29.3.2009 | 11:19
Áhugaverð ræða
Ræður Davíðs vekja alltaf athygli, og ljóst er að sú verður einnig raunin nú. Þessa ræðu ættu ræðuáhugamenn að halda til haga. Skoða verður við hvaða aðstæður ræðan er flutt, Davíð nýhættur í Seðlabankanum sem Seðlabankastjóri eftir mikil átök.
Davíð verður nú seint talinn með þeim sem döðruðu við útrásarvíkinganna og verður fróðlegt að sjá hvernig sagan mun meta þátt hans. Hin hliðin er hvernig Seðlabankinn hélt á spilunum bæði í aðdraganda hrunsins og síðan í darraðardansinum sjálfum. Þá er samspil Seðlabankans og ríkisstjórnar afar sérstætt.
Texti ræðunnar finnst mér afar skemmtilegur og ræðan vel upp byggð. Þetta gera bara bestu pennar. Mér finnst menn alveg mega færa í stílinn eins og Davíð gerði. Pennaleyfi. Í tvígang brást Davíð bogalistinn. Þegar hann bætti við þegar hann sagði að Jóhanna væri eins og álfur út úr hól, sem slapp ágætlega, en bætti svo við að hún liti stundum út eins og álfur. Sjálfsagt er Davíð að vitna til þess að hárið á Jóhönnu hefur stundum verið svolítið frjálslegt. Í mínum huga var þetta óþarfa fyndni á kostnað Jóhönnu, og jafn ósmekkleg og Davíð fengi á sig húmor vegna hársins eða eyrnanna.
Hinn þátturinn sem var ekki síður slakur var gagnrýni Davíðs á Vilhjálm Egilsson og Endurreisnarskýrsluna. Davíð er farinn og aðrir að taka við. Sá hópur ætlar að endurmeta það sem gert hefur verið og leggja línur hvert á að stefna. Það hefði alveg verið viðeigandi að Davíð og aðrir sem voru í hringiðjunni gætu komið sínum ábendingum að, en skýrslan hlýtur að vera mat nýrra aðila. Davíð hefði getað sagt að hann væri ekki sammála skýrslunni allt umfram það var mjög óviðeigandi.
Össur, Sigmundur og fleiri eru menn til þess að taka þeim skotum sem að þeim var beint.
![]() |
Víkingar með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.3.2009 kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2009 | 10:31
Aríski stofninn
Það er dálítið áhugavert að skoða hverja menn telja vera sökudólgana fyrir kreppunni. Hérlendis telja margir að þeir séu fyrirst og fremst innan Sjálfstæðisflokksins. Forseti Braselíu þekkir hins vegar ekkert til Sjálfstæðisflokksins og telur þetta vera Aríana, hvítu mennina úr Norður Evrópu. Þá sem Hitler taldi úrvalsstofninn. Þóra Kristín telur að sökin liggi hjá blindrahundi, og Hildur Sigurðar hjá rottum sem komu frá Bretlandi.
Aðalatriðið er hvað hægt sé að gera til þess að koma efnahagslífinu aftur í gang.
![]() |
Bláeygðir bankamenn ollu kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2009 | 11:27
Þetta kemur mjög á óvart
Það að Ritstjórn Morgunblaðsins hafi beðist afsökunar á fréttaflutningi Þóru Kristínar í þetta skiptið. Alveg er ég sannfærður um að Þóra Kristín forherðist í sínum vinnubrögðum, og sjái ekkert athugavert við þau. Enda fékk hún fjölmiðlaverðlaun ársins nýlega.
Það var ekki ætlunin með þessum fréttaflutningi að vega að Geir eða sýna hann í neikvæðu ljósi. Morgunblaðið biðst afsökunar á því segir í fréttatilkynningu ritstjórnarinnar. Það er nú ekki alveg rétt. Þeir sem hafa fylgst með fréttaflutningi Þóru Kristínar undrast ekki fréttin frá því í gær. Hún tónar fyllilega við það sem Þóra Kristín hefur sent frá sér. Ég efast hins vegar ekki að ritstjórnin hefi það innræti að skrifa svona grein, né flestir af fjölmiðlamönnum Morgunblaðsins.
![]() |
Afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2009 | 20:40
Þegar líða fór á daginn...
![]() |
Geir kveður og X heilsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 18:36
Mjög spennandi!
![]() |
Vilja reisa fyrstu grænu kapalverksmiðju heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 13:03
17% stýrivextir í 5% verðbólgu.
![]() |
Trúir ekki öðru en stýrivextir lækki umtalsvert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2009 | 10:37
Hvar eru fjölmiðlamennirnir?
12 mánaða mæling á verðbólgu er út úr öllu korti. Seinni hluta ársins 2008 er gengishrun, sem þýðir hækkun á innfluttri vöru og þjónustu. Slíkt ástand er ekki eðlilegt að taka inní mat á raunverulegri verðbólgu. Eðlilegra er að taka t.d. verbólgu síðustu 3 -4 mánaða. Í ljósi þessa er 17% stýrivextir sennilega það eina sem heldur einhverri verðbólgu gangandi. Til hvers þarf þá 17% stýrivexti? Hvar eru fjölmiðlamennirnir? Hvar er greiningin? Hvar er umfjöllunin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 23:43
17% stýrivextir með 6% verðbólgu.
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir að vaxtastefna Seðlabankans sé óskiljanleg. Hann segir að hátt vaxtastig verði ekki þolað öllu lengur. Þjóðinni blæði út á meðan eigendur jöklabréfa og aðrir fjármagnseigendur hagnist á hávaxtastefnunni.
Gagnrýni Ögmundar er harðorð en hann setur hana fram á heimasíðu sinni ogmundur.is. Undir yfirskriftinni Óskiljanleg vaxtastefna segir Ögmundur:
Þessa dagana er mikið rætt um ráðstafanir til varnar skuldugu fólki. Ekki er vanþörf á: Lánaskuldbindingar verðtryggðar og óheyrilegt vaxtaálag þar ofan á. Því lengur sem drápsklyfjunum er hlaðið upp á fólk og fyrirtæki þeim mun óbærilegri verða þær. Í framhaldinu rísa kröfur um björgunaraðgerðir. Þess er krafist að skattgreiðendur hlaupi undir bagga. Hvernig væri nú að söðla um og hætta að bæta í byrðaranar? Þetta hafa orðið viðbrögð flestra þjóða heims í þeirri fjármálakreppu sem nú ríður yfir. Um þetta hafa Íslendingar fundið ágætt orðtak. Talað er um að byrgja bruninn áður en barnið dettur ofan í hann. Stjórn Seðlabankans virðist ekki þekkja til þessarar hugsunar og neitar að lækka vexti svo einhverju nemi. Hún segir að ekki megi veikja krónuna. Það er óskiljanlegur málflutningur í landi sem býr við gjaldeyrishöft. Eigendur jöklabréfanna og aðrir fjármagnseigendur sem hagnast á hávaxtastefnunni eru sælir með sitt. Á meðan blæðir þjóðinni. Það verður ekki þolað öllu lengur.
Ég er hjartanlega sammála Ögmundi. 17% stýrivextir eru rökstuddir með því að verðbólgan sé 17,6% síðustu 12 mánuðina. Það er fáránlegt viðmið því að á þessum tíma var bankahrunið og gengishrun sem að sjálfsögðu kallaði á verðhækkanir, vegna þess að innflutt vara hækkaði í íslenskum krónum. Nær væri að líta á verðbólgu litið t.d. til síðustu 3 mánaða, svo og meta hana næstu 3 mánuðina. Þá erum við að tala um 6% verðbólgu. Ef þetta er nýi seðlabankastjórinn sem tekur þessar ákvarðanir á að senda hann með næsta bát strax heim til Noregs. Lækkun í 10% hefði verið algjört lágmark við þessar aðstæður. Þessi ákvörðun eykur fyrst og fremst á vanda okkar og er þó nægur fyrir. Steingrímur Sigfússon gagnrýndi réttilega vaxtaákvörðun Seðlabankinn, nú þegir hann þunnu hljóði. Við fáum e.t.v. Hörð Torfa aftur á Austurvöll, þar sem tónað verður Seðlabankasjórann burt, og vanhæf ríkisstjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 07:55
300 störf í heilsugæslu á Reykjanesi
![]() |
Gætu orðið til 300 störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2009 | 12:10
Orðskrípi
Ef verðlag á vöru og þjónustu hækkar tölum við um verðbólgu, ef það lækkar tölum við um verðhjöðnun. Ef verðlag hefur verið að hækka, en síðan dregur úr þeirri hækkun, er talað um að það hægi á verðbólgunni, en að það sé kallað verðbólgusamdráttur hef ég ekki heyrt áður og finnst það ekki gott orð. Eflaust er hér verið að meina að hraði verðbólgunnar minnki eða úr honum dragi. Það fer ílla á því að segja að eitthvað aukist á sama tíma og það minnkar. Verðbólgusamdráttur er orð sem mér finnst allt í lagi að nota í Spaugstofunni, en ekki í Mbl. nema að Spaugstofan hafi keypt Morgunblaðið.
Annað er að ljóst er að í ljósi kreppunnar í þjóðfélaginu, að neysluvenjur þjóðarinnar hafa breyst. Í ljósi þess er spuring hvort ekki sé ástæða til þess að skoða þá körfu sem verið er að kanna frá mánuði til mánuðar.
![]() |
Verulegur verðbólgusamdráttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10