Manísk efnahagsstjórn

 Geðhvarfasíki getur verið skelfilegur sjúkdómur. Sjúklingurinn tekur sveiflur, fer upp í maníu síðan niður í þunglyndi. Hvort tveggja er hættulegt. Í maníunni líður sjúklingum yfirleitt mjög vel, en þunglyndið sem fylgir getur verið skelfilegt. Þess vegna er líklegast að sjúklingar séu reiðubúnir í meðferð í eða eftir þunglyndið. Eitt af vandamálunum við sjúkdóminn er að margir sækja í uppsveifluna og hætta því meðferð sem til er. Í uppsveiflunni, örlyndinu hafa margir listamenn fengið innblástur, en í niðursveiflunni hafa margir tekið líf sitt svo skelfileg getur hún verið þegar ruglið í uppsveiflunni er skoðað. Meðferð sjúkdómsins fellst í því að jafna þessar sveiflur.  Efnahagslíf Íslendinga er mjög sambærilegt. Eftir fátækt og erfiðleika aldanna fer að rofa til í byrjun tuttugustu aldarinnar. Heimskreppan 1929 hafði að sjálfsögðu haft mikil áhrif hér eins og annars staðar. Iðnbyltingin  var hins vegar að koma til okkar, m.a. í formi vélvæðingar skipaflotans og stækkun skipa. Stríðið færði okkur fyrstu yfirþensluna. Síðan  kom síldin, loðnan, Álverið í Straumsvík, og síðan síðasta uppsveifla sem nú er lokið. Þrátt fyrir að öllum megi vera ljóst að yfirþenslan er hættuleg, þá eru nógu margir sem vilja fara í nýja sveiflu. Álver á Bakka, álver í Helguvík, virkja allt sem mögulegt er. Þessi sókn í þenslu er fíkn. Lækningin fellst í stöðugleika. Það er efnahagstjórn. Leitin að stöðugleika er ekki að keyra í næstu yfirþenslu og heldur ekki að keyra þjóðfélagið á botninn.  

Mælikvarðinn

Gengi er eins og mælikvarði. Tommustokkur eða málband. Ef notandinn þarf á slíku tæki að halda er mikilvægt að mælikvarðinn haldi gildi sínu. Tommustokkur sem mælir 1,20 metra  eða 80 sm þegar mæla á 1 metir er ónothæfur. Það sama gildir um málbandið. Enginn heilvita smiður myndi nota slíkt mælitæki. Íslenska krónan er einmitt slíkt mælitæki. Þar sem hún sveiflast til um tugi prósenta er hún ónothæf til síns brúks. Hún getur verið gagnleg t.d. fyrir krónusafn, safn um íslensku krónuna. Legg til að það verði staðsett á Sógum undir Eyjafjöllum, hann Þórður safnvörður færi vel með íslensku krónuna.

Varðhundar kerfisins

Hér sýnir valdagræðgin sig í sinni svörtustu mynd. Þetta eru varðhundar kerfisins í Búrma. Stjórnarandstaðan í Búrma er fangelsuð eða sett í stofufangelsi. Aung San Suu Kyi friðarverðlaunahafi Nóbels hefur þannig háð hetjulega baráttu fyrir lýðræði í landinu, hefur verið í stofufangelsi í fjölda ára. Því miður er Búrma svo langt frá okkur, að atburðirnir þar hreyfa ekki nægjanlega við okkur. Spurning hvað við gætum mest gert að gagni.

Áður ef við köstum steinunum, skulum við átta okkur á að varðhundar kerfisins eru því miður einnig til hér heima, þó aðferðir þeirra jafnast ekkert á við herforingjastjórnina í Búrma. Valdhafar spyrja ekki ávallt um hagsmuni almennings. Nú er ég ekki endilega að tala um ríkisstjórn heldur er víða til kerfi, innan ríkiskerfisins, innan sveitarfélaganna og innan fyrirtækja og félaga þar sem hagsmunir almennings eru settir skör lægra en hagsmunir valdhafanna. Með stækkun opinbera kerfissins verður hættan meiri. Við höfum einnig verk að vinna hér heima.


mbl.is Hjálparstarfsmenn óvelkomnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Bankarnir þöndu húsnæðismarkaðinn“

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala segir Seðlabankann hafa ráðist að rótum fasteignamarkaðarins með spá sinni um 30 prósenta raunlækkun fasteignaverðs. Hún telur jafnframt að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi ekki orsakað þenslu á markaðnum síðustu ár, heldur bankarnir.

Nú hef ég aldrei tekið mark á því þegar fréttamenn eiga viðtöl við formenn Félags fasteignasala. Fasteignasalar hafa mikla hagsmuni af því að verð á fasteignum haldist hátt og sala haldi áfram. Samdráttur á markaði þýðir launatap fasteignasala. Þegar Ingibjörg fullyrðir að þeir sem hafi skoðað markaðinn viti að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi ekki orsakað þenslu á markaðinum, slær út í fyrir henni. Hún er fyrsta manneskjan sem ég hef heyrt halda þessari kenningu fram. Fjölmiðlamenn verða hafa getu og dug til þess að taka fulltrúa hagsmunasamtaka á beinið þegar þeir bulla fyrir framan alþjóð. Svar bankanna við hækkun Íbúðalánasjóðs er vissulega ámælisverð, en það er hafið yfir allan vafa að hækkunin hafði mikil og slæm áhrif.


Lýðræðið

Stjórnmálamenn þurfa að hlusta á kjósendur, og nú þegar erfiðleikar blasa við þurfa þeir að hafa stefnu til að fylgja. Þrátt fyrir þessa skoðunarkönnun finnst mér Samfylkingin hafa komið vel út í byrjun þessa ríkisstjórnarsamstarfs. Jóhanna stendur sig vel eins og von var frá henni, en ég hef sérstakt dálæti á Björgvin Sigurðssyni sem ég bind miklar vonir við sem ráðherra. Ég vil heyra meira frá Össuri. Hann byrjaði vel með því að taka á fáránlegu skrifræði, þar sem athugasemdir voru gerðar við að veitingarmenn settu borð út á stétt. Vil heyra meira frá honum.

Atvinnulífið kallar á myntbreytingu. Það að taka ekki þá umræðu skaðar þessa ríkisstjórn. Ef ríkisstjórnin telur að atvinnurekendur séu fífl, sem ekkert vit hafa á efnahagsmálum er ríkisstjórnin á rangri leið. Þessi umræða  hefur ekki farið fram og ríkisstjórnin þarf að taka á málinu. Þeim mun lengir tími sem líður, þeim mun meira mun fylgi ríkisstjórnarinnar dala. Þjóðarsátt um nýja mynt væri flott skref. Verst er að gera ekki neitt.


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2008
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband