Silfur - leiðtogi?

Þá er fallegur sunnudagur að kvöldi kominn. Það er liðinn sá tími sem ég eyddi sunnudögum í lestur blaða, að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Í morgun fór að vísu 5 mínútur í að hlusta á Sprengisandinn á  Bylgjunni, en slökkti fljótlega á hundleiðinlegan þátt. Ungur maður var að reyna að tala af einhverju viti, en varð lítið ágengt, og síðan ung kona, ef ég heyrði rétt dóttir Jóns Baldvins og hún sagði sjálf að hún væri eins og biluð grammófónsplata, og þar lýsti hún sjálfri sér afar vel. Því tók ég plötuna af.

Í kvöld fór ég á netið og renndi stuttlega yfir Silfrið. Einar Guðmundsson læknir vakti athygli mína, og hann olli ekki vonbrigðum. Var með þá tilgátu að ein helsta ástæða fyrir því að stjórnmálamennirnir okkar nota frekar kappræðu en rökræðu  væri að í menntaskólunum, annars vegar í MR og MA hefðu nemendur kynnst málfundafélögunum, þar sem aðaláherslan var á að geta varið mál, án tillits til þess hvort þau voru góð eða slæm. Stjórnmálamennirnir okkar tækju þessa aðferð inn í stjórnmálin, í stað þess að hlusta á mótherjana. Hluti skýringarinnar gæti líka verið þau orð sem við notum t.d. stjórnmál í staðinn fyir pólitík, sem hann sagði að þýddi siðferði fólksins. Ráðherra væri þannig þýðing á orðinu miniser sem þýðir þjónn. 

Síðan fór Einar í samtalinu við Egil að ræða um leiðtogann, eða hinn sterka leiðtoga. Þá vissu þeir félagar hvorki í þennan heim né annan. Egill spurði um  leitina að leiðtoganum sem eitthvað neikvætt. Þarna rugla þeir félagar Einar og Egill saman hugtökum. Stjórnandi þarf ekki að vera leiðtogi. Warren Bennis sem mikið hefur fjallað um leiðtogann og tilurð hans, segir að leiðtogi sé stjórnandi sem notar lýðræðið til þess að virkja fólk og vinna með því. Hitler var þannig stjórnandi, eða foringi, en ekki leiðtogi. Sama á við  um Stalin. Stjórnandi sem notar t.d. ógnun til þess að vinna með fólki, er stundum nefndur þrýstistjórnandi.  Öflugur leiðtogi hlustar a fólk, fær það til þess að tjá sig og koma fram með nýja fleti á málum. Hann notar rökræðu fremur en kappræðu til þess að fjalla um mál. Munurinn á leiðtoga og þrýstistjórnanda er sá helstur að leiðtoginn skapar aðstæður fyrir fólk að vaxa í, notar ræktun sem leiðarljós. 

Þeir félagar ræddu síðan galla þess þegar stjórnandi verður of lengi við völd. Hætta á stöðnun sagði Einar, spilling sagði Egill. Sjálfsagt er hvort tveggja í stöðunni. Eitt einkenni stöðnunar hjá stjórnanda er dómgreindarleysi  og leti. Stjórnendur fara að laða til sín fólk sem er sömu skoðunar og það sjálft. Egill  þarf ekki að leita langt til þess að sjá slík einkenni. Hann getur horft á Silfur Egils. Skoðum vettvang dagsins þar koma 1) Jóhann Hauksson sem er trúboði fyrir Samfylkinguna og ríkisstjórnina 2) Hallgrímur Helgason sem er trúaður Samfylkingarmaður 3) Lilja Mósesdóttir þingmaður VG sem reyndar er alltaf gaman að hlusta á, en harður stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar 4) Ólafur Arnarson hægrimaður sem er fyrrum starfsmaður Baugsveldisins, er afar illa við Davíð Oddsson og ekki vel við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi blanda er nánast sú saman sem Egill Helgason velur sér viku eftir viku, sennilega til þess að koma sínum eigin skoðunum á framfæri. Svona kokteill í anda ríkisstjórnarinnar.  Þetta ber eflaust vott um stöðnun en Egill sjálfur flokkar það sennilega sem spillingu. Sjálfsagt eitthvað til í því.

Egill ætti að hlusta á leiðirnar sem Einar lagði áherslu á, sem felast í því að hlusta einnig á þá sem eru á öndverðu meiði við hann, þar komi oft merkilegustu tillögurnar. Leiðtoginn hefur að minnsta kosti staðnað, en að öllum líkindum er hnignandi leiðtogi, þegar hann vill einungis hafa jábræður í kringum sig. Vítin eru til þess að varast þau. 

 


Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2010
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband