Stefnumótunarfíkn - alveg heltekin

Góður vinur minn er í afar samhentri fjölskyldu. Þau hittast oftar en ég held að gengur og gerist í  fjölskyldum Síðastliðið sumar var okkur boðið í grill hjá þeim á sunnudegi. Það voru 62 mættir í grillið. Minnir mig á fjölskyldusamkomur í Frakklandi, öll fjölskyldan að borða saman. Málsverðurinn stendur í 3-4 tíma. Þetta var afskaplega skemmtilegt afinn og amman, börnin og barnabörnin og síðan eitthvað frændfólk.

Nú hefur komið fram fyrstu merki um óróleika í fjölskyldunni. Ein frænkan hefur heltekið fjölskylduna. Konan er komin á sextugsaldurinn og er ennþá að finna hvað hún á að læra í Háskólanum og það nýjasta sem hún fann er stefnumótun. Í síðustu helgi marsmánaðar voru öll systkinin, afinn og amman leidd saman í stefnumótun. Frænkan útskýrði mikið undratæki SVOT greiningu, sem hún sagði lausn allra vandamála. Það þýddi lítið fyrir vin minn að benda frænkunni á að það væru engin stór vandamál að plaga fjölskylduna. Hún sagði það gott dæmi um að þá væru vandamálin dulin og SVOT greiningin væri einmitt tækið til þess að lokka duldu vandamálin út úr fylgsnum sínum. 

Frænkan stjórnaði ferlinu með harðri hendi. Hefur óbilandi trú á hæfileikum sínum og þekkingu. Hefur verið í nánast öllum félögum sem stofnuð hafa verið á Íslandi. Reynslubolti með óstöðvandi metnað. 

Um síðustu helgi var síðan næsta stefnumótun með fjölskyldunni. Þá var leigt sveitahótel fyrir fjölskylduna til þess að enginn færi heim. Þetta var nánast sami hópur, en til þess að stækka hann var hringt í nánustu ættingja sem ekki höfðu komið áður. Engu  að síður mættu ekki fleiri um þessa helgi. Það voru forföll. Frænkan hafði flett upp SVOT greiningu á Google og fundið ýmislegt bitastætt sem hún sagði þátttakendum frá. 

Vinur minn vill láta senda frænkuna í meðferð. Í fjölskyldunni er einmitt hámenntaður sálfræðingur. Hann vill ekki taka frænkuna í meðferð, nema að hún fallist á að koma sjálfviljug. Á síðasta ári hafði frænkan komið til hans og læknast af orði sem heltók hana þá. Það var orðið lífmassi. Hún var viðþolslaus. Fallegt orð sem hlyti að þýða eitthvað alveg stórkostlegt. Hún vissi bara ekki hvað. Nú er það stefnumótun og SVOT greining. 

Vinur minn er afar bitur. Ef þessu stefnumótunarkjaftæði fer ekki að linna, ætlar hann að hætta í fjölskyldunni. Hann þolir ekki SVOT greiningu. Hann sem var rétt að jafna sig á lífmassanum. 


Undrið Facebook

Það var á fimmtudaginn að ég gerði mér grein fyrir áhrifum á Facebook. Aðgangur að Facebook hafði verið lokaður í tölvum einnar stofnunar, vegna misnotkunar. Sama dag heyrði ég af tveimur öðrum fyrirtækjum sem hafði tekið sömu ákvörðun. Um kvöldið kom dóttir okkar í mat, en hún er orðin einskonar sérfræðingur í netnotkun ungs fólks. Hún sagði okkur að fyrir suma væri Facebooknotkun orðið að fíkn. Fólk stundar ekki skóla eða vinnu. Lífið er orðið að Facebook.

Auðvitað hefði ég átt að kveikja fyrr. Ljóskan  okkar í Kópavogi kom askvaðandi inn í umræðu hjá okkur fyrir löngu og  sagði okkur að nú þyrfti hún ekki að fara neitt í nám meira. Hún væri komin á Facebook og þá kæmi þekkingin bara til hennar. Einn í umræðuhópnum varð grænn í framan. Annar fór að hlæja, en hætti því fljótt því hinir vissu að þetta átti ekki að vera brandari. Sá þriðji, sagði, ,,já, já hvað eigum við að gera við þetta Icesave".  ,,Þetta er svo auðvelt", sagði ljóskan, ,,maður skráir sig bara inn". 

,,Í Icesave" spurði einn

,,Nei, Facebook" sagði ljóskan.

Á síðasta fundi sagði ljóskan okkur svo að hún kynni ,,öll trikkin" á Facebook.

Ég velti fyrir mér, ef maður vildi kynna sér öll trikkin á Facebook hvort maður ætti að kaupa Facebook for dummies, eða 100 stellingar á Facebook.  


Hannes í FH

Hannes Þ. Sigurðsson er nú genginn í FH. Hann hefur spilað erlendis í nokkur ár og mun án efa styrkja FH og íslenskan fótbolta. Hannes hefur spilað allnokkra leiki með íslenska landsliðinu og staðið sig þar afar vel. Minnir mann talsvert á Brynjar Björn, með mikinn karakter og brattáttu, en mér finnst ekki síðri leikmaður. Það vakti því óneytanlega mikla athygli þegar Hannes datt út úr íslenska landsliðinu. Það kæmi ekki á óvart að hann ætti eftir að spila allnokkra landsleiki, en búast má við að skipt verði um þjálfara með haustinu. Hlakkar til að sjá þennan dreng spila í íslandsmótinu í sumar.
mbl.is Hannes: Allt önnur staða hjá FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2011
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband