Við slíkar aðstæður getur brot á trúnaði, leki, verið mikilvægur til þess að þurrka upp spillingu.
Einn frægasti leki allra tími, er falinn í uppljóstrun Washington Post. Spillingin í pólitíkinni sem leiddi til þess að Nixon Bandaríkjaforseti varð að segja af sér. Leki er hins vegar vandmeðfarinn. Hvernig fyndist okkur að leki þýddi að upplýsingar um heilsufarsupplýsingar kæmust í fjölmiðla. 18 ára fór hann í sprautu vegna kynsjúkdóma, og árinu síðar fór núverandi kona hans í samskonar meðhöndlun. Vildum við slíkar upplýsingar til fjölmiðla, sem einhver teldi réttmæt að þangað kæmust?
Ekki efast ég um að margir telja Wikileaks gera góða hluti með að koma fram með slíkan leka. Að hluta til er ég ánægður, en hvar eru mörkin. Í Bandaríkjunum eru brot á slíkum lega, brot á lögum. Slík lekabrot eru oft refsiverð, og ein alvarlegust brotin eru talin vera brot á leynd í hernum.
Síðustu atburðir varðandi Wikileaks kalla á endurmat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2011 | 22:33
Mótmælti Birgitta þá?
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi með vítaverðu gáleysi. Voru tölvupóstar Geirs m.a. skoðaðir. Finna þarf á hvaða vettvangi Birgitta Jónsdóttir mótmælti þessari aðför. Það hlýtur hún að hafa gert oft og hressilega.
![]() |
Sjónarmiðum komið á framfæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.1.2011 | 13:18
30% lýðræði
Það er útbreyddur misskilningur að lýðræði felist í því einu að meirihlutinn skuli ráða. Lýðræðislegt ferli getur falið í sér að fólk skiptir sér í fylkingar um ákveðið málefni. Þá taka við rökræður og ef þær eru góðar, getur það þýtt að heildarniðurstaðan breytist, þannig að útkoman verði sigur - sigur dæmi. Í ríkisstjórn þar sem tveir eða fleiri flokkar koma að verður þannig að komast á málamiðlun um mál, ef samstarf á að takast.
Vandamál núverandi stjórnar er að fara á stað með mál þar sem fyrirfram er ljóst að hefur aðeins 30% stuðing eða minna. Aðildarviðræður við ESB, breytast í aðildarumsókn að ESB og nú síðast aðlögunarferli við ESB, er dæmi um mál sem sett er inn án lýðræðislegrar umræðu og eðlilegra lýðræðislegra vinnbragða. Það má öllum vera ljóst að aðild verður kolfelld í atkvæðagreiðslu. Ef sú aðstaða kemur upp innan einhvers tíma að aðstæður munu breytast mun þetta ferli nú minnka möguleikana á inngöngu. Þessi málsmeðferð er ofbeldi. Hér á blogginu eru aðilar sem telja vinnubrögðin eðlileg að það er þeim fyrst og fremst vitnisburður.
Fyrir nokkrum árum er yngri dóttir mín var 8 ára, fórum við í foreldraviðtal. Við höfum fengið einkunnar og umsagnarblað deginum áður sem við höfðum ekki farið yfir með dóttur okkar og þar fékk hún C- í einhverju sem hét samvinna nemenda. Í viðtalinu sem gekk afar vel fyrir sig, komum við í lokin að þessari einkunn og við spurðum hálf hlægjandi hvað þetta væri.
Jú, útskýrði kennarinn. Við vorum í hópstarfi, og þau áttu að velja sér nafn fyrir hópinn og dóttir ykkar sætti sig ekki við niðurstöðuna og neitaði þá að taka þátt.
Við spurðum dóttur okkar, hverju þessu sætti.
Jú, við vorum 5 í hópnum, þrjár stelpur og 2 starákar. Ein stelpnanna stakk upp á nafni, sem var samþykkt, en síðar stakk einn strákanna upp á nafni í fíflaskap og þá voru greidd atkvæði. Þrjár stelpur gegn tveimur strákum. Þá kom kennarinn og sagði okkur að nafn stráksins yrði nafn hópsins. Þessu mótmæti ég og var send út í horn.
Ég spurði kennarann hvort þetta væri rétt, og hún játti því og sagði okkur að stundum þyrfti minnihlutinn að ráða. Þá spurði ég hvort það hafi oft verið kosið á þennan hátt. Það hafði aldrei verið gert.
Hér var það kúun 40% nemanda sem gilti. Sannarlega óforkastanlegt, en ekkert í samanburði við þá kúun sem á sér stað á Alþingi varðandi ESB. Þar nær aðildarumsókn aldrei 30% markinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2011 | 23:02
Góð fyrirheit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10