29.5.2011 | 23:40
Verður Þorgerður Katrín næsti formaður Samfylkingarinnar?
Flokkstjórnarfundinum hjá Samfylkingunni er lokið. Það eina sem eftir situr er að núverandi formaður sagði að flokkurinn væri tilbúinn að skipta um nafn, heimili, kennitlölu, forystu og málefni, bara ef einhver vildi koma til þeirra og leiða flokkinn. Hver einstaklingur sem gengur til lags við Samfylkingarinnar vegur mikið, þar sem fylgið er nánast að hverfa. Jóhanna er orðin mjög gömul og bogin og þrátt fyrir að Hrannar skrifi ræðurnar sem eiga að blása lífi í glæðurnar, verða uppákomurnar æ aumkunarverðari. Jóhanna má ekki lengur nefna skjaldborgina, ekki hag heimila og fyrirtækja. Ekki framtíðarsýn. Það trúir hanni engir lengur. Fylgið er endanlega farið.
Nýr formaður verður að koma í brúnna ef flokkurinn á ekki að þurrkast út í næstu kosningum. Hann verður að koma að utan. Ekki Dagur, ekki Björgvin, ekki Steinunn Valdís, ekki Árni Páll, ekki Helgi Hjörvar, ekki Egill Helgason og ekki Guðbjartur Hannesson. Jóhanna veit að hún verður að hætta. Þegar litið er utan Samfylkingar þá er staðnemst við Þorgerði Gunnarsdóttur. Þorgerður er skörugleg og hún styður inngöngu í ESB. Auðvitað væri það mikill fengur fyrir Samfylkinguna ef Þorgerður slægi til. Hins vegar er líklegra að þetta sé aðeins dauðakippir flokksins. Aðildinni að ESB verður hafnað með yfirgnæfandi atkvæðum. Þorgerði myndi leiðast félagskapurinn. Þá verður Samfylkingin lögð niður, rétt eins og kommúnistaflokkur Austur Þýskalands eftir fall múrsins.
![]() |
Lyktar af örvætningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.5.2011 kl. 05:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.5.2011 | 09:17
Ástands Steingrímur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2011 | 08:33
Í ástandið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2011 | 21:09
Áhrif Jóns Ásgeirs
Það var öllum ljóst að Jón Ásgeir vildi Guðlaug Þór, en ekki Bjarna Ben. Jón Ásgeir hafði Samfylkinguna í vasanum, og vildi stjórna Sjálfstæðisflokknum líka. Guðlaugur Þór fór í ráðherrastólinn og vildi forsætisráðherrann. Taldi sig eiga möguleika á honum með stuðningi Jóns Ásgeirs. Guðlaugur gengur enn með formanninn í maganum, þótt flestum sé það ljóst að hann er á útleið.
Sagan mun virða Björn Bjarnason, ég er meira efins um Jón Ásgeir og Guðlaug Þór
![]() |
Bjarni tæki við af Birni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2011 | 06:53
Í partý hjá vogunarsjóðunum
Þau Jóhanna og Steingrímur eru vinsælustu einstaklingar á Íslandi hjá eigendum vogunarsjóðanna. Þau eru tilbúin að gefa þessum erlendu útrásarvíkingum skotleyfi á íslenskan almenning. Nú ætlar Steingrímur að ferðast á meðan hann er enn frjáls. Þegar Landsdómur hefur dæmt þennan forherta pólitíkus sem vílar ekki fyrir sér að setja þjóðina í fjötra.
Á Írlandi ætti Steingrímur að segja frá því að það væri heppilegra að hafa fólk í stöðu ráðherra sem hefði til þess einhverja þekkingu .... og vit.
![]() |
Steingrímur til Írlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2011 | 19:50
Á flótta undan umfjöllunni um skýrsluna um endurreisn bankanna.
![]() |
Dáist að bjartsýni fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2011 | 10:07
Eru hormónar ástæaða óróleikans?
Í VG er mikill einhugur og samstaða. Menn streyma úr fjarlægum landshlutum til höfuðborgarinnar til þess að mæta á samhyggðarfund flokksins í Reykjavík. Enginn klofningur, enginn ágreiningur þannig sýna íslenskir sósíalistar almenningi myndina. Lilja Móses er ekki lengur ámyndinni, heldur ekki Atli Gísla eða Ásmundur eru ekki á myndinni, og þau Jón Bjarna, Guðfríður og Ögmyndur sjást ekki. Það náðist ekki mynd af öllum.
Í Frakklandi er líka sýnd mynd af frönskum sósíalista. Hinum dáða Dominique Strauss-Kahn. Í Bandaríkjunum er forsetaefni þeirra kært fyrir nauðgun. Tóm vitleysa segja franskir sósíalistar, þetta er árás kapítalistanna í Bandaríkjunum til þess að koma í veg fyrir að sósíalisti verði forseti Frakklands. Fyrri yfirsjónir Strauss-Kahns eru skýrðar með hormónavirkni. Góðir pólitíkusar hafi virkari hormónastarfsemi en aðrir. Sem dæmi máli sínu til stuðnigs benda þeir á Kennedy.
Ofurvirk hormónastarfsemi er misvel liðin, þannig varð Moshe Katsav forseti Ísrael að segja af sér vegna fjölþreyfni.
Á Íslandi er ekki komin hefð fyrir afstöðu gagnvart hormónaofvirkni stjórnmálamanna. Erum við jafn ,,umburðarlyndir" og Frakkar, eða erum við jafn dómharðir og Bandaríkjamenn, Danir og fleiri þjóðir. Hvaða mynd setjum við upp?
Væntanlega þá sem við viljum sjá.
![]() |
Einhugur í VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2011 | 07:33
Samdrátturinn mestur á Íslandi
![]() |
Samdrátturinn einna mestur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2011 | 22:43
Ung söngstjarna kemur fram
Í þættinum Australia's Got Talent er komin fram kornungur söngvari sem hefur heillað heimsbyggðinna, rétt eins og Susan Boul á sínum tíma. Susan Boyle sló í gegn í Britain's Got Talent en hún á ekkert í þennan góða söngvara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2011 | 19:13
Erfið byrjun hjá Stjörnunni.
Þá er ljóst að Stjarnan situr á botninum ásamt Fram eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Samkvæmt spám er reikað með Þór, Víking, Stjörnunni og Grindavík í neðri hluta stigatövlunnar. Það er sennilega mjög raunhæft mat. Í dag tók Stjarnan á móti Víkingum, sem hafði unnið Þór í fyrsta leik. Þrátt fyrir að Stjarnan hafði verið sigurstranglegri fyrir leikinn og betri aðillinn dugaði það ekki til. Halldór Orri og Daníel Laxdal eru hörkugóðir spilarar, en það er Nikolaj Hagelskjær Daninn í liði Stjörnunnar hins vegar alls ekki, né landi hans Jesper Holdt Jensen. Forráðamenn Stjörnunnar verða að fara fram á að Bjarni Jóhannesson þjálfari taki niður svörtu gleraugun áður en hann fjárfestir í erlendum leikmönnum. Á undnaförnum þremur árum hafa erlendir leikmenn allir verið afspyrnuslakir. Á sama tíma lætur Stjarnan Birgi Hrafn Birgisson hörku góðan miðjumann fara til Víkings Ólafsvík, Atli Jóhannsson er meiddur. Á bekknum eru þrír öflugir leikmenn Grétar Grétarsson sem ég á von á að springi út í sumar, Bjarki Páll Eysteinsson sem er hörkusterkur og fljótur og svo er Ellert Hreinsson ekki kominn frá Ameríku. Aron Grétar Jafetsson er ungur og mjög efnilegur leikmaður sem vonandi fær tækifæri í sumar. Bjarni hefur stundum verið hrifinn af útbrunnum leikmönnum ég vona að Garðar Jóhannsson sé ekki útbrunninn, en hann sýndi afar fátt sem gladdi augað.
Hjá Víking fannst mér mikið til koma Aron Elís Þrándarson, Egill Atlason og Sigurður Lárusson voru einnig að gerða hluti. Ef ég þekki rétt til eru þetta synir þjálfaranna Þándar Sigurðssonar, Lárusar Sigurðssonar og Atla Eðvaldssonar.
![]() |
Markalaust í Garðabænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10