Menningarverðmæti

Nú er það svo að það er hægt að ganga of langt í verndun húsa og annarra minja. Þegar við hins vegar lítum til baka er erfitt að skilja hvernig það mátti vera að til stóð að rífa Bernhöftstorfuhúsin. Nú er skilningurinn mun meiri og við sjáum hvernig gert hefur verið átak í verndun merkilegra húsa. Ekki bara í Reykjavík, heldur á Ísafirði, á Akureyri, á Seyðisfirði og víðar. Þeir sem hafa komið inn í gamla ríkið á Seyðisfirði skilja aðgerðir heimamanna mjög vel. Að rífa niður þessar innréttingar er skemmdarverk. Vonandi næst að stöðva þetta. Baráttukveðjur til heimamanna fyrir austan.
mbl.is Innréttingar ríkisins skemmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlastofnun

Í okkar flókna samfélagi er full ástæða að skoða hvort eignamenn reyni að hafa áhrif á fjölmiðlun. Hvort sem er vegna eignartengsla eða með annarri aðkomu. Jóhannes í Bónus, telur að hann njóti ekki jafnræðis  í Morgunblaðinu og Björn Bjarnason  hjá DV. Án þess að hafa skoðað málið ítarlega, virðist mér báðir hafa talsvert til síns máls.  Slíkt er fyrst og fremst vont fyrir lýðræðislega umræðu. Sem betur fer skaðast fjölmiðlarnir á óvönduðum vinnubrögðum. Almenningur beinir viðskiptunum frá þeim fjölmiðlum a.m.k. í einhverju mæli og pistlahöfundar vilja margir að greinar þeirra birtist í vönduðum fjölmiðlum þar sem fagleg sjónarmið ráða ríkjum. Áhugavert væri ef þessi mál væri skoðuð t.d. af sviðum háskólanna í fjölmiðla og stjórnmálafræði. Form í líkingu við Hagfræðistofnun Háskólans, væri tilvalið samstarfsverkefni.  


Íhuga að leggja niður Ísafold

Mjög áhugaverð frétt á visi.is. Þrátt fyrir "roksölu" Ísafoldar í Bónus og Hagkaupum dugar það ekki til. Ástæðuna segja forsvarsmenn Birtíngs vera þá, að alvarlega hafi verið vegið að rekstrargrundvelli Ísafoldar þegar Jón Helgi Guðmundson og fyrirtæki hans, Kaupás, sem reka Nóatún, Krónuna og 11-11, ákvað að taka tímaritið úr sölu í sumar. Það má vel vera að forsvarsmenn Birtings trúi þessu, en ekki við hin. Það er hörð samkeppni á blaðamarkaði og það kemur ekki á óvart að bæði Ísafold og DV leggi upp laupana. Hvort þau verða sameinuð Nýju Lífi, eða Pylsuvagninum við Laugardalslaug skipir lesendur litlu máli. Ritstjórnarstefnan brást og þá er lítið eftir nema grafa litla holu og moka yfir!

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Des. 2007
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband