Hundar og kettir

Jóhanna vakti sannarlega athygli fyrir lýsingu sína á samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn. Kattarlýsingin á sennilega við um órólegu deildina í VG, en hinn hlutinn er þá sennilega eins og hundar. Það sama má segja um liðið hennar, það er eins og lúbarðir rakkar. Það er einna helst Ólína Þorvarðardóttir sem lætur í sér heyra, þótt enginn viti svo sem hvert innihaldið er hverju sinni. Ólína er þá sennilega á lóðaríi. Það er annars alveg með eindæmum hversu skoðanalaus þessi rakkahópur er. Það er svona hjarðhugsun sem hefur skapað það vesta í mannskepnunni í gegnum aldirnar. Hegðunin hefur ekkert með lýðræði að gera, heldur andstæðu þess.

Einar Karl í essinu sínu.

Allir sem þekkja til Jóhönnu Sigurdóttur vita að ræðan sem hún hélt fyrir flokkssystkini sín var ekki samin af henni sjálfri. Eins og oft áður eru fingraförin frá spunameisturunum. Það versta við slíkan spuna er að þrátt fyrir að hann veki athygli hefur hann engan annan kost. Með því að líkja þingmönnum VG eins og óferjandi kattahóp, var Jóhanna sannarlega að gera lítið úr VG, gera Steingrími Sigfússyni erfiðara með því að halda þinghópi VG saman til þess að vinna með þessari ríkisstjórn og síðan sannfærði þetta bull í Jóhönnu órólegu deildinni að aðal markmið Samfylkingarinnar í þessari ríkisstjórn sé að ganga milli bols og höfuðs á VG.

Forsætisráðherra í ríkisstjórn við þessar aðstæður verður að vera leiðtogi sem fær stjórn og stjórnarandstöðu, vinnuveitendur og verkalýðhreyfinguna til þess að snúa bökum saman og taka á þeim málum sem fyrir liggja. Þá tekur Jóhanna upp byssuna og skýtur í allar áttir. Fyrir Einari Karli virðist það skipta mestu að vekja athygli. Því að vond athygli, sé betri en engin. Ef það var ætlunin tókst dæmið, en virðingin fyrir Jóhönnu minkaði bara. Hún má nú ekki við mikið minna fylgi.


Að ráða

Leiðtoginn er skilgreindur sá sem notar lýðræðið til þess að ná hlutum fram. Hann virkjar fólk, oft með mismunandi reynslu, þekkingu og skoðanir og kemur síðan með lausnir sem hafa í sér meiri dýpt. Andstæða leiðtogans er einræðisherrann.

Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var talað um að nota lýðræðislegri vinnubrögð. Lítið hefur borið á þeim vinnubrögðum eftir kosningar. Hópur Vinstri grænna hefur sannarlega bryddað upp á nýjum vinnubrögðum. Það fer óskaplega í taugarnar Jóhönnu Sigurðardóttur og mörgu Samfylkingarfólki, en ekki bara þeim heldur mörgum í öðrum flokkum einnig. Við eigum langt í land í lýðræðisátt. 

Það þegar gamlir Samfylkingarskarfar, sem voru bara vanir að hlýða fari á límingunum, kemur ekki á óvart sjá:

http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/#entry-1036150

Aðrir vilja taka Jóhönnu á orðinu:

 http://www.youtube.com/watch?v=m_MaJDK3VNE&feature=player_embedded#

 

 


mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska krónan bíður

Nú þegar fylgið við aðild að ESB nálgast óðfluga 5% markið, er full ástæða til þess að við sendum sendinefnd til Noregs til þess að semja um upptöku norsku krónunnar. Á sama tíma þarf að setja Jóhönnu og Steingrím í langt orlof þannig að þau séu ekki að hringja til Noregs og eyðaleggja væntanlega samninga. Norska króna er og verður okkar besti kostur.


mbl.is Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitin að týndu skjaldborginni!

Nú einu ári eftir að vinstri stjórnin lýsti því yfir að hennar helsta verk væri að slá skjaldborg um heimilin í landinu, rankar stjórnin við sér og ætlar að láta fara fram rannsókn á skuldastöðu heimilanna. Reyndar hefur enginn orðið var við neina skjaldborg, en ráðherrarnir hafa tjáð þjóðinni að þeir hafi verið afskaplega duglegir, þó að það fylgdi ekki sögunni, við hvað. Rannsóknin mun eflaust taka þann tíma sem þessi vesalings rikísstjórn situr. Við skulum vona að það taki ekki langan tíma.
mbl.is Rannsókn á skuldastöðu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin nýja einkavæðing bankanna

Einkavæðing bankanna 2002 var afar umdeild á sínum tíma. Ef ég man rétt lagði Davíð Oddson til að bankarnir yrðu í mjög dreifðri eignaraðild, Pétur Blöndal lagði til að öllum landsmönnum yrði sent hlutdeildarbréf í bönkunum. Samfylking og Framsóknarflokkur lögðust gegn svo dreifðri eignaraðild og settu fram hugmynd um kjölfestufjárfesta sem eignuðust stóra hluti og síðan yrði minnihlutinn í dreifðri eignaraðild. Framkvæmdin fór síðan úr böndunum og væri full ástæða að á henni færi fram sérstök rannsókn. VG var á móti einkavæðingu bankanna, vildi að eignaraðildin yrði áfram hjá ríkinu.

Nýlega for síðan fram önnur einkavæðing bankanna. Hafi sú fyrri verið umdeilanleg sýnist mér sú seinni vera mun  gagnrýnisverðari. Nú voru það ekki innlendir útrásarvíkingar sem keyptu, heldur fengu vogunarsjóðir og erlendir braskarar bankana afhenta á silfurfati. Í stað þess að ná leiðréttingu fyrir landsmenn á skuldamálum heimila og fyrirtækja er þessum aðilum veitt skotleyfi á liðið. Ákvörðunin virðist vera eins og því miður margt hjá þessari ríkisstjórn, tekin án þess að nokkur stefna sé til staðar. Því skiptir hver og ein ákvörðun engu máli. Í ljósi gagnrýninarinnar á fyrri einkavæðnigu bankanna er sú nýja nánast glæpsamleg. 


Ef Icelandair lenti í rekstarerfiðleikum.

Hitti flugmann frá Icelandair i dag. Hann spurði mig hvað ég teldi ástæðu þess að stjórnvöld næðu engu valdi á verkefni sínu.

Þið hafið lent í rekstarerfiðleikum í gegnum tíðina. Hvernig leystuð þið dæmið?

,,Með samstilltu átaki allra", svaraði hann.

,, Mynduð þið á erfiðleikatímum ráða fýlugjarna flugfreyju sem er að komast á eftirlaun, sem forstjóra og jarðfræðinema úr hlaðdeildinni sem fjármálastjóra"?

,, Ég skil" sagði hann. Ég heyrði að hann tautaði ,,alveg furðulegt" þegar hann gekk burtu og hristi hausinn.

 


Af hverju fögnuðu bíleigendur ekki?

Það vakti athygli margra dræmar undirtektir skuldara bílalána, þegar Árni Páll Árnason tilkynnti væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi lækkun bílalána. Árni Páll kynnti svokallaða 110% leið, sem þýðir að sú upphæð láns sem er umfram 110% virði bifreiðarinnar fellur niður. Meginþorri bílalána er með gengislánum og nýlega er fallin í Héraðsdómi Reykjavíkur um að gengislánin séu ólögmæt. Verði þessi dómur staðfestur í Hæstarétti sem margir telja mjög líklegt lækka bílalánin mun meira en hugmyndir ríkisstjórnarinnar segja til um. Þess vegna þykir þetta útspil félagsmálaráðherra heldur klént.

Annað er að ef þetta var mögulegt nú, af hverju var þetta algjörlega ómögulegt fyrir ári síðan. Sá tvískinnungur þykir ekki trúverðugur. 

Félagsmálaráðherra segir nú að hann óttist ekki lögsókn frá fjármögnunarfélögunum. Ef bílalánin verða dæmt lögmæt, þá verður ekki séð á hvaða forsendum félagsmálaráðherra ætlar að komast hjá lögsókn.  Því miður lykta þessar aðgerðir af spunavinnubrögðum og því fá boðaðar aðgerðir misjafnar undirtektir. 


Undir þrýstingi

Fyrir nokkru síðan sagði Jóhanna Sigurðardóttir að eftiráséð hefði það verið skynsamlegra að fá betri menn til þess að semja fyrir okkur í Icesavedeilunni. Svavar Gestsson sá strax að hér hafði Jóhanna talað af sér og sagði að hún hefði sagt þetta undir þrýstingi fjölmiðlanna. Það sem hún raunverulega vildi segja var að auðvitað var Svavar sá besti, meira að segja sá allra besti. Hvernig gæti Svavar tekið við forsetaembættinu ef hann hefði ekki verið sá besti?

Nú kemur Árni Páll Árnason fram og Sigmar Gunnarsson saumar að honum. Í lokin viðurkennir Árni Páll að hann hafi persónulega farið inn í bankana til þess að vinna í mörgum málum. Ég hafði alveg misskilið þetta, því mér heyrðist ráðherrarnir ítrekað hafa sagt að þeir beittu sér alls ekki í einstökum málum. Það væru mál bankanna, þetta væru alltaf almennar aðgerðir. Nú kemur örugglega einhver fram og segir að Árni Páll hafi alls ekki farið inn í bankana til þess að beita sér í einstökum málum. Annars gætum við farið að gruna að meðferðin á Baugi væru að einhverju leiti undir áhrifum frá ríkisstjórninni. Þeir sem hafa verið að velta fyrir sér hvað ríkisstjórnin hafi verið að gera á undanförnum mánuðum vita það nú. Ráðherrarnir hafa verið í bönkunum.


Hvað þýddi þjóðaratkvæðagreiðslan?

Strax eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave fór að bera á því að einhverjum var ekki ljóst um hvað var kosið. Þar sem þetta vefst fyrir fólki skulum við skoða málið:

Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar.

Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?

Svarkostirnir eru tveir:

Já, þau eiga að halda gildi

Nei, þau eiga að falla úr gildi

Sem sagt meirihluti Alþingis hafði samþykkt lög, en Forseti Íslands neitaði að skrifa undir þau. Ef kjósendur segðu já, þá voru þessi lög tekin í gildi og ríkisábyrgð var komin á þann samning sem gerður hafði verið við Breta og Hollendinga. Ef við sögðum nei voru þessi lög fallin úr gildi og nýtt tækifæri gafst til þess að semja betur.

 Fyrir kosningarnar sagði Jóhanna Sigurðardóttir að þessar kosningar væru markleysa. Nú, já. Hentaði henni ekki það að málið  yrði borið undir þjóðina. Steingrímur Sigfússon hafði sagt að hann stæði og félli með Icesave. Það stóð auðvita ekki því kosningarnar voru líka markleysa í hans huga, þar sem verið var að fella samning sem hann bar ábyrgð á. Jóhanna sagðist ekki ætla að kjósa og gaf þar með skýr skilaboð um að stuðningsmenn hennar ættu að sitja heima. Steingrímur kaus heldur ekki. Það er því auðvitað mjög eðlilegt að auk hinnar skýru niðurstöðu kosninganna að málið sé mikill ósigur Jóhönnu og Steingríms.

Þrátt fyrir að um 94% kjósenda hafi sagt nei, koma nú  sjálfskipuðu ,,sérfræðingarnir" fram og reina að gera lítið úr niðurstöðum kosninganna. Nú dregur Egill Helgason Jón Ólafsson í viðtal, sem mest allt var fullt af órökstuddum dylgjum. Hann sagði kosningarnar óljósar, og líkti þeim við kosningar í alræðisríkjum. Sumir kjósenda væru að fella samningana vegna þess að þeir væru á móti því að greiða fyrir Icesave og hina sem teldu að hægt væri að gera betri samninga.

Jú, jú, en samkvæmt lögunum bar að kjósa um hvort lögin myndu standa eða ekki. Alveg skýrt. Þeir sem kusu Jóhönnu Sigurðardóttur geta líka kosið hana af mismunandi ástæðum. Einn hópur kýs Jóhönnu vegna þess að hún hefur verið fylgin sér við að berjast fyrir þá sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi, aðrir kjósa hana af því að hún hefur þótt dugleg, þriðji hópurinn kýs hana því að hún er fulltrúi fyrir samkynhneigða og svo gæti einhver hópur kosið hana af því að hún hefur lögulegan bossa. Þegar Jóhanna er kosin, þá geta kjósendur haft misjafnar ástæður en það sem gildir er að Jóhanna var kosin, fremur en einhver annar og það gildir.

Tilraunir ,,sérfræðinganna" er aumkunarverð tilraun til þess að gera lítið úr þjóðinni. Það voru margir sem stóðu í lappirnar í þessu máli. Það var Ólafur Ragnar, það var Ögmundur, það var Eva Jolý og nú er nýjasti félaginn Össur Skarphéðinsson. Það liggur við að maður fyrirgefi Össuri að hafa stutt ömurlega Icesavesamninga allan tímann. Þetta er spurningin um að standa með þjóðinni. 

Það var ekki kosið um hvort ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Fari hún ekki að standa sig, og hysja upp um sig brækurnar getur verið að þjóðin segi skoðun sína afar skýrt. Það mun þá gerast fyrr en síðar. Það mun þá ekki þýða að eitt eða neitt með Icesave, heldur að heildarframmistaða ríkisstjórnarinnar hafi verið  óviðunandi. 


mbl.is Umræða um Icesave skilað árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Mars 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband