16.2.2008 | 17:36
Djörf tillaga
![]() |
Bláfjallarekstur verði boðinn út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.3.2008 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 11:41
Ný ritstjórnarstefna
Nýjar áherslur hafa sannarlega ekki farið fram hjá okkur lesendum Morgunblaðsins. Það hafa áður verið áherslubreytingar á blaðinu. Þannig var sú stefna tekin þegar flokksblöðin hrundu hvert af öðru að Morgunblaðið var ekki lengur málgang Sjálfsæðisflokksins. Því miður tókst ritstjórunum ekki að þróa þá stefnu áfram, þannig að blaðið yrði óháð og faglegt. Sennilega truflaði það mest að það er eins og Styrmir Gunnarsson hafi aldrei gefið upp draum sinn um frama í pólitík, og því ekki einbeitt sér sem skildi að framgangi Morgunblaðsins. Í þessu ástandi myndast glundroði, stefnuleysi. Morgunblaðið á meira og betra skilið. Í þessu ástandi blómstra þeir innan blaðsins sem hafa ekkert fram að færa. Í stað þess að taka á stóru málunum eins og inngöngu í Evrópusambandið, á gengismálunum, á vaxtamálunum og nú borgarstjórnarmálunum þá grefur Morgunblaðið upp slúðursögur um Ísland og íslenska athafnamenn úr göturæsum heimspressunnar.
Það vantar ekki að það hafa verið gerðar fullt af tilraunum til þess að breyta blaðinu, en það hefur yfirleitt verið eins og í höndum tískustráka og tískustelpna og hafa það sameiginlegt að misheppnast allar. Á sama tíma og á blaðinu starfa margt afbragðs fólk er eins og að skussunum sé gert jafn hátt undir höfði. Hvar eru greinarnar hennar Agnesar Bragadóttur, hvar er íþróttaumfjallanirnar hans Skapta Hallgrímssonar hvar eru ljósmyndirnar hans RAX, svona er lengi hægt að telja.
Það verður hlutverk nýs ritstjóra að afla Morgunblaðinu meiri virðingar. Vonandi verður fenginn til þess öflugur leiðtogi sem sjái til þess að gerð verði ný og framsækin ritstjórnarstefna . Við lesendur eigum meira skilið. Ég treysti núverandi eigendum fyllilega til þess að koma á slíkum breytingum.
![]() |
Er allt á niðurleið á Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 07:08
Fækkun eða fjölgun?
Mér finnst þessar fréttir af fasteingasölu á hverjum tíma alltaf vera svo sérstæðar. Sé fyrir mér ungan krakka, "Blaðamaðurinn ungi" fær úthlutað upplýsingum um fjölda kaupsamninga. Annar dagurinn á blaðinu" Skrifaðu um þetta". "Ungi blaðamaðurinn" starir á þessar tölur, hefði frekar viljað fá að skrifa um David Beckham eða Britney Spears. Veit ekkert um þetta. 10 mínútum áður en skila á efninu ákveður "blaðamaðurinn ungi" að ræða við einhvern reyndan úr faginu, sem oft hefur skrifað fréttir um eitthvað sem hann hefur engan áhuga á eða þekkingu um.
"Finndu út hvað selt var í síðustu viku". Fækkun eða fjölgun og síðan kemur fréttin. Ef skrifa á lengri grein er hringt í einhvern fasteignasala og fá honum er fengið álit hvort þetta sé gott eða slæmt. Svarið mótast af því hvað hentar fasteignasalanum.
Einstaka sinnum dettur einhverjum í hug að spyrja, hvernig var salan í sömu viku í fyrra, eða hvernig er þróunin frá fyrra ári, því það vill svo til það eru árstíðabundnar sveiflur í fasteingasölu. Það er metnaðarfulli blaðamaðurinn. Lengra gengur greiningin ekki. Aldrei!
Nú fær "blaðamaðurinn ungi" nýtt verkefni næsta dag því yfirmaðurinn er yfir sig ánægður með frammistöðu dagsins. Uppfyllir fyllilega kröfur blaðsins. Meðalhitastig í síðustu viku er einni gráðu lægra en vikunni þar á undan. Þetta er miklu áhugaverðara efni. Einhvern veginn svo miklu nær "blaðamanninum unga". Hann ætlar sér síðar að verða frægur rithöfundur og er pabba sínum þakklátur fyrir að hafa fengið tímabunda vinnu á blaðinu.
Ísland kólnar. Nei, þetta vekur nú ekki mikla athygli. Er ný Ísöld að hefjast? þetta er kallað "skúbb" og nú fær "blaðamaðurinn ungi" klapp á öxlina. Fjölmiðlamenn sem "skúbba" eru alvöru blaðamenn og nú finnur "sá ungi" til sín og greinir að hann sé kominn í hóp þeirra reyndu á blaðinu. Þegar hann lítur yfir þann hóp verður hann fyrir sinni fyrstu greiningu, visku. Hann sér að hann hefur sömu einkenni og hinir alvöru blaðamenn á blaðinu. Sægræn augu.
![]() |
Fasteignakaupsamningum fækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.3.2008 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10