31.1.2011 | 11:32
Hið íslenska Watergate?
Fundur njósnatölvunnar í Alþingi, væru alls staðar í hinum vestræna heimi tekin föstum tökum. Innbrot inn í tölvukerfi Alþingis og inn á tölvur þingmanna er jafn alvarlegt og innbrot með kúbeini. Það er margt í þessu máli sem kallar á spurningar?
Hvað er Wikileaks að gera með ungan tölvuharkara á sínum snærum, ef þeir eru einungis að dreyfa upplýsingum sem þeir dreyfa, rétt eins og fjölmiðlar?
Hversu margir eru að starfa með Wikileaks hérlendis, með Birgittu Jónsdóttur þingmanni Hreyfingarinnar? Hversu mikið var samstarf Birgittu við þennan unga mann, og var þeirra samstarf innan ramma laganna?
Hvað veldur því að það líður 1 ár frá því að tölvan fannst, þangað til að þingmönnum berast þær upplýsingar. Hvernig ætlar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis að æxla ábyrgð á málinu?
Ásta Ragnheiður upplýsti Jóhönnu Sigurðardóttur um tölvufundinn. Hún sá ekki ástæðu til þess að upplýsa aðra þingflokka um málið. Er eitthvað varðandi tölvufundinn sem þarf að þagga niður?
![]() |
Tengsl DV og WikiLeaks rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2011 | 15:55
Fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra ræðst á Jóhönnu.
Margir halda að ráðherrar skrifi sínar eigin ræður. Það er alrangt. Þeir hefðu ekki tíma til slíks. Þannig er talið að Hrannar B. Arnarsson skrifi megnið af ræðum Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann hefur enga sérstaka ástæðu til þess að gorta sig af frammistöðunni. Þvert á móti. Jóhanna er orðin fræg fyrir lélegar ræður, og að segja ranga hluti á röngum tíma. Öll viska hennar kemur fram í þögninni.
Um helgina slær Jóhanna allt út í dómgreindarleysi, eða réttara sagt Hrannar, sem skrifar ósköpin. Jóhanna las upp:
,, Vegna órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og traust samstarf við formann og stærsta hluta VG hefur þetta hins vegar ekki stöðvað framgang mikilvægra mála ríkisstjórnarinnar.
En það er hættulegur leikur að spila pólitískan einleik á kostnað samstarfsfélag sinna í trausti þess að samstaða annarra og stuðningur við óvinsælar en óhjákvæmilegar ákvarðanir tryggi að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni ekki.
Hættulegur leikur sem gæti endað öðruvísi en menn ætla. Þeir stjórnarliðar sem líta á samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eldinum.
Með þessum ræðuskrifum hefur Hrannar ráðist harkalega að Jóhönnu, yfirmanni sínum. Hann veit vel að Jóhanna var sjálf ,,órólegasta deildin" í Alþýðuflokknum á sínum tíma. Davíð Oddson einn gat talað hana til, en þó ekki nema að hluta. Hún endaði með því að kljúfa Alþýðuflokkinn og skaða jafnaðarmenn í áraraðir. Með svona ræðuskrifum lætur Hrannar Jóhanna líta út eins og bjána. Flestir þekkja söguna og svona framkoma er bara til þess að grafa undan forsætisráðherranum og gefa í skyn að hún sé farin að missa minnið. Minni á eignin framgöngu. Mismunurinn á Órólegu-Jóhannu og órólegudeild VG nú er, að Jóhanna var í andstöðu án þekkingar, en núverandi órólega í deild VG eru vel upplýstir einstaklingar.
Hrannar hlýtur að fá reisupassann eftir helgina.
![]() |
Lilja biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.1.2011 | 16:50
Stjórnlagaþingskosningin ógild
Það eru margir fletir á ógildingu stjórnlagakosninganna. Ég virði gjarnan reynslu og þroska. Einn af þeim sem bloggað hefur um þetta mál er Jón Atli Kristjánsson, sem ég virði mikils. Hann hefur mikla og góða reynslu af kosningamálum. Jón Atli er einn af þeim bloggurum sem ég virði hvað mest.
Vísa á blogg hans:
http://jonatlikristjansson.blog.is/blog/jonatlikristjansson/entry/1137030/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 11:35
Hreint með ólíkindum
Það eru margir sem vilja að vilja líta til Norðurlandanna sem fyrirmynd, þegar við skoðum Ísland framtíðarinnar. Lýðræðishefðin á Norðurlöndunum er þróuð, og við getum sannarlega talsvert af þeim lært. Á ýmsum öðrum sviðum stöndum við þeim framar.
Ef njósnatölva hefði fundist í þjóðþingum hinna Norðurlandanna í febrúar 2010. Forseti þingsins væri upplýstur um málið svo og forsætisráðherra, sem síðan ákvæðu að stinga malinu undir stól. Hvernig yrði brugðist við? Hvað gera fjölmiðlarnir?
Fyrstu viðbrögð eru ekki í anda þeirra svæða sem lýðræðisleg upplýst umræða fer fram. Hvar eru alvöru fjölmiðlamenn í þessu landi?
![]() |
Einu afskiptin snerta stjórnsýsluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2011 | 22:21
Níumenningarnir sýkn eða fangelsisdómar?
Nú fer að líða að dómur falli í máli níumenningana. Auðvitað vissu þeir að þeir voru að brjóta lög þegar þau ruddust inn í Alþingi. Þegar fólk sem hefur t.d. hulið andlit sitt ræðst til inngöngu, er ekki ljóst hvað það ætlast fyrir. Ber það vopn eða ekki? Það verða að vera til lög sem tekur á slíkum atburðum. Það voru líka einstaklingar sem grýttu Alþingi, með eggjum og steinum. Það á líka að vera saknæmt. Þeir íslensku stjórnmálamenn sem vörðu það að mótmælendur hyldu andlit sín, bera líka ábyrgð.
Hins vegar í ljósi þess ástands sem ríkti, og þeirra atburða sem höfðu dunið yfir, þá er ákæra á hendur þessa fólks, þar sem krafist er margra ára fangelsis afar taktlaus. Mér sýnist allt benda til þess að verið sé að undirbúa að vísa þessu máli frá. Með því að eyða upptökum af vettvangi, og með því að saksóknari líkir inngöngu nímenningana við ofbeldisfullar árásir Pólverja á hús eitt fyrir allnokkru síðan.
Við þurfum að setja löggjöf um mótmæli. Það eru alltaf einhverjir aðilar sem ganga of langt. Friðsöm mótmæli eru hluti af lýðræðislegri tjáningu, en ofbeldi er bara ofbeldi og ber að taka á því sem slíku.
Vonandi tekur Hæstiréttur tillit til aðstæðna að þessu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2011 | 18:01
Rétt spennustig?
Hafði það á tilfinningunni að spennustig liðsins hafi verð rangt bæði á móti Þýskalandi og nú á móti Spáni.
Á móti Þýskalandi hafi spennustigið verið of lágt og þess vegna komust menn ekki inn í leikinn. Á móti Spáni hafi spennustigið verið of hátt.
Velti því fyrir mér hvort Jóhann Ingi Gunnarsson hafi ekki verið með í ráðum að þessu sinni?
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 09:44
Lekavandamál
Okkur finnst eðlilegt og rétt að trúnaður ríki um ákveðin mál. Við viljum t.d. ekki að upplýsingar leki úr bankakerfinu um fjármál okkar. Þær eiga að vera okkar einkamál. Við viljum heldur ekki að upplýsingar um heilsufar okkar séu á glámbekk, og við viljum heldur ekki að tölvupóstar sem við sendum á milli okkar t.d. innan fjölskyldu séu öllum opnir. Það er einnig æskilegt að ýmsar opinberar upplýsingar sé haldið innan ákveðna aðila.
Við viljum felst að leynd á ákveðnum sviðum ríki. Af þessum sökum hafa verið sett lög um vernd upplýsinga. Á þesu máli eins og öllum öðrum eru fleiri fletir. Alltaf eru til einhverjir aðilar sem misnota slík lög og skýla óhæfuverkum með lögunum um leyndina. Dæmi um þetta eru óhæfuverk t.d. innan bandaríska hersins sem sýndar hafa verið í fjölmiðlum fyrir tilstuðlan Wikileaks.
Það réttlætir það ekki að Wikileaks eða aðrir setji inn búnað til njósna, hvorki á Alþingi, Stjórnarráði eða annars staðar. Ef Bandaríkjamenn hefðu sett slíkan búnað upp á Alþingi, hefðu tveir þingmenn sleppt sér á þingi og eflaust krafist endurskoðunar á stjórnmálasambandi milli þjóðanna. Þau Álfheiður Ingadóttir og Mörður Árnadóttir. Að sjálfsögðu eru það þau sem missa sig á Alþingi nú, þar sem grunur fellur strax á Wikileaks varðandi þetta mál, þá er það árás á Wikileaks og Hreyfinguna. Ef njósnavél finnst í herbergi sem stjórnmálaflokkur hefur til afnota, væru þingmenn þess flokks yfirheiðir ef ekki hnepptir í gæsluvarðhald. Nei, þau Álfheiður og Mörður eru með hina sanntrúuðu kommúnisku trúarvitund, þar sem sumir eru jafnari en aðrir.
Forsprakki Wikileaks Julians Assange, var víst fastagestur á þeirri hæð sem njósnabúnaðurinn fannst á svipuðum tíma til þess að heimsækja þingmenn Hreyfinguna. Margrét Tryggvadóttir segir að Assange hafi ekki verið staddur hjá henni, þann dag sem það átti sér stað. Getur verið að Wikileaks hafi mannskap til slíkra verka starfandi hérlendis?
Það er á borði Ögmundar Jónassonar að sjá til þess að opinber rannsókn fari fram á njósnamálinu.
![]() |
Einfalt að tengja tölvur við net Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.1.2011 | 18:50
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins?
Það hefur mótað Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár að hafa haft Davíð Oddsson sem formann og lengst af sem forsætisráðherra frá 1991 til 2005. Davíð var afkastamikill stjórnandi og mikill leiðtogi a.m.k. framan af. Þegar leiðtogar hafa verið lengi við völd, er hraðinn á ákvarðanatöku orðinn það mikill að fáir eru til þess að koma með nauðsynlega gagnrýni, og jáfólk safnast um hann. Arftakar eru þá oft einstaklingar sem hafa ekki færni til þess að taka við og standast engan samanburð við sterka stjórnandann. Geir Haarde tók við og hann stóðst ekki samanburð við Davíð, auk þess sem hann var forsætisráðherra í hruninu.
Bjarni Benediktsson tók við af Geir eftir kosningabaráttu við Kristján Júlíusson. Davíð var maður kappræðunnar og stóðst honum fáir eða engir snúning. Bjarni notar ekki þá tækni og kýs frekar rökræðu án átaka. Davíð lenti því oftar í átökum, sem Bjarni er ekki að taka að óþörfu.
Röð sérfræðihópsins er:
1. Bjarni Benediktsson, er þrátt fyrir enga ráðherrareynslu er orðinn nokkuð sjóaður stjórnmálamaður. Hann er glöggur og nýtur virðingar meðal samherja og mótherja. Þetta er styrkur í því ástandi þar sem stjórnmálamenn njóta ekki trausts. Bjarni var gagnrýndur framan af fyrir að vera óöruggur framan af formannsferli sínum, en það hefur breyst í seinni tíð til batnaðar. Bjarni fær dóma að vera heilsteyptur. Ábarandi besti kosturinn í spilum.
2-3. Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi Borgarstjóri, þótti standa sig afar vel í því starfi, við afar erfiðar aðstæður. Hún er afar beitt en getur einnig unnið í friði og spekt. Hún var orðuð við formannskjörið þegar Bjarni fór fram, en þá var hún ekki réttur frambjóðandi á réttum tíma og stað. Úrslit síðustu Borgarstjórnarkosninga veiktu Hönnu Birnu talsvert, þó að hún sé í dag óumdeilanlega öflugasti borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna. Það gæti komið að þeim tíma að Hanna Birna tæki við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, sá tími er ekki kominn alveg á næstunni. Öflugur stjórnmálamaður.
2-3. Illugi Gunnarsson er afar vel máli farinn og skynsamur stjórnmálamaður Hann kemur af landsbyggðinni sem er styrkleiki fyrir hann og hann er kominn með talsverða reynslu. Hann tók að sér stjórnarsetu í Sjóð 9 fyrir Íslandsbanka fyrir hrun og er sjóðurinn í rannsókn. Í ljós verður að koma hvernig þáttur Illuga kemur út úr þeirri rannsókn.
4. Ólöf Norðdal varaflormaður er tiltölulega nýkomin inn í forystusveitina. Hún er ágætlega máli farin, rökföst og skynsöm. Hún hefur komið mjög vaxandi upp sem stjórnmálamaður og á örugglega eftir að láta vel til sín taka.
5. Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Halldór er vel liðinn sem formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann hefur mikla reynslu og hefur verið farsæll í starfi.
6-8. Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur komið vaxandi upp sem stjórnmálamaður. Hún hefur vakið athygli fyrir frumvarp um staðgöngumæður. Hún er komin með talsverða reynslu.
6-8 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var talinn líklegur kandídat til formennsku í Sjálfstæðisflokknum fyrir hrun. Hún er öflug, og reynslumikil, en erfið mál eins og Harpan, sem og þensla í menntakerfinu í stjórnartíð Þorgerðar eru talin standast illa dóm sögunnar. Þá eru mál eiginmanns Þorgerðar í Kaupþingi henni erfið. Hún gæti átt í erfiðleikum með að halda þingsæti í næstu Alþingiskosningum.
6-8 Guðlaugur Þór Þórðarson ætlaði sér í slaginn um formannssætið, en þá var ekki rétti tíminn. Sá tími er heldur ekki að nálgast, heldur að fjarlægast. Guðlaugur var afar skeleggur heilbrigðisráðherra. Hann barðist til valda af hörku, en það gæti hafa orðið honum dýrkeypt þegar fjær er skoðað. Guðlaugur verður ekki formaður Sjálfstæðisflokksins og eins og Þorgerður þá verður það hans hlutskipti að berjast fyrir að halda þingsæti í næstu kosningum.
9. Kristján Þór Júlíusson fór í formannsslaginn þegar Bjarni Benediktsson fór fram síðast. Kristján hefur orðið mikla reynslu sem sveitarstjórnarmaður og nú sem alþingismaður. Kristján nýtur virðingar, en er ekki talinn hafa nægan stuðning til formanns.
10. Davíð Oddson skemmtileg tilhugsun fyrir marga, en ekki líklegt til árangurs.
11. Þorsteinn Pálsson, hefur öðlast reynslu og þroska sem hann skorti þegar hann var ungur formaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrir utan að slík endurkoma er ekki líkleg til árangurs, er Þorsteinn einlægur stuðningsmaður inngöngu í ESB, sem mikill meirihluti sjálfstæðismanna kaupir ekki.
12. Jón Gunnarsson. Þingmaður sem tekur á málum og fylgir þeim í höfn. Jón var áður gagnrýndur fyrir að einbeita sér að málum eins og hvalveiðum og álversframkvæmdum. Hann hefur beitt sér að atvinnuuppbyggingu og orðið vel ágegnt.
13. Pétur Blöndal. Mjög áhugaverður þingmaður sem hefur farið sínar eigin leiðir. Leiðtogahlutver er hins vegar ekki líklegt að fari honum vel.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að auka við fylgi sitt að síðustu vikum, en það þykir veikja flokksforystuna að Valhöll fylgir ekki á eftir og er beinlínis til trafala. Forystan verður því að gefa í ef hún ætlar sér einhverja hluti í næstu kosningum.
Það verður ekki komist hjá því að nefna að ritstjóri veikasta dagblaðsins, hefur eins og ákveðið að taka núverandi formann Sjálfstæðisflokksins ,,niður", eins og ritsjórinn kallar það. Enginn tekur undir þennan málflutning opinberlega, en áróðurinn kemur reglulega í blaðinu. Undir þetta taka margir andstæðingar Bjarna, en þegar þeir eru spurðir um rökstuðning kemur, það hefur verið skrifað um hann ...., en enginn eigin sannfæring. Við vorum sammála um að ritstjórinn ætti að gera upp eigin þátt í hruninu, þó við gerum okkur grein fyrir að það verði aldrei gert í einni blaðagrein, heldur fremur bók.
Bloggar | Breytt 22.1.2011 kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2011 | 22:10
Nýr formaður eða ekki formaður - Hreyfingin eða Borgarahreyfingin.
Borgarahreyfingin bauð sig fram í Alþingiskosningunum eftir hrun og náði inn fjórum mönnum. Margréti Tryggvadóttur, Þór Saari, Birgittu Jónsdóttur og Þráni Bertelssyni. Þetta var vissulega áhugavert framboð en það var margt sem var ástæða til þess að óttast varðandi framhaldið. Lýðræðislegar venjur og hefðir eru ekki orðnar til af ástæðulausu, heldur til þess að hlutir virki verður að halda þeim til haga. Þetta var ekki gert í Borgarahreyfingunni og þess vegna fóru þingmennirnir úr Borgarahreyfingunni sem stóð að framboðinu og fór yfir í Hreyfinguna sem er afar óljós hreyfing. Síðar sendi Margrét Tryggvadóttir tölvupóst um Þráinn Bertelsson og þá voru eftir þrír. Það er enginn formaður, allir jafnir. Margrét hefur nánast horfið, Birgitta komin í Wikileaks og þá er eftir einn Þór Saari. Hann hefur tekið spretti og getur verið hress, en það stendur ekki til að hafa formann. Niðurstaðan kannski án tillits til formannsins, að Hreyfingin er á útleið úr íslenskri pólitík. Það verður þó ekki sagt að þau hafi skilið eftir sig spor, því það hafa þingmenn Hreyfingarinnar sannarlega gert. Stundum hrist upp í stöðnuðu kerfi. Í næstu kosningum er komið að kveðjustund.
Borgarahreyfingin er týnd, og það er ekki líklegt að þau finni jafn gott fólk sem gætu komist inn á þing en þau fjögur sem inn fóru. Endir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2011 | 23:39
Næsti formaður Framsóknar
Eftir hrun var það Framsóknarflokkurinn sem var fyrstur til þess að taka til í eigin flokki. Í Framsókn var í raun allt í rjúkandi rúst og síðasta von gömlu valdhafanna var að stilla Páli Magnússyni sem formannsefni, en mögum á óvart kolféll hann í kjöri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vann óvænt formannsslaginn við Höskuld Þorhallsson. Sigmundur spilaði óvænt út spili þegar ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar riðaði til falls og bauðst til þess verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG gegn vantrausti, gegn skilyrðum. Forystumönnum Samfylkingar og VG fannst tilvaldið að gjalda Sigmundi þessa spilamennsku með því að stinga hann í bakið og vonast þannig með að rústa Framsóknarflokknum. Eftir kosningar þurfti Jóhanna og Steingrímur ekki lengur á Framsókn að halda. Sigmundur kom með afar merkilegt útspil, eftir vinnu með utanaðkomandi hagfræðingum 20% niðurfærsla skulda. Ríkisstjórnin hafnaði að skoða tillöguna, og þá kom útspil hins unga formanns Framsóknar, að fara út til Noregs og leita eftir samstarfi við þá varðandi efnahagsuppbygginguna. Aftur var hugmyndum vísað á bug af ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð virkaði eins og Þorsteinn Pálsson eftir niðurlæginguna fram þeim Jón Baldvin og Steingrími Hermannssyni þegar ríkisstjórninni var slitið í beinni.
Nú man enginn eftir stuðningnum við minnihlutastjórn Samfylkingar og VG, og enginn eftir snautlegri ferð til Noregs. Sigmundur man hins vegar eftir vinnubrögðum Samfylkingar og VG, sem ekki geta búist við samstarfi við Framsókn í náinni framtíð. Sigmundur hefur valið að styrkja vinnu í þingflokkum sem er einn þéttasti á þingi. Niðurstaðan er:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður áfram formaður Framsóknarflokksins eftir næstu kosningar og kemur reynslunni ríkari.
Þrír þingmenn koma næstir:
2-5 Birkir Jón Jónsson sem kom ungur inn á þing og er að skólast vel.
2-5 Eygló Harðardóttir sem hefur vakið athygli fyrir vandaðan málflutning
2-5 Höskuldur Þórhallsson sem tapaði kosningaslag við Sigmund Davíð, og er afar rökfastur. Vaxandi þingmaður.
6 Guðmundur Steingrímsson átti erfitt uppdráttar sem Framsóknarmaður í erfiðu kjördæmi. Hann hefur hins vegar mjög áhugaverða takta sem gæti skilað honum langt. Ný vídd í Framsókn.
7-9Sigurður Ingi Jóhannsson er vaxandi þingmaður svo og
7-9 Gunnar Bragi Sveinsson
7-9 Vigdís Hauksdóttir sem stundum minnir mann á keppanda í Morfískeppni, sem alls ekki passar inn í pólitíkina í dag, Hins vegar á hún áhugaverða og málefnalega spretti.
10 Sif Friðleifsdóttir er á útleið í pólitíkinni og á val að enda pólitíkina með einhverri reisn, eða ganga til samstarfs við ríkisstjórnina.
11 Páll Magnússon fékk eitt atkvæði, en erfitt er að sjá hvaða erindi hann hefur að nýju í pólitíkina.
Framsókn er í miklu uppbyggingarstarfi. Koma verður í ljós hverju það skilar. Það verða ekki formannskipti í Framsókn á næstunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er að koma sterkur upp eftir að hafa fengið á sig brotsjó í byrjun ferilsins. Hann er þegar byrjaður að hlægja, sem sá síðasti, og hann hlær nú best.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10