Ný ritstjórnarstefna

Nýjar áherslur hafa sannarlega ekki farið fram hjá okkur lesendum Morgunblaðsins. Það hafa áður verið áherslubreytingar á blaðinu. Þannig var sú stefna tekin þegar flokksblöðin hrundu hvert af öðru að Morgunblaðið var ekki lengur málgang Sjálfsæðisflokksins. Því miður tókst ritstjórunum ekki að þróa þá stefnu áfram, þannig að blaðið yrði óháð og faglegt. Sennilega truflaði það mest að það er eins og Styrmir Gunnarsson hafi aldrei gefið upp draum sinn um frama í pólitík, og því ekki einbeitt sér sem skildi að framgangi Morgunblaðsins. Í þessu ástandi myndast glundroði, stefnuleysi. Morgunblaðið á meira og betra skilið. Í þessu ástandi blómstra þeir innan blaðsins sem hafa ekkert fram að færa. Í stað þess að taka á stóru málunum eins og inngöngu í Evrópusambandið, á gengismálunum, á vaxtamálunum og nú borgarstjórnarmálunum þá grefur Morgunblaðið upp slúðursögur um Ísland og íslenska athafnamenn úr göturæsum heimspressunnar.

Það vantar ekki að það hafa verið gerðar fullt af tilraunum til þess að breyta blaðinu, en það hefur yfirleitt verið eins og í höndum tískustráka og tískustelpna og hafa það sameiginlegt að misheppnast allar. Á sama tíma og á blaðinu starfa margt afbragðs fólk er eins og að skussunum sé gert jafn hátt undir höfði. Hvar eru greinarnar hennar Agnesar Bragadóttur, hvar er íþróttaumfjallanirnar hans Skapta Hallgrímssonar hvar eru ljósmyndirnar hans RAX, svona er lengi hægt að telja.

Það verður hlutverk nýs ritstjóra að afla Morgunblaðinu meiri virðingar. Vonandi verður fenginn til þess öflugur leiðtogi sem sjái til þess að gerð verði ný og framsækin ritstjórnarstefna . Við lesendur eigum meira skilið. Ég treysti núverandi eigendum fyllilega til þess að koma á slíkum breytingum.

 


mbl.is Er allt á niðurleið á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband