29.4.2011 | 16:21
Spuringamerkin í boltanum?
Það er engin spurning um getu Eiðs Smára ef hann er í formi og með rétt hugarfar. Það væri virkilega gaman ef þetta tvennt færi saman og hann kæmi með það hugarfar inn í landsliðið að vera fyrirmynd og hjálpa ungu strákunum. Eiður Smári fékk gagrnýni fyrir 2007 hugsunarhátt og það þarf að vinna ákveðna vinnu til þess að hlutir gangi upp. Það eru engar svart hvítar lausnir til við slík mál.
Annars var skemmtilegt viðtal við Guðjón Þórðarson í Fréttatímanum í dag. Rætt um stjórnmálin, um Geir Haarde um, um breyskleika Guðjóns, um landsliðið, m.a. um Eið Smára og um fótboltann. Alltaf gaman að Guðjóni og þeir sem halda að Guðjón sé einhver auli í fótbolta, vita lítið um boltann. Mátulega kjaftfor til þess að vera Guðjón. Ef hann stendur sig vel í sumar, gæti hann átt möguleika að nýju með landsliðið. Óttast að tími Eyjólfs Sverrissonar sé ekki ennþá kominn aftur. Vel skrifuð grein, nema að blaðamaðurinn hélt að Guðjón væri að fara að þjálfa Bolungarvík. Þetta er að vísu sameiginlegt lið Bolungarvíkur og Ísafjarðar.
Bæði Guðjón og Eiður Smári hafa notið mikillar virðingar, Guðjón sem þjálfari og Eiður Smári sem leikmaður, og báðir fallið í áliti hjá fjölmiðlamönnum og almenningi. Vonandi ná þeir vopnum sínum að nýju með hugarfari 2011. Það væri fengur fyrir fótboltann.
![]() |
Eiður: Fulham hefur endurvakið feril minn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2011 | 20:03
Líka að standa við loforðin í stöugleikasáttmálanum frá 2009
Nú segist ríkisstjórnin vilja gera allt til þess að samningur til þriggja ára verði gerður milli aðila vinnumarkaðarins. Allt hvað er þá spurningin.
Árið 2009 skrifaði ríkisstjórnin undir samning með aðilum vinnumarkaðarins um aðgerðir til þess að bæta atvinnuástand. Það eina sem ríkisstjórnin stóð við var að skrifa undir samninginn. Allt annað var svikið. Nú koma sömu svikahrapparnir og vilja skrifa undir viljayfirlýsingu. Hvað á það að þýða og hvaða gildi hefur slík yfirlýsing. Er ekki komin tími til þess að skipta um lið í brúnni?
![]() |
Sendu lokaútgáfu yfirlýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2011 | 07:31
Ágætlega grænn og alveg sléttur!
![]() |
Grænn og nokkuð sléttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2011 | 23:37
Nógu gott?
Mat á því hversu góð staðan er verður að meta í því ljósi hvert við viljum fara. Það er 8,8% atvinnuleysi, fjöldi þeirra sem ekki eru taldir koma aftur á atvinnumarkað eykst með hverjum deginum. Fjöldi hæfra starfskrafta hefur ákveðið að fara úr landi. Laun hafa lækkað um helming miðað við aðra gjaldmiðla og fjöldi fólks hafur skráð sig í skóla. Enn á ríkisstarfsmönnum eftir að fækka, svo og bankamönnum. Jafnvel þótt viðsnúningur verði í atvinnulífinu er talið að atvinnuleysið verði milli 9-10% á komandi árum. Er þeð ástand sem við sættum okkur við? Ef ekki, þá er ástandið ekki nógu gott og frammistaða stjórnvalda óásættanleg. Ef þetta atvinnuleysi er ásættanlegt eins og margir stjórnarliðar og stuðningsmenn þeirra halda fram, þá eigum við að vera sátt.
Íslendingar sætta sig ekki við ástandið og ekki þá nánustu framtíð sem þessi ríkisstjórn vill bjóða okkur. Því líður að uppgjöri þjóðarinnar við þetta lið.
![]() |
Staðan á Íslandi betri en búast mátti við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2011 | 22:06
Einn til tveir fjölmiðlar í burðarliðunum?
Atvinnuástand meðal fjölmiðlamanna hefur ekki verið gott að undanförnu. Nokkrir frambærilegir fjölmiðlamenn ganga um atvinnulausir eða með veika verkefnastöðu. Góð laun eru víst í boði fyrir rétta menn. Meðal fjölmiðlamanna er rætt um að það sé ekki alltaf spurt um gæði í stéttinni heldur fremur hlýði. Hinir nýju fjölmiðlar eru víst sagðir í eigu fyrrum eigenda Kaupþings og Landsbankans. Fyrst var hugmyndin að gefa út einn viðbótar fjölmiðil, en andúð Jóhönnu Sigurðardóttur og ráðandi afla í Samfylkingunni á Björúlfi Thor veldur því að Kaupþingsmenn eru slíku samstarfi fráhverfir.
Með því að koma fram með nýja fjöliðla, geti Kaupþingsmenn og Landsbankamenn haldið uppi öflugum vörnum rétt eins og Glitnismenn geta nú gert í Fréttablaðinu, Stöð 2 og tengdum fjölmiðlum. Þykir umfjöllum vera eigendum gamla Glitnis, og sérstaklega Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á kostnað gamla Landsbankans og Kaupþings.
Þá er ætlunin að falast eftir velvild starfsmanna RÚV, en miðað við núverandi vinnubrögð eru þar er allnokkrir, sem talið er að gætu hugsað sér hækkun launa eða fá viðbótarsposlur gegn hlutdrægni í umfjöllun.
Nú verður gaman að sjá hvort þessir nýju fjlmiðlar fái að komast á laggirnar. Núverandi staða er víst þyrnir í augum margra VG manna, en sagt er að Samfylkingin hefi sett stuðning við Baugsfjölmiðlana sem eitt af skilyrðum fyrir núverandi ríkisstjórnarsamstarfi.
Bloggar | Breytt 26.4.2011 kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2011 | 16:00
Samfylkingarhænsni ræðst á íslenska fjölskyldu í Noregi.
![]() |
Fugl ofsótti íslenska fjölskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2011 | 21:20
Pólitískt vændi
Heyrði skemmtilega sögu. Ungur strákur fór erlendis til að vinna til Danmerkur í sumarfríinu. Honum var boðið í grillveislu ásamt nokkrum ungum íslendingum. Sessunautur hans, eldri kona að hans mati 23-24 ára, tók hann tali og spurði hann hvaðan hann kæmi. Hann spurði konuna hvað hún starfaði og hann varð kjaftstopp þegar hún svaraði ,,vændiskona"
,,Hvernig er að selja sig" spuði ungi maðurinn
,,Ég sel mig ekki". Svarðaði unga konan.
,, Ég leigi líkama minn,en sál mína geta þeir aldrei keypt"
Því meira sem ungi maðurinn kynntist íslenskum pólitíkusum bar hann meiri virðingu fyrir þessari dönsku konu.
Rifja þetta upp, þegar umræðan fór á stað um teikningu af Siv Friðleifsdóttur birtist í Morgunblaðinu. Hef engan hitt sem heldur því fram að Siv vilji inn í ríkistjórnina af hugsjónaástæðum. Heldur einmitt vegna pólitískra hrossakaupa. Hvað fær hún í staðinn. Þó að manni hafi brugðið að sjá myndina í ljósi mála í persónulegu lífi Sivjar, þá orkar myndin tvímælis. Hún á rétt á sér og ekki. Siv er ekki að hugsa um Framsóknarflokkinn þegar hún vill inn í ríkisstjórnina, framganga forráðamanna þessarar ríkisstjórnar við Framsóknarflokkinn og forystumann hans á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn studdi minnihlutastjórnina var þess eðlis að afar ólíklegt verður að telja að traust muni nást milli þessara aðila í náinni framtíð. Stuðningur við þessa ríkisstjórn er heldur ekki til þess að styðja fólkið í landinu. Þessi ríkisstjórn er fallin í síðasta lagi þegar viðræður við ESB liggja fyrir með eða án Framsóknarflokksins. Sé það rétt að gulrótin fyrir inngöngu sé einhver dúsa sem Siv gæti fengið er teikningin í Morgunblaðinu ekki móðgun við Siv, hún er þá móðgun við ungu konuna í Danmörku forðum og starfsfélaga hennar. Sú danska seldi aldrei sálu sína.
Bloggar | Breytt 23.4.2011 kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2011 | 23:24
Er Ólafur Ragnar vitleysingur?
RÚV segir á heimasíðu sinni í dag að Ólafur Ragnar sé sagður vitleysingur. Ég get mér þess til að fréttina hafi skrifað Lára Ómarsdóttir með sérstöku leyfi eða aðstoð Óðins Jónssonar. Hér vitnar fjölmiðlasérfræðinguinn í þátt með þeim Uffe Ellemann Jensen og Mogens Lykketoft.
Nú er það í fyrsta lagi vandmeðfarið að þýða slíkar yfirlýsingar frá þeim félögum, þar sem danir nota oft sterk orð í svona tilfellum til þess að segja hluti, þar sem meiningin er allt önnur. Hins vegar er það mjög umhugsunarvert ef þeir félagar hefðu kallað Ólaf Ragnar vitleysing. Sjáum við fyrir okkur að fyrrum ráðherrar á Íslandi myndu kalla Þórhildi Danadrottningu vitleysing. Gerðu þeir það höldum við að danska ríkissjónvarpið myndi segja frá slíku á forsíðu á vef sínum?
Það kemur ekki á óvart að hérlendis eru það Samfylkingarbloggarar sem eru afar kátir með umfjöllunina, það er þeirra anda. Gera lítð úr lýðræðislegum vinnubrögðum enda þekkjast þau ekki í verkfærakistu flokksins.
Kanna þarf hver hefur skrifað fréttina á RÚV og taka vinnubrögðin fyrir á viðeigandi stöðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.4.2011 | 19:07
Á að hundsa vilja 70% þjóðarinnar.
Lýðræði felst í því að meirihluti þjóðarinnar hafi með ákvaðanir að gera. Lýðræði er raunar miklu meira en það, það fellst í rökræðu og umfjöllun sem gæti leitt til breyttar niðurstöðu. Oft næst niðurstaða sem er allt önnur en lagt var upp með, eða breytt og sigur sigur niðurstaða fæst. Þá nær lýðræðið hátindinum.
Það er tímaspursmál hvenær rafrænar skoðanakannanir verða framkvæmdar og hægt er að nota þær til ákvarðanatöku. Tæknin er til. Á meðan verðum við að nota hefðbundar skoðanakannanir.
Um 70% þjóðarinnar styður ekki sitjandi ríkisstjórn. Í famtíðinni má reikna með að slíkt þýði að skylt verði að kjósa að nýju.
Um 93% þjóðarinnar felldi Icesave II. Það hefði átt að hafa afleiðingar fyrir þá ráðherra sem báru ábyrgð þá því máli.
Um 70% þjóðarinnar vildi fara í aðildarviðræður við ESB 2007, það hefði átt að þýða að slíkar viðræður hefðu átt að fara fram. Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson skrifuðu um þetta grein og ESB sinnar hafa síðan haldið því fram að þeir félagar vildu ganga í ESB, svo var alls ekki.
Nú eru 70% þjóðarinnar á móti að ganga í ESB. Af einhverjum ástæðum sér hluti ríkisstjórnarinnar það einu leiðina til þess að leysa öll vandamál í þjóðfélaginu. Lýsir það mikilli lýðræðisást?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2011 | 22:43
Hver borgar viðbótarlaun Egils Helgasonar?
ð hefur ekki farið fram hjá neinum hvernig Egill Helgason notar þátt sinn Silfur Egils til þess að koma fram áróðri. Viðmælendur hans verða gjarnan að vera á vinstri væng Samfylkingarinnar eða hlýðnir Vinstri Grænir. Síðan eru stundum lætt inn óánægðum Sjálfstæðismönnum eða Framsóknarmönnum. Aukastarf Egils Helgasonar er síðan að skrifa í flokksmiðil Samfylkingarinnar Eyjuna. Ekki hefur fengist upp gefið hver er stuðningsaðili Egils þar, en böndin berast æ oftar að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Sé það rétt hefur hann ekki aðeins áhrif innan Stöðvar 2, Fréttablaðsins, Mannlífs og DV, heldur einnig í Eyjunni og í Silfri Egils.
Þetta skýrir mjög vel hvernig Egill Helgason spilar út spilum sínum í Silfri Egils.
Bloggar | Breytt 18.4.2011 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10