Fiskur eða kjöt?

SFÞ, hófu viku verslunar og þjónustu í vikunni. Vika verslunar og þjónustu átti að hvetja fólk til þess að koma hjólum efnahagslífsins í gang, væntanlega til þess að kaupa meira. Í þessu tilefni var útbúið eitthvað það vandræðalegasta fréttaskot sem um getur. Haft er viðtal þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er að versla í Melabúðinni. Hún tekur öskju af sveppum, og kexpakka, þá spyr fréttamaðurinn hvort Jóhanna hafi breytt eitthvað í innkaupum sínum eftir hrunið. Já, sagði Jóhanna helgarsteikin sé nú ekki sjálfgefin, og síðan biður hún um silung. Nú veit ég ekki hvaða skilaboð þetta áttu að vera. Silungurinn hugsanlega betri ef Jóhanna er í megrun, eða voru þetta skilaboð um að minnka notkun á landbúnaðarafurðum. Allt viðtalið átti að vera afslappað, en varð afar vandræðalegt.

Jóhanna hefur eflaust ekki ætlað að senda út nein skilaboð. Vandamálið er bara að hún kunni ekki hlutverkið. Hún gerir það heldur ekki í sínu aðalstarfi. Allar aðgerðir eru vandræðalegar. Það að hún kaus ekki í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það þegar hún sagði þjóðinni að strax eftir kosningahelgina væru samningsdrög tilbúin. Það þegar hún reiddist Ólafi Ragnari eða Ögmundi Jónassyni sem hún nú þarf að taka inn í ríkisstjórnina aftur.

Það er ekki hægt að leika að vera forsætisráðherra. Ef þú þekkir ekki hlutverkið, þá virkar það vandræðalegt. Meira að segja einfaldir þættir eins og að kaupa í matinn verða þá hjákátlegir.


Er atburðarásinni alfarið stjórnað af ,,spunameisturum"

Sigmundur Davíð er með mjög áhugaverða grein á visi.is

 

 sigmundur davíð

Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum.

Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum.

Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för.


Bölvað kjaftæði, alveg á leiðinni

Það var ljóst þegar þessi ríkisstjórn tók við að við mundi blasa fjöldi erfiðra verkefna. Icesave, erfiðleikar heimila og fyrirtækja, hrun krónunnar og svo atvinnuleysið.

Strax átti að bretta upp ermar og láta verkin tala. Fyrsta verkið sem Steingrímur tók að sér var að leysa Icesave. Þá var farið í gamlar kommúnistageymslur og dregnar upp tvær dúkkur og þær sendar út til Bretlands. Þjóðin fékk að vita að glæsileg niðurstæða biði okkar. Við vitum hvernig það fór. Síðan er reglulega verið að tilkynna okkur að jákvæð tíðindi séu rétt að koma. Boðað var til blaðamannafundar þar sem sýnd voru 8000 störf. Þau hafa nú ekki sést enn. Í gær kom enn eitt útspilið hjá Jóhönnu, enn er væntanleg lausn fyrir heimilin í landinu. Bara eftir nokkra daga. Enginn trúir, því að það veit að þetta er bara kjaftæði, bölvað kjaftæði. Þjóðin er líka orðin leið á því.


mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að biðjast afsökunar

Það hefur vakið sérstaka athygli hversu erfitt það er fyrir forráðamenn í íslensku samfélagi að biðjast afsökunar í kjölfar hrunsins. Mig minnir að Geir Haarde hafi gengið lengst í því að biðjast afsökunar með því að takmarka það við það að ,, ef við höfum eitthvað gert rangt". Arftaki hans Bjarni Benediktsson hafði þann dug að biðjast afsökunar fyrir þátt Sjálfstæðisflokksins í hruninu. Eftir því var beðið. Útrásarvíkingarnir hafa verið á harðahlaupum undan sinni ábyrgð, þó á því séu þó til undantekningar. Það á við um fleiri. Jóhanna Sigurðardóttir tekur líka til fótanna þegar hrunið er nefnt. Hún hefur ekki beðist afsökunar á þætti Samfylkingarinnar svo ég muni. Næst því er að tala um að þau hafi verið svo lítil og vitlaus, sem vel getur verið satt, en þau sjálf hefðu gott af því að biðjast afsökunar. Sigmundur Davíð hefur rætt afsökunarbeiðni, en mætti koma henni betur á framfæri. Forveri hans Steingrímur Hermannsson var ekki fullkominn, en þegar hann gerði mistök viðurkenndi hann það heilshugar og fékk virðingu fyrir.

 Allri þjóðinni er lóst að mjög alvarleg mistök voru gerð við upphaf Icesavesamninganna, bæði með því að senda Svavar og Indriða út, en síðan ekki síður að reyna að fela mistökin. Jóhanna hefur næst því komist nálægt því að biðjast afsökunar með því að viðurkenna að það hafi verið mistök að senda óhæfa samninganefnd út, en afsökunarbeiðnin kom ekki. Steingrímur Sigfússon baðst hins vega ekki afsökunar. Hann forherðist bara og kennir öðrum um. Með því gerir hann lítið úr sjálfum sér og dregur úr þeirri virðingu sem hann hafði utan síns flokks. 

Fólk kann að meta það þegar beðist er afsökunar á mistökum. Sá sem það gerir sýnir auðmýkt, en uppsker virðingu. 


Að beita lögum

Flugumferðarstórar eru óhressir með að til stóð að setja lög til þess að stöðva verkfall þeirra. Það er með ólíkdindum dómgreinarleysi hjá stétt sem er vel launuð að ætla í verkfall við núverandi aðstæður. Fjölmiðlar þurfa að fjalla um launakjör þeirra og menntunarkröfur til þess að almenningur fái rétta mynd af málinu. Almenningsálitið er að öllum líkindum á móti flugumferðarstjórum. Ef verkfallsvopnið er misnotað á þennan hátt, verður að endurskoða það. Ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir að sýna ákveðni í þessu máli.
mbl.is Lög leysa engan vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiði Samfylkingarinnar

Horfði á stórmerkan þátt með Sigmundi Erni á INNTV í gærkvöldi. Það var reiður Sigmundir Ernir fjallaði um atvinnuleysið. Þetta væri algjörlega ólíðandi. Harmleikur fyrir alla þá sem atvinnuleysið snertir. Gestur Sigmundar var Kristján Möller sem sagði okkur frá því að þrátt fyrir hrun væri verið að eyða meiru í vegagerð en oftast áður. Í fyrra hefði þannig verið að eyða umtalsverðum fjármunum í Héðinsfjarðargöng og samgöngumannvirkjagerð skapaði atvinnu.

Sigmundur Ernir sagði að atvinnuleysið væri  ekki ríkinu að kenna, ríkisstjórnin væri að gera sitt í atvinnuuppbyggingunni, en það væru sveitarfélögin og fyrirtækin sem væru að bregðast!!!!!

Ég sperrti upp eyrun og horfði á Sigmund Erni með athygli. Var hann undir ,,á einu augabragði" áhrifum? Ef Samfylkingarmenn tækju upp á því að drekka vatn svona til tilbreytingar, ættu einhverjir góðviljaðir að benda þeim á að ríkisstjórnin er stjórnað af Jóhönnu Sigurðardóttir og þaðan ætti forysta í aðgerðum gegn atvinnuleysi að koma.  


Fyrst sparkað út og svo inn?

Ögmundur Jónasson var í þeirri sérstöðu stöðu að þurfa að segja af sér að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann taldi samráð um Icesave einu raunhæfu leiðina. Jóhanna taldi það algjöran óþarfa. Eftir að ljóst var að ríkisstjórninni varð ljóst að hún gat ekki klárað Icesave, var leitað til stjórnarandstöðunnar til þess að leysa dæmið. Með hundshaus þó. Ögmundur var meðhöndlaður eins og hann væri holdsveikur. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur Ögmundur styrkst mjög. Jóhanna vill meiri einingu inn í ríkisstjórnina og vill þagga niður í Ögmundi með því að bjóða honum ráðherrasætið. Það er afskaplega ólíklegt að þetta dugi til. Það er komið nýtt landslag. Ögmundur getur gert kröfur. Það er ólíklegt að Jóhanna Sigurðardóttir vilji slíkar málamiðlanir. Það er líka ólíklegt að þetta útspil dugi til. Brestirnir í ríkistjórnarsamstarfinu eru orðnir of miklir. Það þarf meira en hjónabandsráðgjafa til þess að lagfæra það sem farið hefur úrskeiðis. Ögmundur þarf ekki inn, en ríkisstjórnin þarf á honum að halda. Því getur hann gert kröfur. Vill hann utanríkisráðherrastólinn? Hvað vill hann fyrir annað af sínu fólki? Ögmundur vill ekki að honum verði sparkað inn að nýju.

Er frekjan nú, ganglegur eiginleiki?

Almenningur vill að flokkarnir á Alþingi vinni saman að því að finna lausn á Icesavelausninni, og setji þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Skoðum aðeins þegar Steingrímur sendi Svavar og félaga út í byrjun. Ekki var ljóst til hvers sú ferð var farin, því Steingrímur upplýsti Alþingi að ekki stæði til að ganga frá samningi. Svo verður þetta vandræðalegt því Svavar er á leiðinni heim með glæsilegu niðurstöðuna. Þegar heim var komið átti Alþingi að samþykkja samninginn óséðan, og það voru allmargir stjórnarþingmennirnir tilbúnir til að gera. Síðan kom langur tími til þess að fá gögnin á borðið og á þeim tíma rann upp fyrir hluta VG og stjórnarandstöðunni og hér hafði efnahagur íslensku þjóðarinnar verið settur í stórhættu.

Við þessar aðstæður var sannarlega þörf fyrir samráð, en hver átti að stýra því samráði. Hver var til þess hæfastur. Jóhanna Sigurðardóttir? Hún hefur sannarlega fengið orð fyrir að vera dugleg, og hugsjónamanneskja, en hún hefur aldrei fengið orð fyrir að vera auðveld í samstarfi eða lipur í mannlegum samskiptum. Lýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar á færni Jóhönnu í að vinna með öðrum, t.d. sem ráðherra í ríkisstjórn eru eftirminnilegar. Hún sleppir sér, stappar niður fótum, skellir hurðum, fer í fýlu. Að þessu leiti er hún það sem kallað er frekja. Gera verður greinarmun á frekju og ákveðni. Þó frekja geti sannarlega komið sér vel á hún varla við hér.

Það var ekki Jóhanna Sigurðardóttir, eða Steingrímur Sigfússon sem fékk stjórnarandstöðuna í því að lagfræða þessa samninga. Það var hluti VG sem það gerði. Jóhanna var brjáluð. Gamlir taktar tóku sig upp. Ögmundur Jónasson varð að segja af sér, fyrir það eitt að fá menn í samráð. Þingflokkur Samfylkingarinnar stóð einhuga í því að vilja samþykkja afarsamninginn.

Aftur þegar samninganefndin var send út var það gert án samráðs við stjórnarandstöðuna. Að vísu var Svavar ekki sendur með. Hann var lokaður í skammarkróknum hér heima. Aftur er komið heim og nú er það ekki glæsiniðurstaða Svavars, heldur Indriða. Nú skal þetta í gegn með góðu eða illu. Það fór afskaplega lítið fyrir samráði. Meirihlutinn sendi nægjanlega marga órólega í frí og keyrði málið í gegnum þingið.

Þá kemur að þætti Ólafs. Aftur kemur frekjuþáttur Jóhönnu fram. Í stað þess að sætta sig við niðurstöðuna missir hún sig. Aftur kemur hluti VG til hjálpar og samráðsferli fer í gang. Jóhanna viðurkennir ,,undir þrýstingi" að mistök hafi verið gerð varðandi skipan samninganefndarinnar. Eina leiðin til þess að bjarga ríkisstjórninni er að fá nýja samninganefnd og byrja að vinna með stjórnarandstöðunni. 

Í öllu þessu ferli hefur Jóhanna átt afar erfitt með sig. Nú við að klára þetta mál, leggur Jóhanna áherslu á hlýðni innan stjórnarflokkana. Það bendir ekki til þess að áhersla sé lögð á samráð. Jóhanna telur að leiðin sé að stappa niður fætinum, krefjast hlýðni, og ,,segja það er ég sem ræð". Úrslit þjóðaratkvðagreiðslunnar segir minnihlutanum í VG ekki að þau eigi að hafa hægt um sig. Niðurstaðan í þessu máli verður ekki fengin fram með verkstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú er komið tími til þess að setja hana í skammarkrókinn eins og gert var með Svavar. Annað hvort tekur Dagur Eggertsson, Árni Páll, eða Kristrún Heimisdóttir við verkstjórn í þessu máli, eða VG.

Frekja og samráð fara nefnilega illa saman. 


mbl.is Samstarf orðið aukaatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðlýsing Gjástykkis!!!!

Nú vill Svandís Svavarsdóttir fara að skoða friðlýsingu Gjástykkis. Sjálfsagt verða margir sem munu kalla það skemmdarverk. Í dag kom fram í fréttum að við lestur á leyniskjali um rafmagnsverð, að við erum að selja það á útsölu. Erum við útsöluland? VG eru æði oft á móti aðgerðum til þess að efla atvinnu, það er rétt. Þeir hafa oftrú á opinberum rekstri og sýna atvinnurekstri oft hatursviðbrögð. Umhverfishluti flokksins er hins vegar með mjög áhugaverðar áherslur. Friðlýsing Gjástykkis er t.d. framfararspor. Þetta er allt of viðkvæmt svæði og merkilegt til þess að fara að gera tilraunir með í virkjunarframkvæmdum. Svanhvít Svavarsdóttir fær minn stuðning í þessu máli.

Sigurvegari kosningana

Það er oft svo að stjórnmálaflokkarnir hafa tilhneigingu til þess að lýsa sig sigurvegara kosninga, hvernig svo sem þær fara. Allir reina að ná sigrinum til sín. Svo er eining nú. Fyrst ber að nefna Indefence hópinn. Hann verður sannarlega að teljast sigurvegari. Strákarnir hafa unnið afar merkilegt starf, sem hefur skilað niðurstöðu sem aldrei áður hefur tekist að ná. Ólafur Ragnar Grímsson er einnig sannarlega sigurvegari þar sem hann hefur náð virðingu sinni að nýju meðal þjóðarinnar. Stjórnarandstaðan getur að hluta talist sigurvegari, því sannarlega lagði hún sig fram í þessu máli. Það verður einnig hægt að segja um órólegu deildina í VG, þó hennar hlutverk hafi fyrst og fremst verið að koma með nýja vídd í stjórnmálaumræðuna, megi þessi hópur hafa þökk fyrir. Þá kemur Jóhanna Sigurðardóttir sem fagnar því í dag, að stjórnarandstaðan hafi ekki lagt fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina, og að stjórnarliðar ætli ekki að fella stjórnina. Okkur kjósendum var að vísu ekki ljóst að kosningarnar snérust um þetta og ef svo var, af hverju mætti þá Jóhanna ekki á kjörstað til þess að verja ríkisstjórnina.

Sá eini sem ekki fagnar er Steingrímur Sigfússon. Hann er of skynsamur til þess að fagna. Hann veit að það sem hann hefur barist fyrir allt þetta ár, var fellt og hann gerður aftureika með. Órólega deildin stendur upp sem sigurvegari innan VG. Það er komið að krossgötum í VG. Virðingin er fyrir Ögmundi, Lilju Mósesdóttur, Atla Gísla, Guðfríði Lilju og Ásmundi Daðasyni þrátt fyrir að hann hafi látið begja sig í síðustu Icesavekosningum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband