Vægur dómur í Lúkasarmáli!

Þá hefur Héraðsdómur Reykjaness dæmt í svokölluðu Lúkasarmáli. Einhver óprúttinn lygalaupur spann upp á sögu að ungur maður Helgi Rafn Brynjarsson hefði sparkað hundinn Lúkast til dauða. Í framhaldinu fékk hluti þjóðarinnar móðursýkiskast og svívirti unga manninn á netinu. Í kjölfarið fékk hann sendar morðhótanir. Við sem eigum börn ættum að setja okkur í spor þessa unga manns.

Góður vinur minn, hundaeigandi, hefur starfað í félagskap hundaeiganda. Hann segir þá reynslu sína vera tvíþætta. Annars vegar er um afskaplega gefandi áhugamál að ræða, og hins vegar dregur hann þær ályktanir að sumir hundaeigendur eigi hunda, þar sem þeim er fyrirmunað að eiga eðlileg samskipti við fólk. 

Skoðum hvað sá stefndi sagði á vefsíðu sinni: 

„Djöfulsins AULI"

„Þessi auli hérna til vinstri heitir Helgi Rafn framkvæmdi ógeðslegan glæp"

.þar sem hundurinn hefur verið öskrandi í töskunni og hélt drengurinn áfram að sparka þartil það var ljóst að hundurinn væri látinn"

Stefndu Þóru Kristínu Hjaltadóttur sá ekkert athugavert við þessi ummæli sín samkvæmt og ekki verður séð að mikil iðrun sé til staðar. 

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201000415&Domur=3&type=1&Serial=1&Words

 Mér finnst að fjölmiðlar eigi að birta mynd af Þóru Kristínu og nafn hennar. Fagna niðurstöðu dómsins, að öðru leiti en því að mér finnst fésektir allt of lágar. 

 

 


mbl.is Ummæli dæmd dauð og ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðist byltingin frá Egiptalandi til Íslands.

Við erum að lifa merkilega tíma. Fólk um allan heim vill meira lýðræði, opnari stjórnhætti. Með internetinu geta stjórnvöld ekki lengur falið gjörðir sínar. Fólk tjáir sig hvað sem stjórnvöld segja. Líklegt er að þessi bylting breiðist um þau lönd sem takmarkað lýðræði ríkir.

Það er ekki langt síðan Búsáhaldabyltingin var á Íslandi. Afurðir hennar voru ekki í lýðræðisátt, eins og lofað var heldur þvert á móti. Hugmyndafræðingarnir voru gamalmenni menntaðir í Austur Þýskalandi. Landgönguliðarnir voru einskins nýtir skæruliðar eins og Mörður Árnason, Álfheiður Ingadóttir og Ólína Þorvarðardóttir. Fyrst kom skjalborgin um heimilin í landinu, síðan kom allt opið og lýðræðisstefnan og Icesavesamningurinn toppaði allt. Þjóðin er búin að fá nóg. Mótmælin fara fljótlega á stað og þetta lið verður neytt til að segja af sér. 

 


mbl.is Herráðið leysir upp þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarstjórn Kópavogs neydd til að taka uppsögn til baka.

Uppsögn Jónasar Ingimundarsonar, tónlistarráðunautar Kópavogsbæjar kallaði á hörð viðbrögð bæjarbúa. Það var fyrst þegar Guðríður Arnardóttir áttaði sig á að hún stóð ein eftir í Bæjarstjórn Kópavogs og málið yrði tekið upp á næsta bæjarstjórnarfundi, sem hún gafst upp. Uppsögn Jónasar var útspil Guðríðar  til þess að hefna fyrir að Gunnar Birgisson hefur ekki virt ofsafenga aðdáunartilburði Guðríðar nokkurs.

Í stað þess að biðjast bæjarbúa afsökunar á vanhugsuðum hefndaraðgerðum, reynir Guðríður að ljúga sig út úr hlutunum. Uppsögnin hafi verið send út fyrir mistök. Auðvitað vita bæjarbúar að hið sanna í málinu, og því veit Guðríður að afsökunarbeiðnin er ekki tekin alvarlega. 

Það næsta sem Guðríður tekur til máls er að kippa í gamla notaða spotta til þess að verja aðgerðirnar. Það segir mér hugur að fyrstur muni stíga fram verði Magnús Helgi Björgvinsson. Magnús hleypur allta til þegar hann á von á að Guðríður togi í spottann. 

Kópavogsbúar fá það a.m.k. að njóta starfskrafta Jónasar Ingimundarsonar í einhvern tíma enn. Þökk þeim sem börðu á bæjarstjórninni. 


mbl.is Uppsögn Jónasar afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt siðleysi?

Fréttablaðið fjallar um að dóttir bæjarstjóra Kópavogs hafi notað bíl tilheyrir bæjarstjóraembættinu. Hér er um Toyota Corolla árgerð 2006, sem metin er á 1.100.00 krónur. Þetta er vissulega óheppilegt fyrir bæjarstjórann og full ástæða til þess að gera hér útbætur á, þrátt fyrir að ljóst sé að hún hafi ekki brotið með þessu neina samninga eða lög. 

Það hefur hins vegar ekki farið hátt að þessar fréttir koma í Sambaugsmiðlunum frá beinni fréttaveitu Guðríðar Arnardóttur sem gengur með bæjarstjórann í maganum. Þeir sem þekkja Guðríði gáfu Guðrúnu Pálsdóttur stuttan tíma í stól bæjarstjóra. Þangað ætlaði Guðríður sér.

Sambaugsmiðlarnir eru víst óformlegt samstarfsverkefni Samfylkingarinnar og Baugsmiðlanna. Guðrún Pálsdóttir er ekki á þeim lista sem á að hygla heldur á niðurtökulistanum. Hún er fyrir.

 


mbl.is Bæjarstjóri gagnrýndur fyrir bílanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á vogaskálarnar

Í mjög einföldum málum þarf oft að velja um já eða nei, og niðurstaðan tiltölulega augljós. Í flóknari málum er æskilegt að taka saman það sem styður viðkomandi mál og það sem gerir það ekki. Niðurstaðan er mat á þessum þáttum. Þetta virðist mörgum ofviða og þeir missa stjórn á tilfiningum sínum og skapi.

Afgreiðsla á nýjum Icesavesamningi er einmitt ekki einföld. Taka þarf tillit til margra þátta. Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa komist að niðurstöðu, og það fer óskaplega í taugarnar á mörgum. Það vantar ekki stóryrðin. Röksemdarfærsla flestra þeirra sem telja að hafna eigi þessum samningi vísa í fræga setningu Davíðs Oddsonar ,, Við borgum ekki skuldir óreiðumanna".

Nú er það svo að þessi yfirlýsing Davíðs Oddsonar hefur sannarlega haft áhrif, einnig á þá niðurstöðu sem nú liggur á borðinu. Það er Davíð ekki nóg, hann beitir Morgunblaðinu og segir formann Sjálfstæðisflokksins vera vikapilt Steingríms Sigfússonar. Það er ekki úr vegi að rifja upp hvernig Davíð Oddson tók gagnrýni á seinni hluta ferils síns sem forsætisráðherra. Útspil Davíðs nú er vegið á vogaskálunum á móti svari Bjarna Benediktssonar, sem ákveður að gefa ekkert með yfirlýsingar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins. Með því verða hugleiðingar Davíðs harla léttvægar. 

Það er dapurt þegar einn merkasti stjórnmálamaður síðustu aldar, vegur að sjálfum sér. Slíkt er ekki einsdæmi í sögunni.  Reynsla Davíðs Oddsonar á meiri virðingu skilið. 


mbl.is Geir styður Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Kastljósi

Í gær las ég í einhverju bloggi, sem ég renndi yfir í fljótheitum að Helgi Seljan væri öflugasti sjónvarpsfréttamaðurinn. Það er nú svo að Helgi rembist þegar hann er með pólitíska andstæðinga sína  í Kastljósi, en ef um er að ræða samherja í pólitík leggst hann á fjóra fætur og byrjar að sleikja fætur viðmælenda. Þegar pólitískir mótherjar eiga í hlut, hefur hann tilbúnar 5-6 spurningar og þegar þeim hefur verið svarað, byrjar hann á fyrstu spurningu aftur. Hann skilur aldrei nein svör, þannig að hann getur aldrei spurt aukaspurninga út frá svari viðmælenda.

Í dag var hjá Helga Bjarni Benediktsson. Hann hefur stundum verið sakaður um að hann mætti vera ákveðnari, en hann verður ekki sakaður um slíkt í kvöld. Hann svaraði af röggsemi og yfirvegun. Það er alveg ljóst að þjóðin mun skiptast í þrjár fylkingar, þá sem vilja samþykkja núverandi Icesavesamning, þá sem alls ekki vilja semja, og þá sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Nú voru flestir stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að fara ætti samningaleiðina varðandi Icesave. Því þarf að meta, hvort núverandi samningur er góður eða ekki. Um það eru skiptar skoðanir. Mér finnst Bjarni sýna kjark í þessu máli, einhverjir munu snúa baki við Sjálfstæðisflokknum en fleiri munu virða málefnalegrar afstöðu. Það mætti t.d. ríkisstjórnin temja sér. Mér segir svo hugur að hér sé um tímamótaákvörðun að ræða.  


mbl.is Fráleitt að tilefni sé til að halda landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun án tillits til vinsælda.

Það má öllum vera ljóst nú að samningurinn frábæri sem Svavar Gestsson kom með, var árás á þjóðarhag. Enginn hefur verið látinn bera ábyrgð á þeim samningi. Minnist þess ekki að Steingrímur eða Jóhanna hafi beðið þjóðina afsökunar á gerðum sínum. Að vísu sagði Jóhanna í viðtali, í ljósi sögunnar væri ljóst að það hefði verið betra að fá fagmann til þess að semja fyrir okkur en ekki Svavar. 

Nú fer fagmaður fyrir íslensku samninganefndinni og niðurstaðan er allt önnur og betri. Ég reyndi að afla upplýsinga um núverandi niðurstöður og fá á þær mat. Margt bendir til þess að okkar hlutur gæti orðið mjög óverulegur og áhættan ásættanleg. Geta þrotabús Landsbankans til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem um er að ræða sé að styrkjast. 

Þeir sem vilja að afgreiðsla nú fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa sannarlega sín rök fyrir því. Á þjóðin að taka á sig vafasamar kröfur, útrásarvíkinganna?

Þeir sem vilja hafna samningum og láta málið fara fyrir dómstóla, eru líka að taka ákveðna áhættu. Í dómsmálum er alls ekki ljóst hver niðurstaðan er, þrátt fyrir að við teljum okkur hafa góðan málstað. 

Þriðji valkosturinn er að samþykkja þennan samning, taka ekki áhættuna á dómstólaleiðinni og vona að það sem fellur á þjóðina verði sem allra minnst.

 Í mínum huga er leið þrjú mjög ásættanleg leið. Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins tekið afstöðu, ásamt meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þetta er djörf ákvörðun hjá Bjarna Benediktssyni. Talið er að þungaviktarmenn eins og Björn Bjarnason og Davíð Oddson séu afhuga þessari leið. Stjórnun er að taka ákvörðun og niðurstaðan verður án efa umdeild. Ef farið er eftir sannfæringu sinni, er líklegt að það sé besta lausnin til lengri tíma.  


mbl.is Björn vill þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Feb. 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband