Silfur - leiðtogi?

Þá er fallegur sunnudagur að kvöldi kominn. Það er liðinn sá tími sem ég eyddi sunnudögum í lestur blaða, að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Í morgun fór að vísu 5 mínútur í að hlusta á Sprengisandinn á  Bylgjunni, en slökkti fljótlega á hundleiðinlegan þátt. Ungur maður var að reyna að tala af einhverju viti, en varð lítið ágengt, og síðan ung kona, ef ég heyrði rétt dóttir Jóns Baldvins og hún sagði sjálf að hún væri eins og biluð grammófónsplata, og þar lýsti hún sjálfri sér afar vel. Því tók ég plötuna af.

Í kvöld fór ég á netið og renndi stuttlega yfir Silfrið. Einar Guðmundsson læknir vakti athygli mína, og hann olli ekki vonbrigðum. Var með þá tilgátu að ein helsta ástæða fyrir því að stjórnmálamennirnir okkar nota frekar kappræðu en rökræðu  væri að í menntaskólunum, annars vegar í MR og MA hefðu nemendur kynnst málfundafélögunum, þar sem aðaláherslan var á að geta varið mál, án tillits til þess hvort þau voru góð eða slæm. Stjórnmálamennirnir okkar tækju þessa aðferð inn í stjórnmálin, í stað þess að hlusta á mótherjana. Hluti skýringarinnar gæti líka verið þau orð sem við notum t.d. stjórnmál í staðinn fyir pólitík, sem hann sagði að þýddi siðferði fólksins. Ráðherra væri þannig þýðing á orðinu miniser sem þýðir þjónn. 

Síðan fór Einar í samtalinu við Egil að ræða um leiðtogann, eða hinn sterka leiðtoga. Þá vissu þeir félagar hvorki í þennan heim né annan. Egill spurði um  leitina að leiðtoganum sem eitthvað neikvætt. Þarna rugla þeir félagar Einar og Egill saman hugtökum. Stjórnandi þarf ekki að vera leiðtogi. Warren Bennis sem mikið hefur fjallað um leiðtogann og tilurð hans, segir að leiðtogi sé stjórnandi sem notar lýðræðið til þess að virkja fólk og vinna með því. Hitler var þannig stjórnandi, eða foringi, en ekki leiðtogi. Sama á við  um Stalin. Stjórnandi sem notar t.d. ógnun til þess að vinna með fólki, er stundum nefndur þrýstistjórnandi.  Öflugur leiðtogi hlustar a fólk, fær það til þess að tjá sig og koma fram með nýja fleti á málum. Hann notar rökræðu fremur en kappræðu til þess að fjalla um mál. Munurinn á leiðtoga og þrýstistjórnanda er sá helstur að leiðtoginn skapar aðstæður fyrir fólk að vaxa í, notar ræktun sem leiðarljós. 

Þeir félagar ræddu síðan galla þess þegar stjórnandi verður of lengi við völd. Hætta á stöðnun sagði Einar, spilling sagði Egill. Sjálfsagt er hvort tveggja í stöðunni. Eitt einkenni stöðnunar hjá stjórnanda er dómgreindarleysi  og leti. Stjórnendur fara að laða til sín fólk sem er sömu skoðunar og það sjálft. Egill  þarf ekki að leita langt til þess að sjá slík einkenni. Hann getur horft á Silfur Egils. Skoðum vettvang dagsins þar koma 1) Jóhann Hauksson sem er trúboði fyrir Samfylkinguna og ríkisstjórnina 2) Hallgrímur Helgason sem er trúaður Samfylkingarmaður 3) Lilja Mósesdóttir þingmaður VG sem reyndar er alltaf gaman að hlusta á, en harður stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar 4) Ólafur Arnarson hægrimaður sem er fyrrum starfsmaður Baugsveldisins, er afar illa við Davíð Oddsson og ekki vel við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi blanda er nánast sú saman sem Egill Helgason velur sér viku eftir viku, sennilega til þess að koma sínum eigin skoðunum á framfæri. Svona kokteill í anda ríkisstjórnarinnar.  Þetta ber eflaust vott um stöðnun en Egill sjálfur flokkar það sennilega sem spillingu. Sjálfsagt eitthvað til í því.

Egill ætti að hlusta á leiðirnar sem Einar lagði áherslu á, sem felast í því að hlusta einnig á þá sem eru á öndverðu meiði við hann, þar komi oft merkilegustu tillögurnar. Leiðtoginn hefur að minnsta kosti staðnað, en að öllum líkindum er hnignandi leiðtogi, þegar hann vill einungis hafa jábræður í kringum sig. Vítin eru til þess að varast þau. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar G

Hjartanlega sammála þér Siggi. Þættir eins og Silfur Egils og Sprengisandur er að verða eins og biluð grammifónsplata. Hræðilegt að hlusta á fólk eins og dóttur Jóns Baldvins  og Helgu Völu tjá sig um þjóðfélagsmál. Það er eins og dóttir Jóns sé búktalari fyrir hann sjálfan. 

Ragnar G, 18.1.2010 kl. 07:05

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Raggi, stjórnmálamenn eins og Jón Baldvin, Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar voru menn kappræðunnar, en þeir kynntu sér málefnin mjög vel. Þess vegna var það gaman að hlusta á þessa kappa. Ungliðarnir hafa oft ekki nennu til þess að kynna sér málefnin, koma sér upp 4-5 frösum, trekkja sig upp í æsinginn og halda síðan í stríðið. Útkoman er fyrst og fremst aumkunarverð.  

Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2010 kl. 07:43

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð færsla. Það er nokkuð til í þessu með jábræðurna.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.1.2010 kl. 08:01

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vissi ekki fyrr en nú hverjir voru með þennann þátt "Sprengisandinn" - við vorum sammála hjónin hvað hann væri afskaplega þreytandi, eins og þú þá slökktum við.

Hef nú ekki hugsað þetta svona með Silfur Egils eins og þú - ég hef margt að læra "sé" ég - en vissi þó td með DÓ að hann kann taktíkina og undirbýr sig í allar áttir

Jón Snæbjörnsson, 18.1.2010 kl. 08:17

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Flott færsla og munur á leiðtoga og stjórnanda skemmtilega skýrður.

Það verða seint allir sáttir við val viðmælenda í Silfur Egils, en þátturinn á sína góðu spretti. Fyrir viku komu t.d. sterk röð gegn IceSave en engin með.

Ég skil reyndar ekki hvaða erindi Jóhann Hauksson á í svona þátt, bloggfærslur hans sýna að hann er yfirborðsklóra sem kafar ekki djúpt í málin. Hallgrímur fékk líklega að vera með út stóru greininni í Fréttablaðinu, þar sem hann útskýrir/afsakar í löngu máli hvers vegna Samfylkingarmenn megi e.t.v. skipta um skoðun ef þeir hafa haft rangt fyrir sér.

Haraldur Hansson, 18.1.2010 kl. 13:00

6 identicon

Þessu er ég ákaflega sammála, það var fyrir lífslifandi löngu farið að bera þess merki.  Enda hef ég ekki horft á einn einasta þátt af Silfrinu frá því Egill byrjaði aftur eftir sumarfríið og ég sakna þess ekki neitt.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 13:01

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón, Sigurjón Egilsson er stjórnandi Sprengisandsins á Bylgjunni en af einhverjum ástæðum eru viðmælendur hans  oft mjög óáheyrilegir.  

Haraldur leiðtogi er auðvitað einnig stjórnandi, en stjórnandi þarf ekki að vera leiðtogi. Egill hefur lengi verið einn okkar albestu þáttastjórnendum og hann hefur auðvitað gert marga góða hluti. Einhvertímann var eftir honum haft að slíkur þáttastjórnandi ætti alltaf að vera í stjórnarandstöðu, það verður nú afar erfitt að sjá þá hlið á honum síðustu mánuðina. Það koma kaflar í þessum þáttum eins og viðtalið við Einar Guðmundsson sem var með áhugaverða punkta, en síðan eru stundum lágpunktarnir sleiktir. Eyði ekki 2 tímum á sunnudögum í slíka hluti. Gerði það heldur ekki ef Agnes Bragadóttir stjórnaði þáttunum.

Arnar hef ekki horft á heilan þátt síðustu mánuðina og síðustu tvo mánuðina aðeins litið á hluta þáttanna á netinu. Þættirnir hafa fallið úr flokknum mjög áhugaverðir, niður í að vera lítt áhugaverðir .  

Sigurður Þorsteinsson, 18.1.2010 kl. 13:38

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góðu pistill Siggi. Egill má fara að hrista aðeins upp í Silfrinu enda talsvert um endurtekningar. Hann má þó eiga það að hann fær erlenda sérfræðinga til sín (oft símleiðis) og er það vel.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 15:19

9 identicon

hæ siggi....ég slökkti einmitt á henni Kolfinnu...henni finnst Íslendingar vera smáþjóð með smásálir og talar niður til okkar allra. Það fór betur um hana í Washington þegar hún gat kúrt í sendiráðinu.

Warris Bennet....virkilega skemmtilegar kenningar....hef einmitt lesið svolítið af þeim. Það er sorglegt þegar fólk í umræðuþáttum lætur glepjast af eigin sjálfsánægju og egói, fer þar af leiðandi að tjá sig um hluti sem betur væri farið með af öðrum.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband