30.5.2010 | 10:25
Af hverju fór Steinunn Valdís?
Í kosningabaráttunni heimsækja frambjóðendur vinnustaði og fljótlega heyrðist af vinnustöðum þar sem frambjóðendur Samfylkingarinnar voru nánast hrópaðir niður eftir fyrirspurnir um styrki til Steinunnar Valdísar. Það kom því ekki á óvart að Dagur hjólaði í Steinunni og Jóhönnu, krafðist afsagnar Steinunnar. Samfylkingin varð til úr Alþýðuflokknum Kvennalistanaum og Alþýðubandalaginu. Það sem var lengst til vinstri í þessum flokkum hefur stjórnað í Samfylkingunni eftir brottför Ingibjargar Sólrúnar. Þessi vinstri armur tekur afsögn Steinunnar afar illa, það samræmist ekki hugmyndafræðinni. Eftir kosningarnar nú tók Dagur undir með þeim sem halda því fram að flokkarnir þurfi ærlega að taka til hjá sér. Flokkar og stjórnmálamenn verði að bera ábyrgð. Það stefnir í uppgjör innan Samfylkingarinnar eða hrun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2010 | 18:59
Siðblindi oddvitinn
Kópavogsbær tók hluta af jörðinni Vatnsenda eignarnámi. Hluti af sátt þar um er að 300 lóðir yrðu tilbúnar til bygginga í janúar 2007. Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar mat þennan samning yfir 12 milljarða virði, á sínum tíma. Hún vildi ganga lengra. Nú hefur Kópavogsbær ekki enn tekist að standa við samninginn og þá er Guðríður ekkert viss um að landeigandinn hafi skaðast! Ítrekað hefur verið reynt að ná samningum en án árangurs. Almennt séð er hægt að ná fram niðurstöðu með samningum, með mati eða með dómstólaleiðinni. Guðríður telur að hún sé yfir þessar leiðir hafin. Hún á að ákveða niðurstöðuna, hvað sem dómstólar segja. Þetta er eitt af mörgum einkennum siðblindra pólitíkusa.
Dúkkulísan hans Jóns Ásgeirs hefur gert allt sem í hennar valdi er til að ná völdum í Kópavogi. Auðvitað með miklum stuðningi Baugsmiðlanna. Ánægilegra yrði þó ef Jón Ásgeir væri svo vænn að flytja hana með sér til Tortolaeyja þar sem hún myndi sóma sér vel í siðspillingunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.5.2010 | 22:22
Hinn íslenski Berlusconi
Enginn íslenskur pólitíkus hefur haft viðlíka völd og Silvio Berlusconi forsætisráðherra hefur haft á Ítalíu. Berlusconi er forsætisráðherra og hefur valið að eiga meirihluta ítalskra fjölmiðla sem dásama hann og verk hans. Hins vegar hefur einn einstaklingur hérlendis náð meiri völdum en nokkur pólitíkus. Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón var í valdabaráttu við Davíð Oddson forsætisráðherra. Davíð forsætisráðherra varð að lúta lægra haldi fyrir Jóni Ásgeiri kaupsýslumanni. Ísland varð aldrei aftur sama landið. Nýr tími var tekinn við.
Ástir tókust milli Jóns og stjórnmálaflokks, sem hafði setið 16 óþolinmóð ár utan ríkisstjórnar. Sú ást var endurgoldin. Báðir þráðu meiri völd. Samfylkingin sem var nánast gjaldþrota skuldaði nær 150 milljónum, fitnaði eins og púkinn á fjóshaugnum og skuldirnar hurfu. Formaður Samfylkingarinnnar Ingibjörg Sólrún samdi ræður Jóni Ásgeiri til heiðurs, þá frægustu kennda við Borgarnes.
Jón sem hafði keypt upp meirihluta íslenskra fjölmiðla, sem nú dásamaðu verk hans og persónu, en einnig verk Samfylkingarinnar. Það er aðeins nú á síðustu mánuðum sem fram kemur að fréttastjóri Stöðvar 2 segir frá því að Jón Ásgeir hafi reynt að hafa áhrif á fréttaflutning. Áður var ekki sagt frá slíku. Jón hafði aldrei samband. Hann átti bara fjölmiðlana sem ,,fjárfestingu".
Ekki gat Jón Ásgeir eignast forsætisráðherra. Ingibjörgu Sólrúnu mistókst ætlunarverkið. Sagt er að þá hafi verið þungt í Baugsbóndanum. Þrátt fyrir allan stuðninginn. Áður hafði hann stutt Steinunni Valdísi sem var mjög blönk fyrir kosningar, og þurfti á kynningu að halda, þar sem hana þekkti enginn. Jóhanna Sigurðardóttir verður ekki talin með. Nýtt líf kaus hana þó sem konu ársins.
Jón Ásgeir hafði tvo drauma til þess að fá uppfyllta. Annan að fella Davíð Oddson sem hafði verið Jóni afar erfiður og hinn var að rústa kónginum í Kópavogi. Vinsældir Gunnars voru miklar og því vildi Jón Ásgeir láta reyna á fjölmiðlaveldi sitt. Öllu var til kostað. DV, Mannlíf, Fréttablaðið og Stöð 2. Daglega voru sagðar fréttir, þá reyndi þá oft á skáldskaparhæfileika fjölmiðlamanna Jóns. Það vildi svo vel til að Jón gat dregið fram ljósku úr sjálfu fjölmiðlaveldinu, sem hann vildi gera að bæjarstjóra. Eina sem hún þurfti að sanna var að vera siðblindari en Jón Ásgeir sjálfur. Nánast daglega kom hún með frétt. Það skipti hana litlu hvort rétt var farið með eða ekki. Gunnar var sukkarinn og Guðríður sú sem fletti ofan af sukkinu. Allt þar til að kom að skemmtun á Players þar sem drottingin hrasaði og þögnin tók við. Samfylkingarmenn í Kópavogi gengu í úlpum næstu vikurnar, eða voru með hauspoka.
Þegar grannt var skoðað höfðu eiga allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi möguleika á að fá á sig dóm á næstu mánuðum, sem verður að teljast árangur, auk að hafa önnur slæm siðferðisbrot á samviskunni. Spurningin er hvort þessi árangur verði ekki að flokkast sem Íslandsmet. Fjölmiðlar Jóns Ásgeirs hafa ekki náð markmiðinu enn. Bæjarstjóri í Kópavogi verður að nást í hús, áður en ofurvaldhafinn Jón Ásgeir verður kallaður til að bera ábyrgð á gjörðum sínum gegn landi og þjóð. Samfylkingardrottningin verður síðan að svara fyrir sín mál eftir kosningar.
Stuðningsmenn Samfylkingarinnar í Kópavogi eru hins vegar ekki bangnir og spyrja, ef einn stjórnmálaflokkur getur sukkað svona í minnihluta, hvað getur hann þá sukkað í meirihluta?
Bloggar | Breytt 26.5.2010 kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2010 | 10:53
Bæjarstjóri á Litla Hraun?
Bæjarfulltrúar í Kópavogi hafa verið í miklum hremmingum á síðasta kjörtímabili. Gunnar Birgisson fékk gagnrýni vegna viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar. Slíkt samstarf við valdhafa er afar óheppilegt, þó að það sé ekki ólöglegt. Nú var Sigurður Geirdal ekki gagnrýndur með því að sukka með fé Kópavogsbæjar, en hann fékk Frjálsa Miðlun til að vinna fyrir bæinn.
Guðríður Arnarsdóttir oddviti Samfylkingarinnar taldi þó tvo þætti til sem athugaverða annars vegar mjög dýrt viðurkenningarskjal og hins vegar að Frjáls miðlun hafi fengið greitt fyrir afmælisrit sem síðan ekki hafi verið unnið. Fyrri ámælisverði þátturinn gufaði hins vegar upp þegar síðar sambærilegt verk var boðið út, og Frjáls miðlun var með langlægsta tilboðið. Viðbrögð Guðríðar Arnarsóttur og Ólafs Gunnarssonar verða lengi í minnum höfð. Þau greiddu atkvæði gegn því að Frjáls miðlun fengi verkið. Viðbrögð Ólafs Gunnarssonar eru e.t.v. skiljanleg þar sem hann er kommúnisti af gamla skólanum. Viðbrögð Guðríðar eru einnig skiljanleg, þar sem aðeins þarf að skoða vinnubrögð hennar til þess að skilja viðbrögðin. Afmælisskýrslan sem aldrei var skrifuð var í höndum flokksbróður Guðríðar, en verkhluti Frjálsrar miðlunar var kláraður.
Guðríður er ekki þekkt fyrir að leiðrétta þegar hún fer rangt með. Það að hún fái athyglina er aðalatriðið. Hún ásamt Hafsteini Karlssyni sem var og er í öðru sæti lista Samfylkingarinnar skrifuðu grein í Morgunblaðið þar sem afar frjálslega er farið með sannleikann. Nú er það svo að það þykir ekki tiltökumál þó pólitíkusar ljúgi upp á hvorn annan. Fyrir dómstólum þætti það bara vera hluti af pólitíkinni. Þegar slíkum vinnubrögðum er beint gegn einstökum fyrirtækjum í bæjarfélaginu, myndi slíkt flokkast undir rógburð.
Að því að best er vitað hefur Guðríði Arnarsdóttur og Hafsteini Karlssyni verið stefnt fyrir dómstóla vegna þessara dómgreindarlausu skrifa. Sá löglærði í Grínflokknum metur stöðuna þannig að það sé afar ólíklegt að dómstólarnir samþykki að pólitíkusar megi ráðast að fyrirtækjum, af þeirri ástæðu einni að ættingjar eigenda, séu ættingjar eða séu tengdir mótherjum í pólitík.
Yrði það niðurstaðan í komandi kosningum að Samfylkingin kæmist til valda og dómur falli eins og líkur standi til. Gæti Guðríður orði fyrsti bæjarstjórinn í Kópavogi til þess að verða dæmdur rógberi. Það gæti verið skondið ef viðtöl bæjarstjóra færu fram á Litla Hrauni, eða í kvennafangelsinu í Kópavogi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2010 | 09:45
Stjórnmálaflokkur í felulitunum
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ruglar oftast saman sínum persónulegu stjórnmálaskoðunum og áherslum ASÍ. Nú getur hann hins vegar ekki lengur orða bundist og gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að gera ekki neitt. Vandamálið við þetta aðgerðarleysi er að nú eru að koma sveitarstjórnarkosningar, og þá verða stjórnarflokkarnir að beita kjósendur blekkingum ef þeir eiga ekki að þurrkast út. Samfylkingin í Reykjavík leggur áherslu á ráðast gegn atvinnuleysinu undir forystu varaformanns Samfylkingarinnar sem í ríkistjórn vinnur að því að auka atvinnuleysið. Með þessu er Dagur Eggertsson fyrst og fremst að útrýma það sem eftir var af trúverðugleikanum og nú þarf að leita að nýjum eftirmanni Jóhönnu Sigurðardóttur sem brátt sest í helgan stein.
Í Kópavogi velur Samfylkingin að þykjast að vera grínflokkur. Oddviti þeirra hefur hins vegar aldrei verið þjökuð af húmor, en hún nýtur sín vel þar sem allir hlægja að henni. Að byggja Kópavogsbrú, sem byggist víst á því að kaupa upp allt óklárað húsnæði í bænum, og Kópavogsbær á að útvega ,,ódýrt fjármagn". Hluti af fjármagni á að fást úr ríkissjóði, en Steingrímur Sigfússon verður bara grænn í framan, með tóman ríkiskassann. Kjörorð okkar í Grínflokknum ,,ertu ekki að grínast" fær nýjar áherslur við skoðun á svona vinnubrögðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2010 | 07:17
Icesave afgreiðsla - 93% nei
Þetta verður alltaf vandræðalegra og vandræðalegra fyrir þá sem studdu aðild að ESB. Sá litli stuðningur sem aðildin hafði er að hverfa og kæmi ekki óvart að niðurstaðan yrði 93% á móti. Sú litla orka sem ríkisstjórnin hefur fer í ESB. Það hlýtur að vera vandræðalegt á ríkisstjórnarheimilinu. Enginn stuðningur meðal þjóðarinnar við neitt sem þetta lið gerir. Eins og allar ákvarðanir séu hreint bull. Sem þær sennilega eru.
Í Evrópu skilja þeir ekki þessu skrítnu þjóð. Þegar við erum nýbúin að skaða nágrannaþjóðirnar með bankasérfæðingunum okkar,næst gerum við bjölluat.
![]() |
Grænt ljós gefið 17. júní? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2010 | 22:51
Viljum við Icesave-kónginn til valda í Kópavogi?
Það var full ástæða til þess að fá rannsóknarskýrslu um efnahagshrunið og á henni getum við lært að slíkar skýrslur geta haft mikil áhrif til þess að skapa heilbrigt stjórnkerfi. Full ástæða er að gera nýja um eitt mestu deilumál sem komið hefur upp á íslandi Icesave málið. Það kæmi ekki á óvart að í framhaldi af því þyrftu nokkrir ráðamenn að taka pokann sinn. Hluti Vinstri grænna stóðu í lappirnar og leit út fyrir að málið yrði fellt á Alþingi. Þá setti flokksforystan hjá VG þingmenn í frí og kölluðu inn flokksdindil Ólaf Gunnarsson. Honum var treystandi til þess að standa að óhæfuverki gegn þjóðinni sem samþykkt Icesavesamningsins var. Þetta dugði ekki til því Ólafur Ragnar gaf þjóðinni tækifæri á að tjá hug sinn og hún felldi samninginn með 93% atkvæða. Í stað þess að hætta afskiptum af pólitík, velur Ólafur Gunnarsson að bjóða sig fram fyrir VG í Kópavoginum. Hann er að vísu sakaður um óvönduð vinnubrögð, en það skiptir litlu máli. Með honum fer síðan systir Svavars Gestssonar, þetta par er í stað afturgöngu Svavars, til að innleiða hreinræktaðan kommúnisma hér í Kópavoginum. Þetta eru fulltrúar austur-þýsku velferðarstjórnarinnar í Kópavogi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2010 | 18:01
Hvað sameinar stjórnarflokkana einna helst?
Það er margt sem aðgreinir stjórnarflokkana, t.d. ESB sem er banvæn blanda, annað hvort rústar VG eða Samfylkingunni. Á meðan ekki þarf að taka ákvörðun getur dæmið hangið, en um leið og tíminn er kominn rústast annað hvor flokkurinn. Það eru einnig nokkrir þættir sem sameina þessa flokka, en það sem sennilega stendur uppúr, er hræðslan við uppgjör.
Alþýðubandalagið sáluga var mjög hallt undir kommúnismann og dásamaði hann hérlendis. Þegar ríki Austur Evrópu hrundu á sínum tíma, kom margt afar ógeðfellt í ljós. Margt af því sem þar þreifst getur flokkast undir mestu glæpi mannkynssögunar. Þrátt fyrir að erlendis menn stigu fram og báðust afsökunar á þætti sínum til að útbreiða þennan hrylling, þá hlupu íslenskir kommúnistar í felur og þögðu. Margir þessara aðila eru í VG en þeir eru líka í Samfylkingunni.
Svo kemur hrunið hér. Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðisflokki og jók á kennsluna. Enn sem komið er hefur Samfylkingin ekki beðið þjóðina afsökunar. Ingibjörg Sólrún bað sitt fólk afsökunar. Jóhanna sem sat í ríkisstjórn og var einnig í sérstakri nefnd um efnahagsmál sagði það sök Samfylkingarinnar að ,,hafa smitast" af Sjálfstæðisflokknum.
Það sem sameinar Samfylkingu og VG er flóttinn frá ábyrgð. Flóttinn frá fortíðinni. Þess vegna er getan ekki til staðar að takast á við verkefni dagsins í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2010 | 23:25
Besti flokkurinn rústar Samfylkingunni!
Það kemur ekki á óvart að Besti flokkurinn taki mest frá Samfylkingunni í Borginni. Við hjá Grínflokknum töldum að helstu keppinautar okkar hér í Kópavoginum yrði Samfylkingin. Dagur er núverandi varaformaður Samfylkingarinnar. Með þessari niðurstöðu hlýtur hann að snúa sér alfarið að læknisstörfunum. Dagur heldur að þeim mun fleiri orð hann noti til þess að segja einfalda hluti, þeim mun betra. Þar hafur hann rangt fyrir sér. Dagur heldur að ef hann kemur fram með hlægilega stefnu, þá nái hann árangri. Aftur hefur hann rangt fyrir sér. Dagur leggur upp með það að Samfylkingin í Borginni, sé allt annar flokkur en Samfylkingin á Alþingi og í ríkisstjórn. Það kaupa kjósendur ekki.
Í Kópavoginum er fíflaskapurinn í Samfylkingunni enn meiri en í Borginni. Frambjóðendurnir halda að þeir geti bullað, en jafnframt látið taka sig alvarlega. Næst besti flokkurinn ætti að bjóða Samfylkingunni að vera með deild í Næst besta flokknum. Það sem einna helst kemur í veg fyrir það er að Guðríður verður seint talin skemmtileg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2010 | 10:43
Loddararnir komnir á kreik - það eru að koma kosningar.
Í undanförnum kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir keppst við að yfirbjóða hvorn annan hvað varðar kosningaloforð. Öllum er nú orðið ljóst að kosningaloforð Framsóknarflokksins um hækkun í 90% húsnæðislán skaðaði hagkerfið og varð til ílls fyrir ungt fólk. Á þetta var bent þegar þetta loforð var sett fram, en loddarar innan Framsóknarflokksins heyrðu ekki, sáu ekki og skildu ekki. Ég var að vona að nú væri komi tími fyirr meiri ábyrgð í pólitík. Nei aldeilis ekki. Nú spretta loddararnir fram, og þar fara þeir fremstir úr Samfylkingunni. Í Reykjavík segja þeir,, bindum enda á aðgerðarleysið", bíðum nú við, leiðir Samfylkingin ekki ríkisstjórnina sem alltaf ætar að fara að gera eitthvað, en gerir ekki neitt. Er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík ekki varaformaður flokksins?
Í Kópavogi er Samfylkingin enn grófari. Þeir ætla að byggja Kópavogsbrú. Kaupa allt hálfkarað húsnæði í Kópavogi, og útvega ,, ódýrt fjármagn" til þess að láta þetta ganga upp. Sagt er að kosningasérfræðingar Samfylkingarinnar ætli með þessu að ná til tveggja hópa. Þessa 5% hóps sem Þráinn Bertilson kallar fábjána, og hins vegar til þess hóps sem annars myndi kjósa Besta flokkinn. Þetta framlag Samfylkingarinnar er vitlausara en kosningaloforð Framsóknarmanna á sínum tíma.
Rétt eins og loddarar Framsóknarflokksins forðum, þá munu loddarar Samfylkingarinnar ekki heyra , sjá eða skilja - neitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10