Skyr í boði VG

Það var ekki mikil ánægja í herbúðum VG þegar þeir fréttu að starfsmönnum og gestum á kosningaskrifstofum hinna framboðanna, hafi verið boðið upp á frítt skyr. Forráðamenn voru að undirbúa blaðamannafund til þess að mótmæla því að VG hefði verið skilið útúndan í þessum matargjöfum, þegar viðbótarupplýsingar sögðu að skyrir hafi verið grænt. Það skýrði ýmislegt. Grímuliðið úr búsáhaldabyltingunni hefur sérstakt dálæti á grænu skyri.

Það verður sannarlega spennandi hverning ungliðastarfið verður byggt upp í framtíðinni. Í stað þess að fara yfir hugmyndafræði, þá er liðið þjálfað í uppákomum og frasagerð. Það þarf ekki að bíða næstu kosninga til þess að nýta sér þjálfunina. Það kæmi ekki á óvart að það færi að hitan í kolunum strax næsta haust.


Smá mistök!

Ég hélt rétt eitt augnablik að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ætlaði að tala við stórstyrkjaþegann Helga Hjörvar um hugsjónir hans og hugmyndafræði varðandi styrkveitingar Baugs og Fl Group. Þá var þetta bara hann Helgi í Góu. Það reyndar gleður alltaf hjarta manns þegar hann kemur fram með sín baráttumál.


mbl.is Hugsjónamaðurinn Helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða stóru málin útundan?

Stóru málin virðast ætla að vera útundan í þessari kosningabaráttu.

1. Hverjar eru skuldir þjóðarbúsins og  hvernig eigum við að tækla þær?

2. Hvað er nauðsynlegt að skera niður, í ár, næsta ár og það þarnæsta og hvað verður skorið niður?

3. Hvernig tökumst við á við atvinnuleysið?

4. Hvernig tökum við á skuldum heimila og fyrirtækja?

5. Ætlum við að auka skatta og ef svo hvaða og á hverja?

6. Með hvaða tækjum ætlum við að koma efnahagslífinu í gang aftur?

7. Viljum við sækja um aðild að ESB og ef svo með hvaða stefnumið ætlum við þá að fara með í viðræðurnar?

8. Ef við förum í viðræður um ESB, og aðild verður ekki samþykkt af þjóðinni. Hvaða varaleiðir höfum við þá tilbúnar, t.d. í gjaldeyrismálum.

Frambjóðendur reyna eins og þeir geta að svara ekki þessum spurningum og fjölmiðlamenn eru ótrúlega lagnir við að koma sér ekki að aðalatriðunum. Stjórnmálamennirnir okkar sváfu á vaktinni í bankahruninu og það gerðu  fjölmiðlamenn einnig. Ætla þessir aðilar einna að sofa þessari vakt, þegar eigum að vera að byrja endurreisnina?

 

 


Eru gengislán lán eða martröð?

Á árinu 2008 varð bæði bankahrun og gjaldeyrishrun. Einstaklingar sem höfðu fengið lán í erlendri mynt stóðu upp með lán sem höfðu tvöfaldast í íslenskum krónum. Fyrir marga þýddi þetta að lánin höfðu hækkað þannig að verðgildi eigna s.s. bifreiða og húseigna var orðið mun lægra. Flestir standa ekki undir þeim greiðslum afborgana og vaxta af þessum lánum.

Fyrir helgi var ég spurður um álit á lögum um verðtryggingu lána og þá vísað í lög frá 2001. Marínó G. Njálsson bloggar ágætlega um þetta mál: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/855575/

http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html) og greinargerð um þessi lög, en þar segir m.a. 

 Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
    Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbinding ar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla var tekin upp í lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl. („Ólafslög“). Með breytingum á þeim árið 1989 var þó heimilað að gengisbinda skuldbindingar í íslenskum krónum með sérstökum gengis vísitölum, ECU og SDR, sem Seðlabankinn birti. Þessi breyting var liður í auknu frelsi í gjaldeyrismálum á sínum tíma. Gengisbinding á grundvelli þessara vísitalna hefur notið tak markaðrar hylli.
    Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.  

Ég sé ekki betur en að hækkun lána miðað við gengishækkanir séu ólöglegar. Ef það er rétt mat hjá mér, eiga skuldendur að borga afborganir af lánum á því gengi sem það er tekið, auk vaxta af þessum höfuðstól sem oftast er á bilinu 4-6%. Ef þetta er mat mitt er rétt þá gætu þeir aðilar sem ekki sofa af áhyggjum vegna þessarra lána, tekið geði sína að nýju. Lánin eru lán en ekki martröð.


Hækkun álaga, til að efla atvinnu

Vinstri Grænir hafa verið mikilvægir í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Steingrímur Sigfússon er hörkuræðumaður og hefur haldið uppi öflugu aðhaldi að stjórnvöldum. Eitt mikilvægasta framlag VG er gagnrýni á stundum gagnrýnislausa notkun náttúrunnar m.a. til stóriðju. Í aðdraganda bankahrunsins létu VG vel í sér heyra. Í eldhúsumræðum sem fram fóru á þessum tíma kom skýrt fram að aðeins VG væri nothæfur í þjóðstjórn úr minnihluta. Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir voru í rúst. Því miður var ekki sett á stofn Þjóðstjórn og VG tóku að sér harða stjórnarandstöðu og síðar að skipuleggja búsáhaldabyltinguna.

Þegar minnihlutastjórn hafði verið komið á, var gengið í það mál sem mikilvægast var talið að taka á, þ.e. skipta um Seðlabankastjóra. Ekki það að það skipti þjóðarbúið mestu máli, heldur það var aðalkrafan í búsáhaldabyltingunni. Fyrir þjóðina hefi það skipt mestu máli að jarðvegur yrði skapaður fyrir endurreisn, heimila og fyrirtækja. Það varð að bíða.

Páll Skúlason fyrrum háskólarektor nefndi þá hættu sem atvinnupólitíkusar skapa þjóðinni. Þeir fara inn í eigin heim, fjarri þeim umbjóðendum sem þeir ættu að vera að sinna. Minni á viðtöl við Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þar sem þau gerðu lítið úr þeim vanda sem við var að etja með því að halda því fram að áfallið væri að þeirri stærðargráðu að kaupmáttur yrði sambærilegur og fyrir 2-3 árum. Fáránleikinn verður skýrari þegar ljóst er að nú þarf að skera niður í ríkisútgjöldum um 50-60 milljarða og svo aftur og aftur. Mikil spurning hvort núverandi valdhafar hafi miklu meiri jarðtengingu.

Tillögur VG til atvinnuuppbyggingar bera þess vott að VG hefur verið í stjórnarandstöðu. Oft óraunhæfar og ómarkvissar, aðrar eru áhugaverðar eins og þær að nýta raforkuna til grænmetisframleiðslu. Það er því afskaplega óheppilegt  að á sama tíma og verið er að leggja til atvinnuuppbyggingu á þessu sviði, sé verið að keyra í gegn 25% hækkun raforkuverðs til ylhúsaræktunar. Slíkt gæti keyrt greinina endanlega í þrot. Við það sköðuðust afar fá störf, nema í skilanefndir til að gera garðyrkjubændur upp.  

 


Kosnigamálið 2009

Kosningamálið 2007 var ekki framganga útrásarvíkinganna, ekki ofurþenslan, ekki hátt vaxtastig sem leiddi til skuldasöfnunar og röngu gengi. Nei stjórnarandstaðan sem var í höndum VG og Samfylkingar valdi að gera ríkisborgararétt tengardóttur Jónínu Bjartmarz sem aðalkosningamálið. Þar með brást þáverandi stjórnarandstaða íslenskum kjósendum.

Nú árið 2009 er kosningamálið styrkir stjórnmálaflokkanna. Reyndar fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins. Styrkir t.d. Eiktar til Framsóknarflokksins verður eflaust skoðaðir nánar svo og sú uppljóstrun Ingibjörg Sólrún Gíslandóttir aflað sjálf og náði í styrki frá stórfyrirtækjum. Umræðan um það verður að bíða þar til eftir kosningar.

Á meðan Róm brennur, fer umræðan um vali á litina á munnþurrkunum. Umræðan er annars vegar í boði Samfylkingar og VG og hins vegar í boði fjölmiðanna, sem hvorki hafa getu eða þor til þess að taka á þeim málum sem brýnast er að vinna að.


mbl.is Fjármögnun flokka alltaf í sviðsljósinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum Norðmanninn heim

Í ESB er verið að ræða um 0 % vexti, í Bretlandi eru þeir 0,5% en á Íslandi eru stýrivextir 15,5%. Stýrivextir eru eitt af helstu stjórntækjum til þess að hafa almenn áhrif á spennu í efnahagslífinu. Ef spennan er of mikil eru vextir hækkaðir til þess að fá fyrirtæki og einstaklinga til þess að draga úr framkvæmdum eða eyðslu. Aðrar aðgerðir hins opinbera þurfa að vera samhljóma, t.d. fresta vegagerð ofl. Í miklum samdrætti eru vextir lækkaðir til þess að örva fyrirtækin og heimilin til þess að framkvæma og eyða.

Ísland er sennilega í versta niðursveiflutíma allra tíma, og þá rekum við peningamálastefnu með 15,5% stýrivöxtum. Sem þýðir að Seðlabankinn gefur þau skilaboð út í þjóðfélagið að við eigum að minnka eftirspurn og draga úr eftirspurn eftir fólki í vinnu. Ein af skýringunum sem gefnar eru fyrir þessari ákvörðun Seðlabanka er að verðbólga síðustu tólf mánuði séu um 16%. Þetta viðmið er út úr öllu korti í ljósi bankahrunsins og gengishrunsins. Gengishrun þýðir að allur innflutningur hækkar og öll erlend aðföng sem fyrirtækin þurfa í sína framleiðslu. Að sjálfsögðu hækkar þá vara og þjónusta í íslenskum krónum. Verðbólga innanlands mótast nú aðeins af tveimur þáttum, breytingum á gengi og þessum fáránlegu stýrivöxtum. Margir halda að verðbólgu þurfi að meta síðustu 12 mánuði, þetta er algjörlega rangt. Verðbólga er oftast metin sem prósentuhækkun yfir ákveðið tímabil, sem getur verið mánuður, tveir þrír eða fleiri, en í ljósi þeirra atburða sem hér hafa dunið á þjóðina má öllum vera ljós að mælikvarði á verðbólgu með að meta hana 12 mánuði aftur í tímann er ónothæfur. Það er nú þegar enginn undirliggjandi þrýstingur sem kallar á verðbólgu, og því ættu stýrivextir að vera hér eins og í öðrum ríkum nærri núllinu, til þess að örva efnahagslífið.

Þessar ákvarðanir eru í höndum Seðlabanka og ríkisstjórnar, með samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það að við höfum ekkert með málið að gera er einfaldlega rangt. Ef AGS krefst þess að okkur að keyra efnahagslífið niður, eigum við að henda AGS út og slíta samskiptunum við þá.

 Síðasta ríkisstjórn var gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi og að hluta til algjörlega með réttu. Ákvaðanir nú í vaxtamálum eru ekki slæmar, þær eru skemmdarverk gagnvart heimilunum og fyritækjunum í landinu. Skorturinn á kjarki til þess að lækka stýrivexti er blaut tuska í aldlit þeirra 18 þúsunda sem ganga um  atvinnulausir. Með aðgerðarleysinu er verið að segja að atvinnuástandið eigi að verða mun verra. Gagnrýni Davíðs Oddsonar á núverandi Seðlabankastjóra var ósmekkleg að mínu mati. Í ljós hefur komið að sá hópur sem ríkistjórnin hefur valið til þess að fara með þessi mál hefur algjörlega brugðist. Nú er vetarfríinu lokið og kominn tími til þess að senda Seðlabankastjórann aftur heim til sín til Noregs.


mbl.is Evruvextir fara ekki í núllið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afkáranleg ekkifrétt

Í síðasta mánuði var verðhjöðnun.  Það er ekkert í kerfinu sem kallar á verðbólgu nema annars vegar að gengið veikist, sem þýðir dýrari innflutning og hins vegar allt of háir stýrivextir Seðlabankans. Einhver verðbólgumarkmið upp á 2,5% árið 2010 er bara alls ekki áhugaverð. Þetta er svona álíka áhugaverð frétt og segja frá spretthlaupara sem setti það markmið árið 2010 að hlaupa 100 m hlaup á 11 sek., en í besti tími hans í síðasta mánuði er 10,8 sek.

Það væri nær að þeir sem stjórni Seðlabankanum fari með stýrivextina í hámark 4-6%. Stýrivextir í Bretlandi eru 0,5%. Vandamál okkar er að atvinnuvegirnir eru að stöðvast, með kolrangri vaxtastefnu Seðlabankans.

Vandamál íslensku þjóðarinnar eru hátt atvinnuleysi, og að efnahagskerfið er að dragast svo mikið saman að hætta er á hruni.


mbl.is Verðbólga í 2,5 prósent 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar á unga fólkið okkar að fá vinnu?

Nú eru um 18 þúsund manns atvinnulausir. Í sumar bætast um 20 þúsund til að leita sér að sumarvinnu. Í haust er talið að atvinnuleysið aukist enn meira, þar sem enn stefnir í þrot fjölda fyrirtækja, og hefur talan 30 þúsund verið nefnd. Fyrir liggur að skerf þarf niður hjá hinu opinbera, samhliða því að lækka laun, þannig að ekki bætast við störf þar. Við þetta bætist svo að um 20 þúsund munu koma út á vinnumarkaðinn að loknu námi næstu 3 árin.

Snúast kosningarnar núna um að taka á þessu máli? Hvaða raunhæfar lausnir hafa stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamennirnir okkar varðandi atvinnuuppbyggingu? Ekki það að þeir eigi að búa til störfin sjálfir.

Ef störfin eru ekki hjá hinu opinbera, hvar þá?


mbl.is Atvinnuleysi mest meðal ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru útrásarvíkingarnir enn við völd?

Valdinu var hér áður skipt í dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald. Með þeirri þróun sem hefur orðið í heiminum á síðustu áratugum, var fjölmiðlavaldinu oft bætt við sem fjórða valdinu og síðar kemur fimmta valdið á síðustu árum þ.e. fjármálavaldinu. Við Íslendingar kynntumst þessu valdi mjög sterkt á síðustu árum. Mikilvægt er að þessir valdsþættir séu í jafnvægi og þeir virði landamæri, ef ekki á illa að fara. Hérlendis kom skýrt fram að dómsvaldið, framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið var oft álitið aðeins vera til óþurftar fyrir þá sem fóru með fjármálavaldið, og fjölmiðlarnir voru síðan í eigu þeirra. Það vill enginn til baka, til þessa tíma en umræðan hefur ekki farið fram hvernig fyrirkomulag við viljum hafa.

Lýðræðisleg umræða er aldrei sterkari en í aðdraganda kosninga, og einmitt nú ættum við að vera að fjalla um hvernig þjóðfélag viljum við lifa í á komandi árum. Mál eins og styrkjamál Sjálfstæðisflokksins eru eitt af þeim málum sem geta tekið umræðuna frá þeim megin verkefnum sem við þurfum takast á við. Ekki það að þetta styrkjamál eigi ekki að ræða, en það eru mun brýnni og stærri mál sem skipta þjóðina meira máli fyrir þessar kosningar.

Hvernig ætlum við að taka á vanda heimilanna? Hvernig ætlum við að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný? Hvernig ætlum við að haga samstarfi okkar við nágrannaríki okkar, innan ESB eða utan?Hvað gerum við með íslensku krónuna? Hvernig höldum við sem flestum íslendingum á Íslandi? Hvernig getum við varið velferðina? Hvernig tökumst við á við atvinnuleysið? Í þessari kosningabaráttu er lítil áhersla á þessa þætti. Fjölmiðlarnir hafa sett kastljósið á styrkjamál Sjálfstæðisflokksins. Styrkjamál annarra flokka hefur fallið í skuggann, svo og fjármálaleg staða flokkanna.

Er það mögulegt að Stöð 2 hafi haft upplýsingar um styrkjamálið í nokkra mánuði? Ef svo er, er það tilviljun að upplýsingar um það sé sett fram um páskana rétt fyrir kosningar? Er það tilviljun að Jón Ásgeir Jóhannesson var bæði stór eigandi í FL Group og er nú stór eigandi í Stöð 2? Gæti verið að upplýsingarnar hafi verið auðfengnar. Þá er spurningin um tilganginn?

Verða kosningaúrslitin í Alþingiskosningunum 2009 í boði útrásarvíkinganna?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2009
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband