Komandi lýðræðisveisla?

Nú þegar fólk er að klára að bjóða sig fram til forseta, er strax farið að spyrja okkur hvern við ætlum kjósa. Bíðum nú aðeins við? Ættum við ekki fyrst að fá þá fram sem ætla að bjóða sig fram og hlusta vel eftir því sem frambjóðendur hafa fram að færa og síðan taka ákvörðun? Er það ekki faglegri skoðanamyndun. Sífellt fleiri flæða á milli flokka, og þá hlýtur fylgi í forsetakosningum líka að flæða a milli frambjóðenda á tímanum fram til kosninga. Minnist þess  þegar Kristján Eldjárn ákvað að stíga til hliðar og við fengum forsetakosningar með fjórum frambjóðendum. Vigdís Finnbogadóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson. fjölmiðlaumfjöllun var allt of grunn, svona eftirálitið. Þekkti vel til Vigdísar og Guðlaugs sem höfðu verið kennarar mínir,  Alberts Guðmundssonar sem ég hafði kynnst m.a. úr íþróttunum og síðan Pétur J. Thorsteinsson sem kom úr Utanríkisþjónustunni. Pétur fékk ekki neina þá kynningu í fjölmiðlun að eiga nokkurn séns að vinna. Þótt mér þótti afar vænt um Albert og bar mikla virðingu fyrir honum, ekki bara sem afburða knattspyrnumanni uppfyllti hann ekki þau skilyrði sem ég hafði í huganum hvað ég vildi sjá í forsetanum. Þetta var því val á milli Guðlaugs og Vigdísar. Það var ekki mikið reynt að hafa áhrif á hvað ég myndi kjósa. Ekki mikill áróður nema að hún amma mín spurði mig afar varfærnislega hvort ég hefði myndað mér skoðun hvern ég myndi velja. Ég sagði valið stæði á milli kennara minna. Guðlaugs og Vigdísar. Amma mín Elín Grímsdóttir  sem þá var 87 ára gömul, var mikill stuðningsmaður Vigdísar. Fór þá inn í skáp hjá sér og náði í eitt staup af  sherry. Hún sagði: ,,Ég hef aldrei reynt að hafa áhrif á þig í kosningum, en ef þú ert ekki ennþá búinn að gera upp hug þinn í kjörklefanum máttu minnast baráttu okkar kvenna í gegnum tíðina". Þetta hafði nú ekki afgerandi áhrif, ég var búinn að ákveða að kjósa Vigdísi allnokkru  áður en í kjörklefann kom. Síðar fór ég að gera kröfum um fleiri þætti hjá forsetaframbjóðendum og með auknum kröfum hefði valið verið enn auðveldara. Er því svo þakklátur að fá að kynnast frambjóðendum nú í allri þessari nýju fjölmiðlum. Á ekki von á að RÚV taki verulega þátt í að upplýsa þjóðina. Þeir hafa frekar sínum eigin hnöppum að neppa, eða kynna ,,sína" frambjóðendur með áróðri.  RÚV er ekki lengur með í  því sem skiptir máli og verður RÚV vonandi lagt niður fyrr en seinna. Með punktunum hennar Vigdísar Bjarnadóttur verður valið auðveldara og markvissara. Var að hlusta á Höllu Tómasdóttur og hún kom afar vel út. Hlakka til að hlusta og horfa á fleiri frambjóðendur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ziggi minn !Sumum finnst þeir dæmdir til að taka víti þegar þeir eru hvattir til að kjósa, fyrir mér er það létt verk ...Arnar þór Jónsson....Ég man að við hjónin studdum Albert heitinn og er ég búin að kjósa nokkra,en aðeins einn af þeim hlaut kosningu ; Ólafur Ragnar Grímsson.   Ég trúi að Ísleningar beri gæfu til að kjósa þann sem langflestir sjá að er sendur okkur núna á ögurstundu.

hann

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2024 kl. 14:32

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga mín, það eru margir sem hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa. Ætla að leyfa mér að hlusta á málflutning frambjóðenda, og það sem þeir hafa fram að færa og taka svo ákvörðun. Arnar Þór virðist vera einn af þeim sex frambjóðendum sem fljótt á litið virðist hafa áhugaverðan málflutning. Albert var mjög vanmetinn vissi t.d. að hann gerði mjög áhugaverða hluti sem fjármálaráðherra. Ólafur Ragnar kenndi mér á sínum tíma og var á sama tíma formaður Alþýðubandalagsins. Aldrei sökuðum við hann að vera með pólitískan áróður. Hann stóð sannarlega fyrir sínu. Bestu kveðjur, það fer að koma ttíkmi í kaffibolla og spjall. 

Sigurður Þorsteinsson, 7.4.2024 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband