Íhuga að leggja niður Ísafold

Mjög áhugaverð frétt á visi.is. Þrátt fyrir "roksölu" Ísafoldar í Bónus og Hagkaupum dugar það ekki til. Ástæðuna segja forsvarsmenn Birtíngs vera þá, að alvarlega hafi verið vegið að rekstrargrundvelli Ísafoldar þegar Jón Helgi Guðmundson og fyrirtæki hans, Kaupás, sem reka Nóatún, Krónuna og 11-11, ákvað að taka tímaritið úr sölu í sumar. Það má vel vera að forsvarsmenn Birtings trúi þessu, en ekki við hin. Það er hörð samkeppni á blaðamarkaði og það kemur ekki á óvart að bæði Ísafold og DV leggi upp laupana. Hvort þau verða sameinuð Nýju Lífi, eða Pylsuvagninum við Laugardalslaug skipir lesendur litlu máli. Ritstjórnarstefnan brást og þá er lítið eftir nema grafa litla holu og moka yfir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinar þú með því að ritstjórnarstefna Ísafoldar hafi brugðist?

Hvað meinar þú með því að ritstjórnarstefna DV hafi brugðist, er sama ritstjórnarstefna rekin þar nú og var í byrjun árs 2006?

Dröfn (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ágæta Dröfn

Ritstjórnarstefna DV hefur eflaust mistekist, þar sem eigendur ætlast væntanlega til að DV skili hagnaði. Ritstjórnarstefna DV hefur ekki verið framkvæmd með þeim hætti að hún höfði til lesenda. Þegar DV kom á markað var blaðið tímamótarblað. Tók á málum þar sem aðrir þorðu ekki, án þess að vera sóðalegt. Síðar var gengið út yfir þau mörk sem neytendur töldu siðleg og blaðið beið hnekki. Margir bundu vonir við að Sigurjón Egilsson myndi breyta ímynd blaðsins, það hefur ekki tekist. Ritstjórnarstefnan komst ekki til skila ef hún átti að skila DV fjölda lesenda og því hefur hún brugðist.

Ritstjórnarstefnu Ísafoldar nenni ég ekki að fjalla um.  

Sigurður Þorsteinsson, 9.12.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband