27.2.2009 | 20:11
Lætur verkin tala
Ármann hefur komið sterkur út á sínu fyrsta þingi. Það er sagt að það taki 2-3 ár að koma sér almennilega inn í þingstörfin, en Ármann hefur sannarlega látið til sín taka. Það er líka mjög jákvætt að hann ástundar ekki þetta pólitíska pex, sem kennt er við sankassaleik.
![]() |
Ármann vill 2-3. sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2009 kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 17:37
Verktakar eða fastir starfsmenn
Ef vinna þarf verk hvort sem það er í fyrirtækjum eða opinberum stofnunum er það annars vegar gert með starfsmönnum eða með verktökum. Þessar verktakagreiðslur virðast fara mjög fyrir brjóstið á mörgum, en yfirleitt er ekkert óeðlilegt við þær. Það hefur viðgengist í gegnum tíðina að ,,flokkshollu" fólki er plantað í ráðuneyti og opinberar stofnanir. Ef grant er skoðað er líklegt að slík plöntun kosti skattgreiðendur mun meiri fjármuni en verktakagreiðslurnar. Það lýsir hins vegar ákveðnu viðhorfi að gera verktakagreiðslurnar ótrúverðugar.
![]() |
Menntamálaráðuneytið greiddi 9 milljónir til verktaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Efnahasmál | Breytt 8.3.2009 kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 22:37
Tvískinnungur
Það hefur vakið athygli mína aukin lýðræðiskrafa m.a. á Alþingi. Að dregið verði úr ofurvaldi ráðherrana og meira samráð verði m.a. haft við minnihluta. Um leið og Framsóknarflokkurinn dregur lappirnar og samþykkir ekki allt sem minnihlutastjórnin fer fram á fara allir á límingunum. Þegar örlítill dráttur varð á myndun ríkisstjórnarinnar var strax farið að tala um að Framsóknarflokkurinn væri að kúa Samfylkinguna og Vinstri Græna. Framsókn væri með yfirgang. Nú þegar einn þingmaður Framsóknar vill bíða með Seðlabankafrumvarpið í 2 daga þá kemur ásökunin aftur um kúgun á minnihlutastjórninni.
Nú er ég ekki að mæla leikritahöfunum á Alþingi bót, en lýðræðissinnar verða að getað sýnt ákveðið umburðarlyndi.
Hef reiknað með að við fáum vinstri stjórn næstu 4 árin, en verð að játa að mér finnst virðingin milli stjórnarflokkanna og Framsóknar vera afskaplega takmörkuð. Í bloggheimum hamast Samfylkingarfólk á formanni Framsóknarflokksins, það er nú vart gert til þess að laða menn til samstarfs. Ef fólk vill ekki vinstri stjórn þá er miklu hreinlegra að segja það beint út.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2009 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 18:00
Væri það ekki gott?
Það er fyllilega eðlileg krafa að ákveðin uppstokkun verði í kerfinu, þar sem það varði okkur ekki þegar hrunið kom. Það er líka eðlilegt að tekið verði á flokksræðinu, og að framkvæmdavaldið valti ekkí yfir löggjafarvaldið. Það er almenn krafa um að úr flokkspólitísku þvargi dragi á Alþingi. Hins vegar er það slæm krafa að allir Alþingismenn segi af sér, þannig að engin reynsla verði eftir þar. Það væri mikill fengur af manni eins og Tryggva Herbertssyni á þing, og væri mér nokk sama fyrir hvaða flokk hann færi fram. Ég sé ekki hvaða ábyrgð Tryggvi hafi átt í bankahruninu. Fram hefur komið að hann varaði við yfirtöku Glitnis, og ekki var hann lengi í starfi sem ráðgjafi Geirs. Tryggvi hefur hins vegar getið sér gott orð sem hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskólans.
![]() |
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2009 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 20:48
Krafan um algjöra endurnýjun?
![]() |
Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 17:07
Ábyrgð
Þó formleg greining hafi ekki farið fram á bankahruninu, er ljóst að ríkisstjórnin var á vaktinni og hún ber því ábyrgð á því að skapa þann ramma sem hefði haldið við þessar aðstæður. Ábyrgðin er einnig hjá fyrri ríkisstjórn því að einnig á hennar vakt var þenslan aukin í þjóðfélaginu sem leiddi m.a. til vaxtamunar milli Íslands og annarra landa. Aðrir sem bera ábyrgð er Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið svo og bankastjórn, bankastjórar bankanna svo og hluti svokallaðra útrásarvíkinga. Nokkrir hafa stigið til hliðar og aðrir eru á leiðinni.
Flokkarnir stokka upp. Ef Ingibjörg á að stíga til hliðar, þá á Jóhanna að gera það líka, munurinn á stöðu þeirra er ekki mikill. Þó Jón Baldvin Hannibalsson hafi átt ágætis spretti í pólitík þá held ég að framboð af honum til formanns sé mun meiri en eftirspurnin.
Ingibjörg var sannarlega leiðtogi, og það er synd að við fengum ekki að njóta krafta hennar í þessari kreppu. Talsvert er þó til í gagnrýni Jóns Baldvins. Jóhanna er dugnaðarforkur, en veit ekki hvort hún myndi flokkast undir að vera leiðtogi. Sjálfsagt verða margir tilnefndir til formennsku í Samfylkingunni en nöfn eins og Dagur Eggertsson kemur strax fram, Robert Marchall eða Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri Árborgar. ..og Jón Baldvin...nei, það held ég ekki.
![]() |
Jón vill að Ingibjörg víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2009 | 23:53
Voða hissa
Hilmar og Þórhallur Örn kvarta yfir framgöngu Teymis í sinni stjórnarsetu og segja af sér eftir aðeins viku stjórnarsetu. Þeir voru settir inn í stjórnina af Samkeppniseftirlitinu. Svo kemur Þórdís J. Sigurðardóttir í viðtali í fréttum Ríkissjónvarpsins og talar eins og hvítþveginn engill.
![]() |
Aldrei kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 16:27
Ódýrari uppsögn
![]() |
Mótmæla aftur í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10