Endurreisn fjórflokksins

Það kom mörgum á óvart að eitt fyrsta verk Kristrúnar Frostadóttur sem formaður Samfylkingarinnar varð að ýta Helgu Völu Helgadóttur út. Kristrún var sannfærð farið væri aftur í kjarnann, en hvaða kjarna. Þegar Samfylkingin var stofnuð átti ég nána vinkonu sem var í innsta kjarna Kvennalistans sem síðar gekk inn í Samfylkinguna. Þá kynntist maður að þessi sameining var að mörgul leiti ógeðsblanda. Gamli Alþýðuflokkskjarninn hafði ekkert umburðarlyndi fyrir hugmyndum Kvennalistans og þær fengu vel að finna fyrir því. Voru oft kallaðar kérlingarnar eða helvítis kerlíngarnar. Það sama átti með gamla Alþýðubandalagið. Það lið var kallað kommarnir og jafn lítil virðing borin fyrir þeim. Þessi blanda virkaði bara ekki og 2016 og lægst fór Samfylkingin niður þegar það munaði örfáfum atkvæðum að flokkurinn þurrkaðist út. Fylgið sem vonast var að fá lengst til vinstri kom ekki og jarðvegur varð til fyrir Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn. Strax í byrjun vildi hluti af gamla Alþýðubandalaginu ekki dansa með og stofnaði VG. Nú með tilkomu Kristrúnar á Samfylkingin að verða það sem Alþýðuflokkurinn vildi, verða Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Þar er ekkert pláss fyrir þá sem eru lengst til vinstri. Alþýðuflokksarmurinn vildi aldri Helgu Völu. Ef hún færi í VG er þar komið mjög gott formannsefni, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir færi líklega með hanni og ásamt fjölda annarra. Í framsókn er Sigurður Ingi Jóhannsson orðinn mjög veikur í formannsstóli á sama tíma er Framsókn með tvo öfluga stjórnmálamenn Lilju Alfreðsdóttur og Willum Þórsson, með brotthvarfi Sigurðar er kominn möguleikinn á að sameinast Miðflokknum. Þau umbrot og breytingar sem eru í Sjálfstæðisflokknum færir hann nær þeim flokki sem kallaður var stétt með stétt flokkur. Á teikniborðinu lítur þessi fjórflokkur bara skrambi vel út.  


Bloggfærslur 9. apríl 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband