Líka að standa við loforðin í stöugleikasáttmálanum frá 2009

Nú segist ríkisstjórnin vilja gera allt til þess að samningur til þriggja ára verði gerður milli aðila vinnumarkaðarins. Allt hvað er þá spurningin.

Árið 2009 skrifaði ríkisstjórnin undir samning með aðilum vinnumarkaðarins um aðgerðir til þess að bæta atvinnuástand. Það eina sem ríkisstjórnin stóð við var að skrifa undir samninginn. Allt annað var svikið. Nú koma sömu svikahrapparnir og vilja skrifa undir viljayfirlýsingu. Hvað á það að þýða og hvaða gildi hefur slík yfirlýsing. Er ekki komin tími til þess að skipta um lið í brúnni?


mbl.is Sendu lokaútgáfu yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þetta eru bara aumingjar, því miður verð ég að láta það frá mér í þetta sinn. Þetta fólk er með þráhyggju og elskar gæluverkefni framar fólkinu í landinu.

Tryggvi Þórarinsson, 28.4.2011 kl. 20:20

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Sammála þér Tryggvi að þessi ríkisstjórn og stór hluti Alþingsmanna hefur meiri áhuga á allskonar gæluverkefnum en því sem snýr að hag fólksins í landinu.

Þessi ríkisstjórn sveik allt það sem er að finna í bókun frá 17.febrúar 2008, þar með talið það sem snýr að persónuafslætti og starfsendurhæfingarsjóð

Það vantaði ekki fagurgalann og stóru fyrirheitin í sambandi við stöðugleikasáttmálann 2009.  Ekkert hefur orðið af verkefnum sem þá var lofað.

Ríkisstjórnin hélt mikinn fund í Keflavík um atvinnumál á Reykjanesi, en kannast í dag ekkert við að hafa lofað neinu, né að það sé þeirra að ýta úr vör einhverju atvinnuskapandi

Ríkisstjórnin hélt álíka fund á Ísafirði um málefni vestfjarða.  Eina sem mögulega gæti komið út úr því er að friðlýsa endanlega holurnar í veginum milli Bjarkalundar og Flókalundar.

Jóhanna segist hafa sent á skírdag yfirlýsingu um sjávarútvegsmálin.  Ekki virðist sú yfirlýsing hafa verið skiljanleg eða á pappírsins virði og nú sendir hún "íslenska þýðingu" með fyrra skjali. Ekki er gott að segja hvort það þýði eitthvað meira en fyrri innihaldslausar yfirlýsingar.

Hvað sem pakki kvöldsins til aðila vinnumarkaðins  innihélt, þá er eitt sem þeir geta gengið að vísu.  Það verður ekki staðið við eitt né neitt af því.

Jón Óskarsson, 28.4.2011 kl. 21:09

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem verst er í stjórn með svo tæpan meiruhluta sem nú er raunin er að "fylgismennirnir" innan stjórnsýslunnar verða vita gagnslausir líka.

Það þarf því ekki aðeins kosningar heldur aðiila sem er tilbúinn að taka til hjá RÍKINU líka sem N.B. hefur haldið áfram að þenjast út.

Ef menn halda að rugl eins og sýnt sig hefur í kringum dómsvaldið hér sé einsdæmi í kerfinu eru þeir hinir sömu ákaflega grunnhyggnir.

Hér hafa stjórnnir komið og farið og í stað þess að skipt sé á mönnum í baklandinu eru bara búnar til fleiri yfirmannastöður og svokallað "overlap" sem endar með að 3 aðilar eru í sömu stöðunni....einn frá kosningunum 1980ogeitthvað... einn frá 1990og eitthvað og svo koll af kolli. Allir hafa þeir aðeins eitt markmið sem er jú það sama og allt f marghra innan stjórnsýslunnar.... nefnilega að "hugsa um egið rassgat".

Það versta fyrir landi er svo að fólkið sem hefur haft sig sem mest í frammi með verkalýðsbaráttu og réttindi eru þeir hinir sömu og þora ekki að segja neitt nú....þar sem þeir eru eins og V-G... grænir í gegn. Flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga eða annarsstaðar á ríkisspenanum, vitandi að taka þarf til en hugsa þó meira um sig en þjóðina.

Staðan sem uppi er nú er því ákaflega sorgleg þar sem baráttufólkið þorir ekki að rísa á fátur sakir hagmuna hinna fáu (sem enn eru eftir sem styðja ríkisstjórnina)

Við erum því í komandi kjarasamningum (lesist verkföllum) það sem kallast á engilsaxnesku "royally fucked"

Óskar Guðmundsson, 28.4.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband